Slátur og stuð í félagsheimilinu á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. október 2024 14:06 Viðburðurinn fer fram í félagsheimilinu á Blönduósi sunnudaginn 20. október frá klukkan 13:00 til 16:00. Allir eru velkomnir að taka þátt. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til á Blönduósi á morgun sunnudag því þá ætla íbúar staðarins og í sveitunum þar í kring að koma saman í félagsheimilinu og taka slátur. Búist er við góðri mætingu þar sem allir hjálpast að og njóta samverunnar í leiðinni. Viðburðurinn heitir „Sláturgerð og samvera“ og er á vegum Húnabyggðar. Þetta er í fyrsta skipti sem sérstakur sláturgerðadagur er haldinn á Blönduósi í félagsheimilinu og því mikil tilhlökkun fyrir deginum. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir er menningar- og tómstundafulltrúi hjá Húnabyggð. „Við fengum þessa hugmynd síðasta vor að nýta að við erum hér með flott landbúnaðarhérað og akkúrat þegar sláturtíðin er í gangi eða er að klárast að gera eitthvað í kringum það.Þetta verður þannig að við ætlum að vera með opið hús í félagsheimilinu á Blönduósi á milli klukkan 13:00 og 16:00 þar sem ég er búin að fá til liðs við mig vanar sláturgerðarkonur og þær ætla að taka á móti fólki, fólk getur komið og hrært í sína blöndu og tekið svo með sér heim í soðið,“ segir Kristín. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, sem er menningar- og tómstundafulltrúi hjá Húnabyggð og er allt í öllu varðandi sláturgerðadaginn.Aðsend Kristín lofar góðri stemmingu og ekki síður góðri samverustund í sláturgerðinni. Allir eru velkomnir að taka þátt í deginum. „Já allir velkomnir þannig að ég hvet fólk til að gera sér ferð hér í Húnabyggð um helgina,“ segir Kristín Ingibjörg, sem er allt í öllu varðandi sláturgerðadaginn á morgun og svo í næsta mánuði verður ekki síður spennandi viðburður í Húnabyggð, sem kallast „Hlátur í Húnabyggð“. Reiknað er með fjölmenni í félagsheimilið sunnudaginn 20. október.Aðsend Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Viðburðurinn heitir „Sláturgerð og samvera“ og er á vegum Húnabyggðar. Þetta er í fyrsta skipti sem sérstakur sláturgerðadagur er haldinn á Blönduósi í félagsheimilinu og því mikil tilhlökkun fyrir deginum. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir er menningar- og tómstundafulltrúi hjá Húnabyggð. „Við fengum þessa hugmynd síðasta vor að nýta að við erum hér með flott landbúnaðarhérað og akkúrat þegar sláturtíðin er í gangi eða er að klárast að gera eitthvað í kringum það.Þetta verður þannig að við ætlum að vera með opið hús í félagsheimilinu á Blönduósi á milli klukkan 13:00 og 16:00 þar sem ég er búin að fá til liðs við mig vanar sláturgerðarkonur og þær ætla að taka á móti fólki, fólk getur komið og hrært í sína blöndu og tekið svo með sér heim í soðið,“ segir Kristín. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, sem er menningar- og tómstundafulltrúi hjá Húnabyggð og er allt í öllu varðandi sláturgerðadaginn.Aðsend Kristín lofar góðri stemmingu og ekki síður góðri samverustund í sláturgerðinni. Allir eru velkomnir að taka þátt í deginum. „Já allir velkomnir þannig að ég hvet fólk til að gera sér ferð hér í Húnabyggð um helgina,“ segir Kristín Ingibjörg, sem er allt í öllu varðandi sláturgerðadaginn á morgun og svo í næsta mánuði verður ekki síður spennandi viðburður í Húnabyggð, sem kallast „Hlátur í Húnabyggð“. Reiknað er með fjölmenni í félagsheimilið sunnudaginn 20. október.Aðsend
Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira