Fleiri þvottavélar en pólitíkusar á skjánum vikuna fyrir kosningar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. október 2024 21:20 Örn Úlfar Sævarsson er hugmyndasmiður hjá ENNEMM. Það er morgunljóst að fleiri þvottavélar á afslætti verða á skjám landsmanna vikuna fyrir kosningar en frambjóðendur. Þetta segir hugmyndasmiður á auglýsingastofu sem segir öll bestu auglýsingaplássin löngu uppbókuð. Það sem mörgum finnst það skemmtilegasta við kosningabaráttur eru íburðarmiklar auglýsingar þar sem þingmenn og aðrir sem freista þess að komast inn á þing reyna að sannfæra kjósendur um að þeir séu alþýðulegir, heiðarlegir og séu hæfir til að stýra landinu. Rúmur mánuður í kosningar og því óvíst hvort flokkarnir hafi tíma til að hlaða í áhrifamiklar auglýsingar. „Já ég held að það sé alveg tími en vandamálið er, hvar ætlaru að birta þær?“ veltir Örn Úlfar Sævarsson, Hugmyndasmiður hjá ENNEMM upp í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Bestu plássin löngu farin Tímasetningin kosninganna er nefnilega ekki sú besta upp á birtingar auglýsinga. Black Friday eða Svartur fössari er daginn fyrir kosningar með tilheyrandi auglýsingafargan og Cyber Monday tveimur dögum eftir kosningar. „Þannig öll bestu auglýsingaplássin eru löngu löngu farin.“ Hann segir nánast útilokað fyrir flokkana að fá auglýsingar birtar rétt fyrir fréttir, kappræður eða Vikuna með Gísla Marteini. Einstaka skjáauglýsingar gætu þó verið lausar og slott í dagblaði. Sú staða gæti því komið upp að nokkrum dögum fyrir kosningar, þegar sumir landsmenn vita ekkert hvað skal kjósa, verði meira framboð af upplýsingum um heimilistæki á afslætti en stefnumálum flokkana. „Það er allavegana ljóst að það verða fleiri þvottavélar í framboði vikuna fyrir kosningar í auglýsingum heldur en pólitíkusar.“ Samfélagsmiðlarnir komi sterkir inn Gamli tíminn þurfi því að mæta þeim nýja í baráttunni. Flokkarnir þurfi annars vegar að nýta samfélagsmiðla og standa gömlu góðu vaktina í anddyri verslanamiðstöðva. „Séu að dreifa blómum og öðru fyrir framan verslanir og séu svolítið duglegir, það reynir þá á þessa frambjóðendur. Og ég held að það sé stórt tækifæri að vera með eitthvað áhugavert og skemmtilegt á samfélagsmiðlum. Það munu allir flokkarnir reyna það en ekki öllum takast það.“ Alþingiskosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Það sem mörgum finnst það skemmtilegasta við kosningabaráttur eru íburðarmiklar auglýsingar þar sem þingmenn og aðrir sem freista þess að komast inn á þing reyna að sannfæra kjósendur um að þeir séu alþýðulegir, heiðarlegir og séu hæfir til að stýra landinu. Rúmur mánuður í kosningar og því óvíst hvort flokkarnir hafi tíma til að hlaða í áhrifamiklar auglýsingar. „Já ég held að það sé alveg tími en vandamálið er, hvar ætlaru að birta þær?“ veltir Örn Úlfar Sævarsson, Hugmyndasmiður hjá ENNEMM upp í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Bestu plássin löngu farin Tímasetningin kosninganna er nefnilega ekki sú besta upp á birtingar auglýsinga. Black Friday eða Svartur fössari er daginn fyrir kosningar með tilheyrandi auglýsingafargan og Cyber Monday tveimur dögum eftir kosningar. „Þannig öll bestu auglýsingaplássin eru löngu löngu farin.“ Hann segir nánast útilokað fyrir flokkana að fá auglýsingar birtar rétt fyrir fréttir, kappræður eða Vikuna með Gísla Marteini. Einstaka skjáauglýsingar gætu þó verið lausar og slott í dagblaði. Sú staða gæti því komið upp að nokkrum dögum fyrir kosningar, þegar sumir landsmenn vita ekkert hvað skal kjósa, verði meira framboð af upplýsingum um heimilistæki á afslætti en stefnumálum flokkana. „Það er allavegana ljóst að það verða fleiri þvottavélar í framboði vikuna fyrir kosningar í auglýsingum heldur en pólitíkusar.“ Samfélagsmiðlarnir komi sterkir inn Gamli tíminn þurfi því að mæta þeim nýja í baráttunni. Flokkarnir þurfi annars vegar að nýta samfélagsmiðla og standa gömlu góðu vaktina í anddyri verslanamiðstöðva. „Séu að dreifa blómum og öðru fyrir framan verslanir og séu svolítið duglegir, það reynir þá á þessa frambjóðendur. Og ég held að það sé stórt tækifæri að vera með eitthvað áhugavert og skemmtilegt á samfélagsmiðlum. Það munu allir flokkarnir reyna það en ekki öllum takast það.“
Alþingiskosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira