Óvænt og taktískt útspil Sigurðar Inga Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2024 19:16 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Ívar Fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslit gefa til kynna gríðarlega spennu en ekkert er fast í hendi, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Hún spáir því að VG eigi meira inni en kannanir gefi til kynna en Sjálfstæðismönnum gengur enn erfiðlega að afla fylgis til baka. Formaður Framsóknar setji þrýsting á kjósendur sem vilja ekki að hann falli af þingi að kjósa flokkinn. Dagurinn í dag markaði að vissu leyti endalok þeirrar atburðarásar sem hófst eftir stjórnarslit á sunnudag - og upphaf kosningabaráttunnar. Ráðherrar starfsstjórnar Bjarna Benediktssonar komu saman á sínum fyrsta fundi og fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslitin voru sömuleiðis birtar. Í könnun Maskínu mælist Samfylkingin enn þá stærst, með um 22 prósenta fylgi, en dalar örlítið frá síðustu könnunum. Miðflokkurinn er áfram næststærstur og ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Þá hífa Vinstri græn sig upp fyrir fimm prósentin en þau hafa ekki verið að mælast inni á þingi að undanförnu. Í könnun Prósents sem unnin var fyrir Morgunblaðið kveður við svipaðan tón. Samfylkingin er stærst með um 25 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur í kringum fimmtán prósentin en Vinstri græn í öllu verri málum; með um tveggja prósenta fylgi og næðu ekki manni inn. Kannanir Prósents og Maskínu.Vísir Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði segir muninn sem merkja má á könnunum tveimur að öllum líkindum skrifast á mismunandi samsetningu svarenda. „En við förum að sjá þetta á næstu tveimur þremur vikum þegar fylgið fer að fara í þau munstur sem maður sér þarna rétt fyrir kosningar en það sem maður getur líka lesið út úr þessu er að þetta er á rosalega mikilli hreyfingu. Þetta verður gríðarlega spennandi næstu vikurnar.“ Spáir því að VG eigi meira inni Þá virðist fylgið ekki að skila sér heim til Sjálfstæðisflokksins, eins og formaðurinn hafði vonast til eftir stjórnarslit. Og ljóst er að Vinstri græn eru ekki heldur í óskamálum. „En ég ætla samt sem áður að spá því að VG eigi aðeins meira inni en þetta, en eins og ég segi, ég hef aldrei unnið þessi veðmál þegar er verið að spá fyrir um úrslit kosninga,“ segir Eva. Það stefnir í það minnsta í átta til níu flokka á þingi og þriggja til fjögurra flokka ríkisstjórn. „Óteljandi möguleikar. Eða bara minnihlutastjórn með stuðningi einhvers flokks í þingi, það er líka alveg möguleiki sko,“ segir Eva. Og áfram hrannast inn framboðin. Aðstoðarmaður formanns Viðreisnar vill oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi, formaður Rafiðnaðarsambandsins vill fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík - og formaður Framsóknarflokksins víkur fyrir orkumálastjóra í Suðurkjördæmi, í taktísku útspili. „Ef þau vilja Sigurð Inga inn, vilja vera örugg með hann inni, þá verða þau að kjósa flokkinn.“ Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira
Dagurinn í dag markaði að vissu leyti endalok þeirrar atburðarásar sem hófst eftir stjórnarslit á sunnudag - og upphaf kosningabaráttunnar. Ráðherrar starfsstjórnar Bjarna Benediktssonar komu saman á sínum fyrsta fundi og fyrstu skoðanakannanir eftir stjórnarslitin voru sömuleiðis birtar. Í könnun Maskínu mælist Samfylkingin enn þá stærst, með um 22 prósenta fylgi, en dalar örlítið frá síðustu könnunum. Miðflokkurinn er áfram næststærstur og ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Þá hífa Vinstri græn sig upp fyrir fimm prósentin en þau hafa ekki verið að mælast inni á þingi að undanförnu. Í könnun Prósents sem unnin var fyrir Morgunblaðið kveður við svipaðan tón. Samfylkingin er stærst með um 25 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur í kringum fimmtán prósentin en Vinstri græn í öllu verri málum; með um tveggja prósenta fylgi og næðu ekki manni inn. Kannanir Prósents og Maskínu.Vísir Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði segir muninn sem merkja má á könnunum tveimur að öllum líkindum skrifast á mismunandi samsetningu svarenda. „En við förum að sjá þetta á næstu tveimur þremur vikum þegar fylgið fer að fara í þau munstur sem maður sér þarna rétt fyrir kosningar en það sem maður getur líka lesið út úr þessu er að þetta er á rosalega mikilli hreyfingu. Þetta verður gríðarlega spennandi næstu vikurnar.“ Spáir því að VG eigi meira inni Þá virðist fylgið ekki að skila sér heim til Sjálfstæðisflokksins, eins og formaðurinn hafði vonast til eftir stjórnarslit. Og ljóst er að Vinstri græn eru ekki heldur í óskamálum. „En ég ætla samt sem áður að spá því að VG eigi aðeins meira inni en þetta, en eins og ég segi, ég hef aldrei unnið þessi veðmál þegar er verið að spá fyrir um úrslit kosninga,“ segir Eva. Það stefnir í það minnsta í átta til níu flokka á þingi og þriggja til fjögurra flokka ríkisstjórn. „Óteljandi möguleikar. Eða bara minnihlutastjórn með stuðningi einhvers flokks í þingi, það er líka alveg möguleiki sko,“ segir Eva. Og áfram hrannast inn framboðin. Aðstoðarmaður formanns Viðreisnar vill oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi, formaður Rafiðnaðarsambandsins vill fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík - og formaður Framsóknarflokksins víkur fyrir orkumálastjóra í Suðurkjördæmi, í taktísku útspili. „Ef þau vilja Sigurð Inga inn, vilja vera örugg með hann inni, þá verða þau að kjósa flokkinn.“
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira