„Hefði kannski verið heppilegra að allt væri komið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 16:21 Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir að ugglaust hefði kannski verið heppilegra ef það væru komin skilti fyrir utan Grindavík en ekki bara inni í bænum. Vísir/Vilhelm Formaður Grindavíkurnefndar segir nefndina hafa lagt áherslu á að setja upp aðvörunarskilti inni í bænum. Hann tekur ekki nema að litlu leyti undir gagnrýni lögreglustjóra um skort á upplýsingagjöf en ugglaust hefði verið heppilegra að komin væru skilti fyrir utan bæinn. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í morgun að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara til Grindavíkur eftir opnun bæjarins sé lítil sem engin. Gagnrýndi hann þar störf Grindavíkurnefndar og vonaði að bætt yrði úr málinu hratt og örugglega. Fréttastofa ræddi við Árna Þór Sigurðsson, formann Grindavíkurnefndar, um gagnrýni lögreglustjórans og stöðuna á skiltum í og við bæinn. Töldu mikilvægast að byrja á skiltum inni í bænum Hverju svarar þú gagnrýni lögreglustjóra um upplýsingagjöf sem vanti að hans mati? „Nú er það þannig að við höfum átt í mjög góðu og samfelldu samtali við lögreglustjórann á Suðurnesjum og hans fólk um þessa opnun Grindavíkur og hvaða ráðstafanir þarf að gera í því sambandi. Við höfum forgangsraðað skiltagerðinni eða uppsetningu skilta þannig að við töldum mikilvægast að byrja á því að setja upp viðvörunar- aðvörunarskilti og leiðbeiningarskilti inni í bænum sem benda á þau svæði sem eru lokuð og hættuleg og benda á flóttaleiðir. Við höfum verið að einbeita okkur að því. Síðan eru skilti sem Vegagerðin er að vinna í því að setja upp og verða vonandi komin upp á morgun, hinn eða í þessari viku við innakstur í bæinn þar sem er bent á að Grindavík sé hættusvæði. Skilti sem verða bæði á íslensku og ensku. Við höfum allan tímann sagt að við viljum gjarnan fá ábendingar frá viðbragðsaðilum, þar með talið lögreglunni, um atriði sem má betrumbæta. Þannig að við tökum að sjálfsögðu við þessum ábendingum lögregustjórans og reynum að gera þetta eins vel og við getum. Síðan eru fleiri upplýsingaskilti í framleiðslu sem munu koma upp á næstunni,“ sagði Árni Þór. Hafi komið sjónarmiðum lögreglu á framfæri En geturðu að einhverju leyti tekið undir með lögreglustjóranum að það hefði verið heppilegra að það væru komin upp aðvörunarskilti við bæinn? Hefði ekki verið heppilegra að skiltin sem koma í vikunni hefðu verið komin áður en bærinn opnaði? „Nú er það reyndar þannig að á samráðsfundi með lögreglustjóra var hann með ábendingu sérstaklega um að það þyrfti að vara ferðamenn við því að vera að fara inn í bæinn yfirleitt. Það voru ábendingar sem við tókum alvarlega og settum inn í okkar fréttatillkynningu sem fór út í gær. Það væru tveir hópar sem við teldum að væri mikil áhætta gagnvart og það voru börn og ferðafólk. Þannig við komum sjónarmiðum lögreglustjórans skýrt á framfæri í okkar málflutningi. Eins og ég segi ákváðum við að forgangsraða skiltagerðinni með þessum hætti. Við töldum mikilvægast að koma þessum skiltum inn í bæinn og það er góður gangur í hinu. Ugglaust má segja að það hefði kannski verið heppilegra að allt væri komið fyrirfram en við vissum alveg að við myndum þurfa að þróa þessi mál áfram, betrumbæta hluti og taka við ábendingum.“ Orðalag blaðamanna óheppilegt Þú tekur ekkert undir þessa gagnrýni? „Ég veit ekki hvort ég á að hafa einhver orð um það. Ég sá í fyrirsögn hjá ykkur að lögreglustjórinn væri að skjóta á Grindavíkurnefnd. Mér finnst það aðeins óheppilegt orðalag þegar lögreglan á í hlut. Eins og ég segi held ég að þetta sé í góðum farvegi. Það hefur vissulega verið aukning á fólki sem er að koma til bæjarins en það hefur ekkert komið upp á sem við þurfum að hafa áhyggjur af í þessu sambandi, að minnsta kosti ekki enn sem komið er.“ Er mikill kostnaður sem fylgir þessu? „Það er nú ekki stórvægilegur kostnaður sem fylgir nákvæmlega þessu en auðvitað kostar framleiðsla á skiltum eitthvað. Það eru ekki stórvægilegar upphæðir í heildarsamhenginu þegar við horfum á kostnað samfélagsins vegna hamfaranna í Grindavík.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í morgun að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara til Grindavíkur eftir opnun bæjarins sé lítil sem engin. Gagnrýndi hann þar störf Grindavíkurnefndar og vonaði að bætt yrði úr málinu hratt og örugglega. Fréttastofa ræddi við Árna Þór Sigurðsson, formann Grindavíkurnefndar, um gagnrýni lögreglustjórans og stöðuna á skiltum í og við bæinn. Töldu mikilvægast að byrja á skiltum inni í bænum Hverju svarar þú gagnrýni lögreglustjóra um upplýsingagjöf sem vanti að hans mati? „Nú er það þannig að við höfum átt í mjög góðu og samfelldu samtali við lögreglustjórann á Suðurnesjum og hans fólk um þessa opnun Grindavíkur og hvaða ráðstafanir þarf að gera í því sambandi. Við höfum forgangsraðað skiltagerðinni eða uppsetningu skilta þannig að við töldum mikilvægast að byrja á því að setja upp viðvörunar- aðvörunarskilti og leiðbeiningarskilti inni í bænum sem benda á þau svæði sem eru lokuð og hættuleg og benda á flóttaleiðir. Við höfum verið að einbeita okkur að því. Síðan eru skilti sem Vegagerðin er að vinna í því að setja upp og verða vonandi komin upp á morgun, hinn eða í þessari viku við innakstur í bæinn þar sem er bent á að Grindavík sé hættusvæði. Skilti sem verða bæði á íslensku og ensku. Við höfum allan tímann sagt að við viljum gjarnan fá ábendingar frá viðbragðsaðilum, þar með talið lögreglunni, um atriði sem má betrumbæta. Þannig að við tökum að sjálfsögðu við þessum ábendingum lögregustjórans og reynum að gera þetta eins vel og við getum. Síðan eru fleiri upplýsingaskilti í framleiðslu sem munu koma upp á næstunni,“ sagði Árni Þór. Hafi komið sjónarmiðum lögreglu á framfæri En geturðu að einhverju leyti tekið undir með lögreglustjóranum að það hefði verið heppilegra að það væru komin upp aðvörunarskilti við bæinn? Hefði ekki verið heppilegra að skiltin sem koma í vikunni hefðu verið komin áður en bærinn opnaði? „Nú er það reyndar þannig að á samráðsfundi með lögreglustjóra var hann með ábendingu sérstaklega um að það þyrfti að vara ferðamenn við því að vera að fara inn í bæinn yfirleitt. Það voru ábendingar sem við tókum alvarlega og settum inn í okkar fréttatillkynningu sem fór út í gær. Það væru tveir hópar sem við teldum að væri mikil áhætta gagnvart og það voru börn og ferðafólk. Þannig við komum sjónarmiðum lögreglustjórans skýrt á framfæri í okkar málflutningi. Eins og ég segi ákváðum við að forgangsraða skiltagerðinni með þessum hætti. Við töldum mikilvægast að koma þessum skiltum inn í bæinn og það er góður gangur í hinu. Ugglaust má segja að það hefði kannski verið heppilegra að allt væri komið fyrirfram en við vissum alveg að við myndum þurfa að þróa þessi mál áfram, betrumbæta hluti og taka við ábendingum.“ Orðalag blaðamanna óheppilegt Þú tekur ekkert undir þessa gagnrýni? „Ég veit ekki hvort ég á að hafa einhver orð um það. Ég sá í fyrirsögn hjá ykkur að lögreglustjórinn væri að skjóta á Grindavíkurnefnd. Mér finnst það aðeins óheppilegt orðalag þegar lögreglan á í hlut. Eins og ég segi held ég að þetta sé í góðum farvegi. Það hefur vissulega verið aukning á fólki sem er að koma til bæjarins en það hefur ekkert komið upp á sem við þurfum að hafa áhyggjur af í þessu sambandi, að minnsta kosti ekki enn sem komið er.“ Er mikill kostnaður sem fylgir þessu? „Það er nú ekki stórvægilegur kostnaður sem fylgir nákvæmlega þessu en auðvitað kostar framleiðsla á skiltum eitthvað. Það eru ekki stórvægilegar upphæðir í heildarsamhenginu þegar við horfum á kostnað samfélagsins vegna hamfaranna í Grindavík.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira