Tvöfölduðu launin á fjórum árum Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 17:32 Vipers frá Kristiansand unnu Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð. EPA-EFE/Tibor Illyes Það er líklega engin tilviljun að norska handknattleiksfélagið Vipers frá Kristiansand hafi rambað á barmi gjaldþrots. Þetta stórveldi í handbolta kvenna hefur á síðustu fjórum árum tvöfaldað launakostnað vegna leikmanna. Frá þessu greinir norski miðillinn VG sem kafað hefur ofan í fjármál handknattleiksfélagsins. Á meðal þess sem mesta athygli vekur er launakostnaðurinn. Á sunnudag var greint frá því að Vipers væri á leið í gjaldþrot og að allir leikmenn félagsins yrðu samningslausir, en á síðustu stundu virðist hafa tekist að afstýra því. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Þessum aukna launakostnaði fylgdi aukinn árangur og Vipers unnu Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, árin 2021-23. Liðið féll hins vegar úr keppni í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð og gengur ekkert sérstaklega í ár – er í 5. sæti af átta liðum í B-riðli. „Getum ekki haldið áfram svona“ Peter Gitmark, stjórnarformaður hjá Vipers, var beðinn að útskýra þetta rosalega stökk í launum. „Laun í Evrópu hafa hækkað verulega á þessum tíma. Á sama tíma hefur Vipers orðið alþjóðlegra lið með leikmenn sem gætu farið í mörg önnur félög. Við höfum spjarað okkur býsna vel í þessari stöðu. Við höfum ekki bara boðið upp á samkeppnishæf laun heldur einnig aðra þætti sem leikmenn kunna að meta. En svo höfum við ekki náð að stýra fjárhagnum eins og við ættum að gera. Við verðum sem félag að taka sjálfsgagnrýni vegna þess. Við getum ekki haldið áfram að reka félagið svona,“ sagði Gitmark. Gitmark segir að ekki verði hægt að lækka laun leikmanna fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Frá þessu greinir norski miðillinn VG sem kafað hefur ofan í fjármál handknattleiksfélagsins. Á meðal þess sem mesta athygli vekur er launakostnaðurinn. Á sunnudag var greint frá því að Vipers væri á leið í gjaldþrot og að allir leikmenn félagsins yrðu samningslausir, en á síðustu stundu virðist hafa tekist að afstýra því. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Þessum aukna launakostnaði fylgdi aukinn árangur og Vipers unnu Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, árin 2021-23. Liðið féll hins vegar úr keppni í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð og gengur ekkert sérstaklega í ár – er í 5. sæti af átta liðum í B-riðli. „Getum ekki haldið áfram svona“ Peter Gitmark, stjórnarformaður hjá Vipers, var beðinn að útskýra þetta rosalega stökk í launum. „Laun í Evrópu hafa hækkað verulega á þessum tíma. Á sama tíma hefur Vipers orðið alþjóðlegra lið með leikmenn sem gætu farið í mörg önnur félög. Við höfum spjarað okkur býsna vel í þessari stöðu. Við höfum ekki bara boðið upp á samkeppnishæf laun heldur einnig aðra þætti sem leikmenn kunna að meta. En svo höfum við ekki náð að stýra fjárhagnum eins og við ættum að gera. Við verðum sem félag að taka sjálfsgagnrýni vegna þess. Við getum ekki haldið áfram að reka félagið svona,“ sagði Gitmark. Gitmark segir að ekki verði hægt að lækka laun leikmanna fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira