Messi kom inn á í hálfleik og skoraði þrennu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2024 09:32 Lionel Messi fagnar einu marka sinna ásamt Jordi Alba. Messi skoraði þrennu á aðeins ellefu mínútum. Getty/Carmen Mandato Lionel Messi er nýkominn heim úr landsliðsverkefni þar sem hann skoraði þrennu og byrjaði því á bekknum í bandaríska fótboltanum í nótt. Hann kom hins vegar inn á í hálfleik og skoraði í þrennu í 6-2 sigri Inter Miami á New England Revolution. Með þessum sigri þá sló Inter Miami stigametið í bandarísku deildinni en þetta var lokaleikur deildarkeppninnar. Miami menn enduðu með 74 stig í 34 leikjum en New England Revolution átti einmitt stigametið áður sem voru 73 stig frá árinu 2021. Messi og félagar unnu 22 af 34 leikjum sínum og töpuðu aðeins fjórum leikjum en átta af leikjunum enduðu með jafntefli. 2️⃣ GOALS IN 3️⃣ MINUTES FOR MESSI ✨ pic.twitter.com/t8yqu8FLBP— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) October 19, 2024 Án Messi þá lenti Inter Miami tveimur mörkum undir á móti New England Revolution í leiknum í nótt. Mörkin komu á 2. og 34. mínútu. Luis Suárez var hins vegar búinn að jafna metin fyrir hálfleik. Messi kom síðan inn í hálfleik og eftir aðeins eina mínútu var hann búinn að leggja upp mark ásamt Jordi Alba en Benjamin Cremaschi skoraði það mark. Messi skoraði síðan þrennu á aðeins ellefu mínútum frá 78. mínútu til 89. mínútu. Suárez átti stoðsendinguna í tveimur markanna og Alba í einu. No caption needed 🔟🐐 pic.twitter.com/J0kgXx5rkA— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) October 20, 2024 Messi endaði deildarkeppnina með tuttugu mörk og sautján stoðsendingar í aðeins nítján leikjum. Hann missti af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Messi varð engu að síður næstmarkahæstur í deildarkeppninni ásamt þeim Suárez og Denis Bouanga hjá Los Angeles en allir skoruðu þeir tuttugu mörk. Markahæstur var Christian Benteke hjá DC United með 23 mörk. Messi varð einnig þriðji í stoðsendingum. Dagur Dan Þórhallsson spilaði fyrstu áttatíu mínúturnar þegar Orlando City tapaði 2-1 á heimavelli á móti Atlanta United. Orlando City endaði í fjórða sæti Austurdeildarinnar, 22 stigum á eftir toppliði Inter Miami. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Með þessum sigri þá sló Inter Miami stigametið í bandarísku deildinni en þetta var lokaleikur deildarkeppninnar. Miami menn enduðu með 74 stig í 34 leikjum en New England Revolution átti einmitt stigametið áður sem voru 73 stig frá árinu 2021. Messi og félagar unnu 22 af 34 leikjum sínum og töpuðu aðeins fjórum leikjum en átta af leikjunum enduðu með jafntefli. 2️⃣ GOALS IN 3️⃣ MINUTES FOR MESSI ✨ pic.twitter.com/t8yqu8FLBP— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) October 19, 2024 Án Messi þá lenti Inter Miami tveimur mörkum undir á móti New England Revolution í leiknum í nótt. Mörkin komu á 2. og 34. mínútu. Luis Suárez var hins vegar búinn að jafna metin fyrir hálfleik. Messi kom síðan inn í hálfleik og eftir aðeins eina mínútu var hann búinn að leggja upp mark ásamt Jordi Alba en Benjamin Cremaschi skoraði það mark. Messi skoraði síðan þrennu á aðeins ellefu mínútum frá 78. mínútu til 89. mínútu. Suárez átti stoðsendinguna í tveimur markanna og Alba í einu. No caption needed 🔟🐐 pic.twitter.com/J0kgXx5rkA— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) October 20, 2024 Messi endaði deildarkeppnina með tuttugu mörk og sautján stoðsendingar í aðeins nítján leikjum. Hann missti af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Messi varð engu að síður næstmarkahæstur í deildarkeppninni ásamt þeim Suárez og Denis Bouanga hjá Los Angeles en allir skoruðu þeir tuttugu mörk. Markahæstur var Christian Benteke hjá DC United með 23 mörk. Messi varð einnig þriðji í stoðsendingum. Dagur Dan Þórhallsson spilaði fyrstu áttatíu mínúturnar þegar Orlando City tapaði 2-1 á heimavelli á móti Atlanta United. Orlando City endaði í fjórða sæti Austurdeildarinnar, 22 stigum á eftir toppliði Inter Miami.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira