Dæmi um að menntaðir kennarar nái ekki endum saman Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2024 20:05 Kristín Björnsdóttir er kennari í Ingunnarskóla og formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Vísir/Einar Kennari segir suma kollega sína ekki ná endum saman og þurfi að vera í nokkrum vinnum. Þá séu fjölmargir sem hrökklist úr starfi vegna álags. Samninganefnd Kennarasambandsins hefur síðustu daga setið við kjaraborðið ásamt fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Fundað var í dag en viðræður mjakast hægt áfram. Langt er á milli deiluaðila sem funda næst á mánudagsmorgun. Verkföll í tíu skólum eru yfirvofandi, vinnustöðvun í fyrstu skólunum hefst eftir ellefu daga. Kennarasambandið hefur gefið út að það vilji jafna laun kennara og sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Mikill munur sé þar á. „Ef að við hefðum góð laun, þá myndi ekki vanta hundrað kennara til starfa á Íslandi í dag,“ segir Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Þegar fólk er að hætta að kenna, er það oft út af launum? „Já. Út af launum og álagi,“ segir Kristín. Hefur þú eitthvað heyrt um að menntaðir kennarar eigi erfitt með að ná endum saman vegna lágra launa? „Já. Ég hef heyrt af því. Og ég þekki fleiri en einn og fleiri en tvo. Fólk sem er einstætt, það þarf að vinna aukavinnu og biður oft um fasta yfirvinnu til þess að hækka launin sín. Svoleiðis er staðan. Þetta eru laun sem einstaklingur getur ekki lifað á,“ segir Kristín. Vinnuvika kennara er tæpir 43 klukkutímar og 26 þeirra eru kennsluskylda. Kristín segir vinnu kennara vera miklu meira en bara að kenna börnum námsefnið og fara yfir verkefni. „Það er að svo mörgu að huga. Undirbúningurinn okkar fer í að rýna í efni, þróa oft nýjar leiðir. Oft er það þannig að í undirbúningstímanum okkar erum við að búa til efni af því að námsefnisútgáfa á Íslandi hefur verið í algjöru lamasessi í mörg ár,“ segir Kristín. Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Samninganefnd Kennarasambandsins hefur síðustu daga setið við kjaraborðið ásamt fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Fundað var í dag en viðræður mjakast hægt áfram. Langt er á milli deiluaðila sem funda næst á mánudagsmorgun. Verkföll í tíu skólum eru yfirvofandi, vinnustöðvun í fyrstu skólunum hefst eftir ellefu daga. Kennarasambandið hefur gefið út að það vilji jafna laun kennara og sérfræðinga með sambærilega menntun á almennum markaði. Mikill munur sé þar á. „Ef að við hefðum góð laun, þá myndi ekki vanta hundrað kennara til starfa á Íslandi í dag,“ segir Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Þegar fólk er að hætta að kenna, er það oft út af launum? „Já. Út af launum og álagi,“ segir Kristín. Hefur þú eitthvað heyrt um að menntaðir kennarar eigi erfitt með að ná endum saman vegna lágra launa? „Já. Ég hef heyrt af því. Og ég þekki fleiri en einn og fleiri en tvo. Fólk sem er einstætt, það þarf að vinna aukavinnu og biður oft um fasta yfirvinnu til þess að hækka launin sín. Svoleiðis er staðan. Þetta eru laun sem einstaklingur getur ekki lifað á,“ segir Kristín. Vinnuvika kennara er tæpir 43 klukkutímar og 26 þeirra eru kennsluskylda. Kristín segir vinnu kennara vera miklu meira en bara að kenna börnum námsefnið og fara yfir verkefni. „Það er að svo mörgu að huga. Undirbúningurinn okkar fer í að rýna í efni, þróa oft nýjar leiðir. Oft er það þannig að í undirbúningstímanum okkar erum við að búa til efni af því að námsefnisútgáfa á Íslandi hefur verið í algjöru lamasessi í mörg ár,“ segir Kristín.
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira