Rekinn af útgáfunni stuttu fyrir andlátið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. október 2024 09:59 Aðdáendur eru harmi slegnir eftir andlát söngvarans. EPA-EFE/JUAN IGNACIO RONCORONI Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music sagði upp samningi sínum við breska söngvarann Liam Payne nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann án umboðsmanns. Daily Mail greinir frá en líkt og fram hefur komið lést Payne í fyrradag eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti. Án umboðs og án útgáfu Söngvarinn skrifaði undir samning við Capital Records í eigu Universal árið 2016, þá einungis 22 ára gamall. Payne gaf út eina plötu undir eigin nafni plötuna LP1 árið 2019. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að forsvarsmenn Universal hafi ákveðið að fresta útgáfu seinni plötu hans áður en ákveðið var að slíta samningi hans. Payne gaf fyrr á árinu út lagið Teardrops. Þá segir einnig í umfjöllun miðilsins að umboðsmaður hans hafi sagt upp fyrr í mánuðinum. Ástæðan eru málaferli fyrrverandi eiginkonu hans Maya Henry á hendur honum vegna áreitis en hún sagði hann stöðugt vera að reyna að ná sambandi við sig í hennar óþökk. Daily Mail hefur eftir heimildarmönnum sem sagðir eru nánir söngvaranum að hann hafi verið á slæmum stað. Eins og fram hefur komið var Payne sagður hafa látið öllum illum látum á hótelherberginu og verið undir miklum áhrifum vímuefna og áfengis áður en hann lést. Bæði útgáfufyrirtækin Universal og Capital Records hafa minnst söngvarans á samfélagsmiðlum. Andlát Liam Payne Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Fjölskylda Liam Payne biður um andrými Fjölskyldumeðlimir breska söngvarans Liam Payne hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts hins 31 árs gamla söngvara. Þau segjast vera harmi slegin og biðja fjölmiðla um að gefa sér rými til að syrgja. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Argentínu gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að ómögulegt hafi verið að bjarga söngvaranum. 17. október 2024 12:53 One Direction sendir frá sér yfirlýsingu: „Við erum algjörlega miður okkar“ Fyrrverandi meðlimir strákasveitarinnar One Direction hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fráfalls eins þeirra, Liams Payne, sem féll af svölum hótels í Buenos Aires í Argentínu. 17. október 2024 20:47 Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Daily Mail greinir frá en líkt og fram hefur komið lést Payne í fyrradag eftir að hafa fallið af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Hann var einungis 31 árs og var líkt og alþjóð veit einn liðsmanna strákasveitarinnar One Direction sem naut gríðarlegra vinsælda árin 2010 til 2016 þegar sveitin hætti. Án umboðs og án útgáfu Söngvarinn skrifaði undir samning við Capital Records í eigu Universal árið 2016, þá einungis 22 ára gamall. Payne gaf út eina plötu undir eigin nafni plötuna LP1 árið 2019. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að forsvarsmenn Universal hafi ákveðið að fresta útgáfu seinni plötu hans áður en ákveðið var að slíta samningi hans. Payne gaf fyrr á árinu út lagið Teardrops. Þá segir einnig í umfjöllun miðilsins að umboðsmaður hans hafi sagt upp fyrr í mánuðinum. Ástæðan eru málaferli fyrrverandi eiginkonu hans Maya Henry á hendur honum vegna áreitis en hún sagði hann stöðugt vera að reyna að ná sambandi við sig í hennar óþökk. Daily Mail hefur eftir heimildarmönnum sem sagðir eru nánir söngvaranum að hann hafi verið á slæmum stað. Eins og fram hefur komið var Payne sagður hafa látið öllum illum látum á hótelherberginu og verið undir miklum áhrifum vímuefna og áfengis áður en hann lést. Bæði útgáfufyrirtækin Universal og Capital Records hafa minnst söngvarans á samfélagsmiðlum.
Andlát Liam Payne Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Fjölskylda Liam Payne biður um andrými Fjölskyldumeðlimir breska söngvarans Liam Payne hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts hins 31 árs gamla söngvara. Þau segjast vera harmi slegin og biðja fjölmiðla um að gefa sér rými til að syrgja. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Argentínu gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að ómögulegt hafi verið að bjarga söngvaranum. 17. október 2024 12:53 One Direction sendir frá sér yfirlýsingu: „Við erum algjörlega miður okkar“ Fyrrverandi meðlimir strákasveitarinnar One Direction hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fráfalls eins þeirra, Liams Payne, sem féll af svölum hótels í Buenos Aires í Argentínu. 17. október 2024 20:47 Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Fjölskylda Liam Payne biður um andrými Fjölskyldumeðlimir breska söngvarans Liam Payne hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts hins 31 árs gamla söngvara. Þau segjast vera harmi slegin og biðja fjölmiðla um að gefa sér rými til að syrgja. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Argentínu gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að ómögulegt hafi verið að bjarga söngvaranum. 17. október 2024 12:53
One Direction sendir frá sér yfirlýsingu: „Við erum algjörlega miður okkar“ Fyrrverandi meðlimir strákasveitarinnar One Direction hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fráfalls eins þeirra, Liams Payne, sem féll af svölum hótels í Buenos Aires í Argentínu. 17. október 2024 20:47
Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. 17. október 2024 09:43