Ægir: Hinn klassíski liðssigur Árni Jóhannsson skrifar 17. október 2024 21:18 Ægir Þór leiddi sína menn í gegnum ÍR verkefnið eins og herforingi. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Ægir Þór Steinarsson var mjög ánægður með sigur sinna manna á ÍR í 3. umferð Bónus deildar karla. Hann var ánægður með liðið í kvöld og hvernig þeir eru að koma inn í mótið. „Alls ekki“, sagði Ægir þegar hann var spurður hvort það væri eitthvað út á leik sinna manna að setja í kvöld. „Það sem ég tek út úr þessu er að þetta var hinn klassíski liðssigur. Það voru allir on í orkustigi, varnarleik og samspili og það er mikið gleðiefni.“ Ægir var spurður að því hvort honum hafi fundist fyrirstaðan of lítil miðað við tímapunktinn á tímabilinu. „Nei alls ekki, það er alltaf flókið að spila við ÍR. Þeir eru mjög krefjandi varnarlega, þeir geta alltaf náð í körfur og gert það hratt. Þannig að maður þarf alltaf að vera á tánum varnarlega á móti svona liðum. Slökuðum aðeins á í seinni hálfleik en mér fannst við vera mjög góðir.“ Eðlilega kemur slaki í ákafa liða sem eru með þægilegt forskot. Það hlýtur þá að vera ánægjulegt að sjá liðið gefa aftur í til að missa ekki leikinn úr höndunum á sér. „Ég er sammála því. Þetta var hinn klassíski liðssigur sem við vildum fá útúr þessum leik, það lögðu allir eitthvað í púkkið og það sást á stigatöflunni og í ákafanum varnarlega.“ Ægir var að lokum spurður út í það hvort þessi sigur gæfi Stjörnunni eitthvað og hversu ánægður hann væri með liðið á þessum tíma árs. „Þessi sigur gefur okkur ekki neitt nema það að við megum ekki þykjast vera eitthvað sem við erum ekki. Við verðum að halda stöðugleika og halda áfram að bæta okkur og vita hvað þarf til að vinna leiki. Það gefur mikið að vera ósigraðir en við verðum að halda áfram. Það þarf mikla orku til að vinna leik og við þurfum að stemma okkur af og vera klárir í næsta leik.“ Stjarnan Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnalausir Stjörnumenn Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 17. október 2024 18:31 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira
„Alls ekki“, sagði Ægir þegar hann var spurður hvort það væri eitthvað út á leik sinna manna að setja í kvöld. „Það sem ég tek út úr þessu er að þetta var hinn klassíski liðssigur. Það voru allir on í orkustigi, varnarleik og samspili og það er mikið gleðiefni.“ Ægir var spurður að því hvort honum hafi fundist fyrirstaðan of lítil miðað við tímapunktinn á tímabilinu. „Nei alls ekki, það er alltaf flókið að spila við ÍR. Þeir eru mjög krefjandi varnarlega, þeir geta alltaf náð í körfur og gert það hratt. Þannig að maður þarf alltaf að vera á tánum varnarlega á móti svona liðum. Slökuðum aðeins á í seinni hálfleik en mér fannst við vera mjög góðir.“ Eðlilega kemur slaki í ákafa liða sem eru með þægilegt forskot. Það hlýtur þá að vera ánægjulegt að sjá liðið gefa aftur í til að missa ekki leikinn úr höndunum á sér. „Ég er sammála því. Þetta var hinn klassíski liðssigur sem við vildum fá útúr þessum leik, það lögðu allir eitthvað í púkkið og það sást á stigatöflunni og í ákafanum varnarlega.“ Ægir var að lokum spurður út í það hvort þessi sigur gæfi Stjörnunni eitthvað og hversu ánægður hann væri með liðið á þessum tíma árs. „Þessi sigur gefur okkur ekki neitt nema það að við megum ekki þykjast vera eitthvað sem við erum ekki. Við verðum að halda stöðugleika og halda áfram að bæta okkur og vita hvað þarf til að vinna leiki. Það gefur mikið að vera ósigraðir en við verðum að halda áfram. Það þarf mikla orku til að vinna leik og við þurfum að stemma okkur af og vera klárir í næsta leik.“
Stjarnan Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnalausir Stjörnumenn Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 17. október 2024 18:31 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnalausir Stjörnumenn Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 17. október 2024 18:31