Lífið

Lit­fögur í­búð með mikinn karakter

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Litríkir innanstokkmunir og listaverk prýða hvern krók og kima sem gefur eigninni mikinn karakter.
Litríkir innanstokkmunir og listaverk prýða hvern krók og kima sem gefur eigninni mikinn karakter.

Við Drápuhlíð í Reykjavík er að finna heillandi íbúð á annarri hæð í húsi sem var byggt árið 1948. Ásett verð er 89,9 milljónir.

Um er að ræða bjarta og vel skipulagða og mikið endurnýjaða 113 fermetra íbúð á vinsælum stað í Hlíðunum.

Íbúðin hefur forstofu, þrjú svefnherbergi, eldhús sem er opið við stofu- og borðstofu, og eitt baðherbergi. Útgengt er á rúmgóðar suður svalir úr alrými.

Heimilið er innréttað á skemmtilegan hátt, þar sem litagleðin skín í gegn bæði á veggjum og innanstokksmunum.

Eldhúsið er bjart og rúmgott, með hvítri innréttingu og grárri borðplötu. Veggurinn fyrir aftan vaskinn er málaður að hluta til í gulum lit, sem gefur rýminu skemmtilegan karakter.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×