Grindavík eins og „Tsjernobyl án kommúnisma“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. október 2024 20:00 Bradley Peterson og Corey Bartlett, ferðamenn frá Minnesota-ríki í Bandaríkjunum. Vísir/Einar Grindavíkurbær var opnaður fyrir almenningi klukkan sex í morgun. Bandarískir ferðamenn líkja bænum við Tsjernobyl án kommúnisma en formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur viðurkennir að mistök hafi verið gerð við vinnslu bæklings með mikilvægum upplýsingum um öryggisatriði. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar en tók þó fram að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin. „Upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er auðvitað eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Skortur á skiltum kom þeim á óvart Þó nokkrir lögðu leið sína í bæinn í dag en bandarískir ferðamenn sögðu að þeir hafi verið hvattir til að heimsækja Grindavík af starfsmönnum Bláa lónsins og fararstjóra í Reykjavík. Þeir Bradley Peterson og Corey Bartlett, ferðamenn frá Minnesota-ríki í Bandaríkjunum, tóku undir orð Úlfars og sögðu skort á upplýsingum koma sér á óvart. „Okkur var sagt að Grindavík væri opin í dag og að við ættum að keyra um bæinn og skoða hann,“ sagði Bartlett. „Það kom mér meira á óvart að við mættum keyra þarna í gegn án nokkurra viðvarana eða skilta um að hætta væri kannski á ferðum,“ bætti Peterson við. Sorglegt að bærinn sé orðinn að draugabæ Bartlett tók þá fram að honum finnist það sorglegt að sjá jafn flott bæjarfélag og Grindavík breytast í draugabæ. Peterson sagði það vera óhugnanlegt. „Þegar við ókum inn í bæinn ræddum við um að þetta líktist Tsjernobyl. Hræðilegir atburðir áttu sér stað og svo hurfu allir,“ sagði Bartlett. „Já, Tsjernobyl án kommúnisma“ bætti Peterson kíminn við. Skilti væntanleg Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, sagði að skilti við bæinn væru væntanleg og tók fram að skiltum við hættulegustu svæðin inn í bænum hafi verið forgangsraðað og komin upp. „Síðan er Vegagerðin að undirbúa að setja upp skilti inn í bæinn sem gefa til kynna bæði á íslensku og ensku að þetta sé hættusvæði. Þar fyrir utan erum við síðan með í vinnslu sérstök upplýsingaskilti sem við setjum upp fljótlega.“ Texti sem á ekki við rök að styðjast Nefndin gaf út bækling með öryggisatriðum á föstudaginn í tilefni þess að bærinn væri opnaður. Þar er tekið fram að líkur á gosi nærri bænum hafi minnkað umtalsvert á síðustu mánuðum. Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands sagði þessa staðhæfingu koma honum á óvart. Þá er einnig tekið fram að drónar séu bannaðir á svæðinu sem að lögreglustjórinn á Suðurnesjum staðfesti að sé ekki rétt. „Það er þarna texti sem hefur farið inn sem á ekki við rök að styðjast, það verður lagað og verður tekið út úr þessum texta.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar en tók þó fram að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin. „Upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er auðvitað eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Skortur á skiltum kom þeim á óvart Þó nokkrir lögðu leið sína í bæinn í dag en bandarískir ferðamenn sögðu að þeir hafi verið hvattir til að heimsækja Grindavík af starfsmönnum Bláa lónsins og fararstjóra í Reykjavík. Þeir Bradley Peterson og Corey Bartlett, ferðamenn frá Minnesota-ríki í Bandaríkjunum, tóku undir orð Úlfars og sögðu skort á upplýsingum koma sér á óvart. „Okkur var sagt að Grindavík væri opin í dag og að við ættum að keyra um bæinn og skoða hann,“ sagði Bartlett. „Það kom mér meira á óvart að við mættum keyra þarna í gegn án nokkurra viðvarana eða skilta um að hætta væri kannski á ferðum,“ bætti Peterson við. Sorglegt að bærinn sé orðinn að draugabæ Bartlett tók þá fram að honum finnist það sorglegt að sjá jafn flott bæjarfélag og Grindavík breytast í draugabæ. Peterson sagði það vera óhugnanlegt. „Þegar við ókum inn í bæinn ræddum við um að þetta líktist Tsjernobyl. Hræðilegir atburðir áttu sér stað og svo hurfu allir,“ sagði Bartlett. „Já, Tsjernobyl án kommúnisma“ bætti Peterson kíminn við. Skilti væntanleg Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, sagði að skilti við bæinn væru væntanleg og tók fram að skiltum við hættulegustu svæðin inn í bænum hafi verið forgangsraðað og komin upp. „Síðan er Vegagerðin að undirbúa að setja upp skilti inn í bæinn sem gefa til kynna bæði á íslensku og ensku að þetta sé hættusvæði. Þar fyrir utan erum við síðan með í vinnslu sérstök upplýsingaskilti sem við setjum upp fljótlega.“ Texti sem á ekki við rök að styðjast Nefndin gaf út bækling með öryggisatriðum á föstudaginn í tilefni þess að bærinn væri opnaður. Þar er tekið fram að líkur á gosi nærri bænum hafi minnkað umtalsvert á síðustu mánuðum. Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands sagði þessa staðhæfingu koma honum á óvart. Þá er einnig tekið fram að drónar séu bannaðir á svæðinu sem að lögreglustjórinn á Suðurnesjum staðfesti að sé ekki rétt. „Það er þarna texti sem hefur farið inn sem á ekki við rök að styðjast, það verður lagað og verður tekið út úr þessum texta.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira