Uppgjörið: HK - Fram 2-1 | Flautumark heldur vonum HK á lífi Dagur Lárusson skrifar 20. október 2024 18:31 Fögnuður HK manna var ósvikinn í leikslok Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fyrir leikinn var HK í fimmta sæti neðri hluta deildarinnar og þurfti lífsnauðsynlega á sigri eða jafntefli að halda í leiknum til þess að halda vonum á lífi að halda sig frá fallinu. Fram þurfi einnig á sigri að halda eða jafntefli til þess að eiga enn möguleika á Forsetabikarnum. HK - Fram Besta Deild Karla Haust 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Tvö mörk voru skoruð í fyrri hálfleiknum en það fyrra kom á 21. mínútu þegar Frederico Saraiva fékk boltann vinstra megin við teig HK og átti fasta sendingu inn á teig þar sem Alex Freyr Elísson mætti og kom boltanum í netið. Staðan orðin 0-1. Gummi Magg fann ekki netmöskvana í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Leikmenn HK létu þetta hins vegar ekki á sig fá og jöfnuðu í næstu sókn. Þá kom sending inn á teig, frá vinstri til hægri og var það Birnir Breki sem var fyrstur að bregðast við inn á teignum og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Birnir Breki eftir jöfnunarmarkiðVísir/Pawel Cieslikiewicz Það var Fram sem var sterkari aðilinn í byrjun seinni hálfleiks og áttu liðið nokkur góð færi en boltinn vildi ekki inn. En eftir því sem leið á hálfleikinn fóru HK-ingar að sækja í sig veðrið en boltinn vildi þó ekki inn hjá þeim heldur. HK - Fram Besta Deild Karla Haust 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz HK-ingar þurftu nauðsynlega á marka að halda og blésu því vel til sóknar í uppbótartímanum og það skilaði sér á 98. mínútu þegar Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmarkið eftir undirbúning frá Eiði Aroni. Dramatíkin í hámarki og HK-ingar því enn á lífi í deildinni. Varamenn HK fagna sigurmarkinu af innlifunVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Það fer ekkert á milli mála því það er markið hans Þorsteins í blálokin í leiknum sem gæti orðið markið sem heldur HK í deildinni. Stjörnurnar og skúrkarnir Þorsteinn Aron skoraði ekki aðeins sigurmarkið heldur var hann frábær í vörninni hjá HK ásamt fyrirliða sínum, Leif Andra. Alex Freyr var síðan frábær hjá Fram hægra megin. Ég vil meina að skúrkarnir í leiknum hafi verið þeir sem tóku þátt í látunum í leikslok og þeir vita hverjir þeir eru. Dómararnir Dómari leiksins átti ágætis dag en það voru nokkur atvik þar sem hann hefði getað gert betur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem Kennie Chopart lá á jörðinni og hélt um hausinn en dómarinn stöðvaði samt sem áður ekki leikinn. Dómarar leiksins stóðu í ströngu í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Stemningin og umgjörð Stemningin var rosaleg í leikslok HK megin og greinilegt að stuðningsmenn liðsins halda enn í vonina að liðið haldi sér uppi. Umgjörðin er síðan alltaf til fyrirmyndar í Kórnum. Viðtöl Ómar Ingi: Ótrúlega sætur sigur Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, á hliðarlínunni í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz „Þetta er ótrúlega sætur sigur,“ byrjaði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, að segja eftir sigur liðsins í kvöld gegn Fram. „Við vissum að við þyrftum að vinnan þennan leik og þess vegna vorum við að senda Chris fram í hornum í stöðunni 1-1, við einfaldlega þurftum að finna þetta mark og við fundum það sem betur fer í lok leiks,“ hélt Ómar áfram að segja. Ómar Ingi og lærisveinar hans fara í lokaumferðina enn með vonina. „Það er auðvitað leikur þarna fyrir vestan sem við getum ekki stjórnað og við getum því ekkert verið að pæla í honum. Eina sem við getum gert er að pæla í okkur og við ætlum okkur að vinna síðasta leikinn okkar,“ endaði Ómar að segja. Rúnar Kristinsson: Betra liðið í kvöld og í allt sumar Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ekki parsáttur í leikslokVísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég meina hvað viltu að ég segi, við töpuðum þessum leik,“ byrjaði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, að segja eftir leik. „Mér fannst þetta mjög góð frammistaða og það voru allir að leggja sig fram, setja mikla vinnu í þetta og við mættum einfaldlega sem betra liðið hérna í kvöld og höfum verið það í allt sumar,“ hélt Rúnar áfram að segja. Rúnar var ekki sáttur með dómgæsluna og ákveðin atvik undir lok leiksins. „Það var sorglegt hvernig þetta endaði þegar menn misstu hausinn eftir ákveðið atvik sem skeður hérna undir lokin. Menn fóru að pirra sig á því og misstu hausinn.“ „Ég á síðan eftir að sjá hvort að þetta hafi verið aukaspyrna sem þeir fengu þegar þeir skoruðu sigurmarkið en þetta var samt sem áður lélegur varnarleikur hjá okkur og það var lélegt að verjast því ekki. HK er samt sterkt í þessu, semsagt löngum boltum fram og með stóra menn frammi, berjast um alla bolta og eru auðvitað að berjast fyrir lífi sínu.“ Rúnari fannst HK-ingar komast upp með mikið í leiknum. „Þeir komast upp með mikið í leiknum að mínu mati og dómarinn vildi ekkert vera flauta of mikið í flautuna þegar kom að HK,“ endaði svekktur Rúnar á að segja. Besta deild karla HK Fram
Fyrir leikinn var HK í fimmta sæti neðri hluta deildarinnar og þurfti lífsnauðsynlega á sigri eða jafntefli að halda í leiknum til þess að halda vonum á lífi að halda sig frá fallinu. Fram þurfi einnig á sigri að halda eða jafntefli til þess að eiga enn möguleika á Forsetabikarnum. HK - Fram Besta Deild Karla Haust 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Tvö mörk voru skoruð í fyrri hálfleiknum en það fyrra kom á 21. mínútu þegar Frederico Saraiva fékk boltann vinstra megin við teig HK og átti fasta sendingu inn á teig þar sem Alex Freyr Elísson mætti og kom boltanum í netið. Staðan orðin 0-1. Gummi Magg fann ekki netmöskvana í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Leikmenn HK létu þetta hins vegar ekki á sig fá og jöfnuðu í næstu sókn. Þá kom sending inn á teig, frá vinstri til hægri og var það Birnir Breki sem var fyrstur að bregðast við inn á teignum og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Birnir Breki eftir jöfnunarmarkiðVísir/Pawel Cieslikiewicz Það var Fram sem var sterkari aðilinn í byrjun seinni hálfleiks og áttu liðið nokkur góð færi en boltinn vildi ekki inn. En eftir því sem leið á hálfleikinn fóru HK-ingar að sækja í sig veðrið en boltinn vildi þó ekki inn hjá þeim heldur. HK - Fram Besta Deild Karla Haust 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz HK-ingar þurftu nauðsynlega á marka að halda og blésu því vel til sóknar í uppbótartímanum og það skilaði sér á 98. mínútu þegar Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmarkið eftir undirbúning frá Eiði Aroni. Dramatíkin í hámarki og HK-ingar því enn á lífi í deildinni. Varamenn HK fagna sigurmarkinu af innlifunVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Það fer ekkert á milli mála því það er markið hans Þorsteins í blálokin í leiknum sem gæti orðið markið sem heldur HK í deildinni. Stjörnurnar og skúrkarnir Þorsteinn Aron skoraði ekki aðeins sigurmarkið heldur var hann frábær í vörninni hjá HK ásamt fyrirliða sínum, Leif Andra. Alex Freyr var síðan frábær hjá Fram hægra megin. Ég vil meina að skúrkarnir í leiknum hafi verið þeir sem tóku þátt í látunum í leikslok og þeir vita hverjir þeir eru. Dómararnir Dómari leiksins átti ágætis dag en það voru nokkur atvik þar sem hann hefði getað gert betur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem Kennie Chopart lá á jörðinni og hélt um hausinn en dómarinn stöðvaði samt sem áður ekki leikinn. Dómarar leiksins stóðu í ströngu í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Stemningin og umgjörð Stemningin var rosaleg í leikslok HK megin og greinilegt að stuðningsmenn liðsins halda enn í vonina að liðið haldi sér uppi. Umgjörðin er síðan alltaf til fyrirmyndar í Kórnum. Viðtöl Ómar Ingi: Ótrúlega sætur sigur Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, á hliðarlínunni í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz „Þetta er ótrúlega sætur sigur,“ byrjaði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, að segja eftir sigur liðsins í kvöld gegn Fram. „Við vissum að við þyrftum að vinnan þennan leik og þess vegna vorum við að senda Chris fram í hornum í stöðunni 1-1, við einfaldlega þurftum að finna þetta mark og við fundum það sem betur fer í lok leiks,“ hélt Ómar áfram að segja. Ómar Ingi og lærisveinar hans fara í lokaumferðina enn með vonina. „Það er auðvitað leikur þarna fyrir vestan sem við getum ekki stjórnað og við getum því ekkert verið að pæla í honum. Eina sem við getum gert er að pæla í okkur og við ætlum okkur að vinna síðasta leikinn okkar,“ endaði Ómar að segja. Rúnar Kristinsson: Betra liðið í kvöld og í allt sumar Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ekki parsáttur í leikslokVísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég meina hvað viltu að ég segi, við töpuðum þessum leik,“ byrjaði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, að segja eftir leik. „Mér fannst þetta mjög góð frammistaða og það voru allir að leggja sig fram, setja mikla vinnu í þetta og við mættum einfaldlega sem betra liðið hérna í kvöld og höfum verið það í allt sumar,“ hélt Rúnar áfram að segja. Rúnar var ekki sáttur með dómgæsluna og ákveðin atvik undir lok leiksins. „Það var sorglegt hvernig þetta endaði þegar menn misstu hausinn eftir ákveðið atvik sem skeður hérna undir lokin. Menn fóru að pirra sig á því og misstu hausinn.“ „Ég á síðan eftir að sjá hvort að þetta hafi verið aukaspyrna sem þeir fengu þegar þeir skoruðu sigurmarkið en þetta var samt sem áður lélegur varnarleikur hjá okkur og það var lélegt að verjast því ekki. HK er samt sterkt í þessu, semsagt löngum boltum fram og með stóra menn frammi, berjast um alla bolta og eru auðvitað að berjast fyrir lífi sínu.“ Rúnari fannst HK-ingar komast upp með mikið í leiknum. „Þeir komast upp með mikið í leiknum að mínu mati og dómarinn vildi ekkert vera flauta of mikið í flautuna þegar kom að HK,“ endaði svekktur Rúnar á að segja.