Halla Hrund gengin til liðs við Framsókn og tekur sæti formannsins Árni Sæberg skrifar 18. október 2024 15:15 Halla Hrund Logadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson verða í efstu tveimur sætunum á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm/Arnar Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og fráfarandi orkumálastjóri, hefur tilkynnt að hún sé gengin til liðs við Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, leggur sjálfan sig að veði og leggur til við kjörstjórn að Halla Hrund fái oddvitasætið í Suðurkjördæmi. Þetta segir í færslum þeirra Höllu Hrundar og Sigurðar Inga á Facebook. Sigurður Ingi segir að þegar horft er á skoðanakannanir eigi Framsókn á brattann að sækja. Staða flokksins í Suðurkjördæmi sé sú að enginn kjördæmakjörinn þingmaður Framsóknar næði inn á þing ef kosið væri nú. Það væri ekki aðeins slæmt fyrir flokkinn heldur er sé það einlæg trú hans að það séu hagsmunir kjördæmisins og þjóðarinnar að Framsókn eigi sterka rödd á þjóðþinginu. „Ég hef því tekið ákvörðun um að leggja til við kjörstjórn Framsóknar í Suðurkjördæmi að Halla Hrund Logadóttir, starfandi orkumálastjóri, verði í fyrsta sæti á lista Framsóknar fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember. Sjálfur býð ég mig fram í annað sæti. Með þessari tillögu legg ég sjálfan mig undir. Enda lít ég svo á að sá formaður sem ekki leggur sjálfan sig að veði fyrir flokkinn sinn sé ekki sannur leiðtogi.“ Vísar aftur í samvinnustefnuna Í færslu sinni segir Halla Hrund að hún hafi aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki, því hún hafi alltaf séð sjálfa sig fyrst og fremst sem Íslending, sem vill vinna með fólki úr öllum áttum með hagsmuni landsins að leiðarljósi. „Það er einmitt þess vegna sem ég hef ákveðið að ganga til liðs við Framsókn. Að mínu mati er hann hvorki hægri né vinstri. Ég tengi flokkinn einnig sterkt við að vera einfaldlega eins og Íslendingur sem vill vinna ötullega að fyrir landið sitt enda er Framsókn elsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann er flokkur sem leggur áherslu á samvinnu og málamiðlanir. Það skal vera nýr tónn stjórnmálanna og þannig vil ég vinna í Framsókn fyrir Ísland.“ Þetta rýmar vel við orðræðu Höllu Hrundar í aðdraganda forsetakosninganna í sumar, þar sem hún hafnaði í þriðja sæti með tæp sextán prósent atkvæða. Allt frá fyrsta viðtali í kosningabaráttunni lagði hún mikla áherslu á samvinnu. Framsóknarflokkurinn er eins og þekkt er byggður á hugmyndum um samvinnu. Auðlindamálin knýja hana áfram Halla Hrund segir að það sem knúi hana til þátttöku á sviði stjórnmálanna séu auðlindamálin. „Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum.“ Þá segir hún að hjarta hennar slái ekki síður fyrir landsbyggðina. Við megum aldrei missa sjónar af því að hin ýmsu verðmæti, fiskurinn, orkan og ferðaþjónustan, verði til víða um landið. Loks nefnir hún að hún vilji leggja áherslu á líðan og samkennd í samfélaginu, þvert á stétt, uppruna og stöðu, og húsnæðismálin. „Ég trúi á jákvæðni, drifkraft og skapandi lausnir á öllum sviðum, frá innviðum til íþrótta, menningar og lista, sem kjarna hver við erum. Slíkur metnaður á öllum sviðum lýsir sjálfstæðri þjóð í sókn sem hlúir að fólkinu sínu og gæðum landsins fyrir framtíðina. Ég vonast eftir þínum stuðningi í þá vegferð og hlakka til samstarfs við Sigurð Inga og ykkur sem flest næstu vikurnar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Þetta segir í færslum þeirra Höllu Hrundar og Sigurðar Inga á Facebook. Sigurður Ingi segir að þegar horft er á skoðanakannanir eigi Framsókn á brattann að sækja. Staða flokksins í Suðurkjördæmi sé sú að enginn kjördæmakjörinn þingmaður Framsóknar næði inn á þing ef kosið væri nú. Það væri ekki aðeins slæmt fyrir flokkinn heldur er sé það einlæg trú hans að það séu hagsmunir kjördæmisins og þjóðarinnar að Framsókn eigi sterka rödd á þjóðþinginu. „Ég hef því tekið ákvörðun um að leggja til við kjörstjórn Framsóknar í Suðurkjördæmi að Halla Hrund Logadóttir, starfandi orkumálastjóri, verði í fyrsta sæti á lista Framsóknar fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember. Sjálfur býð ég mig fram í annað sæti. Með þessari tillögu legg ég sjálfan mig undir. Enda lít ég svo á að sá formaður sem ekki leggur sjálfan sig að veði fyrir flokkinn sinn sé ekki sannur leiðtogi.“ Vísar aftur í samvinnustefnuna Í færslu sinni segir Halla Hrund að hún hafi aldrei tilheyrt stjórnmálaflokki, því hún hafi alltaf séð sjálfa sig fyrst og fremst sem Íslending, sem vill vinna með fólki úr öllum áttum með hagsmuni landsins að leiðarljósi. „Það er einmitt þess vegna sem ég hef ákveðið að ganga til liðs við Framsókn. Að mínu mati er hann hvorki hægri né vinstri. Ég tengi flokkinn einnig sterkt við að vera einfaldlega eins og Íslendingur sem vill vinna ötullega að fyrir landið sitt enda er Framsókn elsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann er flokkur sem leggur áherslu á samvinnu og málamiðlanir. Það skal vera nýr tónn stjórnmálanna og þannig vil ég vinna í Framsókn fyrir Ísland.“ Þetta rýmar vel við orðræðu Höllu Hrundar í aðdraganda forsetakosninganna í sumar, þar sem hún hafnaði í þriðja sæti með tæp sextán prósent atkvæða. Allt frá fyrsta viðtali í kosningabaráttunni lagði hún mikla áherslu á samvinnu. Framsóknarflokkurinn er eins og þekkt er byggður á hugmyndum um samvinnu. Auðlindamálin knýja hana áfram Halla Hrund segir að það sem knúi hana til þátttöku á sviði stjórnmálanna séu auðlindamálin. „Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum.“ Þá segir hún að hjarta hennar slái ekki síður fyrir landsbyggðina. Við megum aldrei missa sjónar af því að hin ýmsu verðmæti, fiskurinn, orkan og ferðaþjónustan, verði til víða um landið. Loks nefnir hún að hún vilji leggja áherslu á líðan og samkennd í samfélaginu, þvert á stétt, uppruna og stöðu, og húsnæðismálin. „Ég trúi á jákvæðni, drifkraft og skapandi lausnir á öllum sviðum, frá innviðum til íþrótta, menningar og lista, sem kjarna hver við erum. Slíkur metnaður á öllum sviðum lýsir sjálfstæðri þjóð í sókn sem hlúir að fólkinu sínu og gæðum landsins fyrir framtíðina. Ég vonast eftir þínum stuðningi í þá vegferð og hlakka til samstarfs við Sigurð Inga og ykkur sem flest næstu vikurnar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira