Fótboltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkurkýr félagsins“ Aron Guðmundsson skrifar 18. október 2024 08:03 Tími Barkar Edvardssonar í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals er að líða undir lok. Tuttugu og eins árs farsælu samstarfi að ljúka. Vísir Eftir tuttugu og eins árs feril í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals hefur Börkur Edvardsson ákveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnarsetu á komandi haustfundi félagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fótboltanum hjá Val í framtíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fótboltinn sé mjólkurkýr félagsins. Komið að tímamótum hjá bæði Berki og knattspyrnudeild Vals. Mikið vatn runnið til sjávar frá því árið 2003, fjórtán stórir titlar unnist og umgjörð deildarinnar tekið stakkaskiptum. Það hafði blundað í Berki í tæp fimm ár að stíga til hliðar frá formannsembættinu sem er sjálfboðaliðastarf, það reyndist hins vegar erfitt. „Í einhverjum tilvikum hefur mér nánast verið bannað að hætta. Mér hefur runnið blóðið til skyldunnar og ekki viljað skilja eftir mig eitthvað sem er ekki nógu gott. Mér finnst rétti tímapunkturinn núna til þess að láta staðar numið. Reksturinn er í góðum málum. Þetta er orðið mjög umfangsmikið starf. Nánast ógjörningur að sinna þessu í sjálfboðaliðastarfi. Eftir tuttugu og eitt ár í þessu embætti geng ég mjög stoltur frá borði. Beinn í baki. Er með glæsta sögu, ég og mínir félagar sem hafa staðið með mér vaktina allan þennan tíma. Bæði í titlum talið og ekki síður í uppbyggingunni. Ég hef fengið að kynnast alveg ótrúlega flottu og góðu fólki, bæði í Val en einnig fyrir utan Val. Vini fyrir lífstíð. Er ánægður þegar að ég lít um öxl núna. Kveð mjög sáttur.“ Börkur skilur við rekstur knattspyrnudeildarinnar að eigin sögn í góðum málum þrátt fyrir að smávægilegt tap gæti orðið á rekstri knattspyrnudeildar Vals í næsta uppgjöri. Deildin á hins vegar inni áttatíu til hundrað milljónir hjá aðalstjórn félagsins í uppsöfnuðum hagnaði. Eigið fé deildarinnar er svo um 111 milljónir. Það er hins vegar mat Barkar eftir allan þennan tíma að það sé gífurlega erfitt að reka félag eins og Val. Félag með sex stór lið í boltagreinunum stóru. Handbolta, körfubolta og fótbolta sem öll vilja titla. „Þar af leiðandi þarftu bestu leikmennina, bestu þjálfarana og bestu umgjörðina. Þetta er rosalega kostnaðarsamt. Menn þurfa kannski í Val að fara stilla miðið upp á nýtt og aðlaga sig að því að þetta er nánast ógjörningur. Að leggja svona mikið í þessa sex meistaraflokka. Því að fótboltinn er mjólkurkýrin í stóru myndinni. Því það eru gríðarlegir peningar sem fylgja því Evrópusæti í fótbolta karla og kvenna, sem og að vinna titla þeim megin. Því miður er það ekki þannig í körfubolta og handbolta. Við þurfum svolítið að gæta að fótboltanum í Val. Ýta meira á og byggja meira undir hans. Leyfa honum að njóta vafans. Því þar eru stóru peningarnir og ef þeir nást þá munu þeir nýtast félaginu öllu. Eins og árangur fótboltans hefur gert.“ Viðtalið við Börk í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Einnig má hlusta á viðtalið í hlaðvarpsformi en neðar. Klippa: Börkur stígur stoltur frá borði hjá Val Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Komið að tímamótum hjá bæði Berki og knattspyrnudeild Vals. Mikið vatn runnið til sjávar frá því árið 2003, fjórtán stórir titlar unnist og umgjörð deildarinnar tekið stakkaskiptum. Það hafði blundað í Berki í tæp fimm ár að stíga til hliðar frá formannsembættinu sem er sjálfboðaliðastarf, það reyndist hins vegar erfitt. „Í einhverjum tilvikum hefur mér nánast verið bannað að hætta. Mér hefur runnið blóðið til skyldunnar og ekki viljað skilja eftir mig eitthvað sem er ekki nógu gott. Mér finnst rétti tímapunkturinn núna til þess að láta staðar numið. Reksturinn er í góðum málum. Þetta er orðið mjög umfangsmikið starf. Nánast ógjörningur að sinna þessu í sjálfboðaliðastarfi. Eftir tuttugu og eitt ár í þessu embætti geng ég mjög stoltur frá borði. Beinn í baki. Er með glæsta sögu, ég og mínir félagar sem hafa staðið með mér vaktina allan þennan tíma. Bæði í titlum talið og ekki síður í uppbyggingunni. Ég hef fengið að kynnast alveg ótrúlega flottu og góðu fólki, bæði í Val en einnig fyrir utan Val. Vini fyrir lífstíð. Er ánægður þegar að ég lít um öxl núna. Kveð mjög sáttur.“ Börkur skilur við rekstur knattspyrnudeildarinnar að eigin sögn í góðum málum þrátt fyrir að smávægilegt tap gæti orðið á rekstri knattspyrnudeildar Vals í næsta uppgjöri. Deildin á hins vegar inni áttatíu til hundrað milljónir hjá aðalstjórn félagsins í uppsöfnuðum hagnaði. Eigið fé deildarinnar er svo um 111 milljónir. Það er hins vegar mat Barkar eftir allan þennan tíma að það sé gífurlega erfitt að reka félag eins og Val. Félag með sex stór lið í boltagreinunum stóru. Handbolta, körfubolta og fótbolta sem öll vilja titla. „Þar af leiðandi þarftu bestu leikmennina, bestu þjálfarana og bestu umgjörðina. Þetta er rosalega kostnaðarsamt. Menn þurfa kannski í Val að fara stilla miðið upp á nýtt og aðlaga sig að því að þetta er nánast ógjörningur. Að leggja svona mikið í þessa sex meistaraflokka. Því að fótboltinn er mjólkurkýrin í stóru myndinni. Því það eru gríðarlegir peningar sem fylgja því Evrópusæti í fótbolta karla og kvenna, sem og að vinna titla þeim megin. Því miður er það ekki þannig í körfubolta og handbolta. Við þurfum svolítið að gæta að fótboltanum í Val. Ýta meira á og byggja meira undir hans. Leyfa honum að njóta vafans. Því þar eru stóru peningarnir og ef þeir nást þá munu þeir nýtast félaginu öllu. Eins og árangur fótboltans hefur gert.“ Viðtalið við Börk í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Einnig má hlusta á viðtalið í hlaðvarpsformi en neðar. Klippa: Börkur stígur stoltur frá borði hjá Val
Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira