Tekur synjun um dvalarleyfi af æðruleysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2024 06:01 Gandi El Halabi er kominn til heimalandsins Sýrlands eftir að hafa fengið neitun við beiðni um dvalarleyfi hér á landi. Sýrlendingur sem nýlega var sendur til síns heima eftir synjun um dvalarleyfi vonast til að koma aftur til Íslands einn daginn. Hann varð á augnabliki vaktstjóri hjá Te & kaffi og segist um fram allt vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Gandi El Halabi var á dögunum sendur frá Íslandi til Sýrlands þrátt fyrir að öll fjölskylda hans búi hér og að hann sjálfur hafi unnið og borgað hér skatta síðustu tvö ár. Gandi er til viðtals í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann segist aldrei hafa viljað þiggja ölmusu frá íslenska ríkinu. Hann elski landið og fólkið hér og vilji ekkert frekar en að fá að búa hér og leggja sitt til samfélagsins. „Það var ákveðið áfall að fá synjun um dvalarleyfi, enda bjóst ég við því að fjölskyldan mín fengi að vera saman hér á Íslandi. Ég hafði fengið þær upplýsingar úr kerfinu að ef ég færi úr landi og kæmi svo aftur til að sækja um myndi ég fá að vera hér. En þær upplýsingar reyndust kolrangar og það er auðvitað mjög svekkjandi. Tímabilið eftir að ég fékk að vita þetta hefur tekið á, sérstaklega á mömmu mína og fjölskylduna. Mamma er búin að gráta mikið, en ég sjálfur er ýmsu vanur og hef gengið í gegnum þannig hluti að ég hef þurft að finna æðruleysi og innri frið, sama hvað gengur á. Tilhugsunin um að yfirgefa Ísland að eilífu er auðvitað mjög sár, enda er fjölskyldan mín hér, en að sama skapi verður maður að lifa lífinu af æðruleysi og alltaf gera sitt besta með stöðuna eins og hún er,“ segir Gandi. Getur átt fína daga í Sýrlandi Hann er ríkisborgari tveggja landa í mikilli upplausn, Sýrlands og Venesúela. Honum var vísað úr landi eftir að hafa reynt þær leiðir sem færar eru til að dvelja hér á landi. Foreldrar hans og eldri systir ýmist starfa hér á landi eða eru við nám. Gandi segir ekki spennandi að fara aftur til Sýrlands, enda sé ástandið þar verulega óstöðugt og slæmt eftir borgarastyrjöldina þar. „Þú getur átt fína daga í Sýrlandi, en óstöðugleikinn er gríðarlegur og átökin mikil, þannig að þú veist aldrei hvenær eitthvað hræðilegt gerist. Ég hef upplifað hluti sem er erfitt fyrir mig að tala um og hafa mótað mig fyrir lífstíð. Ég gekk í gegnum mikið þunglyndi eftir að hafa ítrekað upplifað nálægt við dauðann í heimalandinu mínu. Ég man til að mynda eftir einu skipti þegar ég var í háskólanáminu mínu og við höfðum komið okkur fyrir í almenningsgarði á fallegum degi og allt virtist í lagi. Ég og einn annar vinur minn brugðum okkur aðeins frá hinum sem voru með okkur, en sjáum svo allt í einu flugvél birtast fyrir ofan okkur. Áður en við vissum var búið að senda sprengju í almenningsgarðinn sem við vorum í þarna rétt áður af því að yfirvöld töldu að það væri einhver mótmæli í gangi. Þegar við komum til baka var allt í rúst og það sem ég sá er eitthvað sem ég hef reynt að gleyma alla daga síðan. Ég sá beinagrind vinar míns hangandi í tré og aðra hluti sem enginn ætti að sjá. Ég hef þurft að vinna mikið í því að komast yfir þetta atvik,“ segir Gandi. Samkenndin tengi fólk á þessari jörð Hann fellir í viðtalinu tár þegar hann talar um þetta atvik en segir það fyrst og fremst hafa kennt sér að við eigum að gera okkar besta til að vera góðar manneskjur alla daga. „Þegar maður hefur horft upp á svona hryllilega hluti áttar maður sig enn betur á mikilvægi þess að koma alltaf vel fram við náungann og horfa á allt mannkynið sem eina fjölskyldu. Ég reyni að gera mitt besta alla daga til að hafa það í heiðri að hjálpa fólki sem er í erfiðum aðstæðum og glímir við erfiða hluti. Samkenndin er það sem tengir okkur á þessari jörð.“ Foreldrar hans hafa komið sér fyrir á Íslandi. Móðir hans starfar á leikskóla og systir hans stundar nám í menntaskóla. Fjölskyldan tilheyrir þjóðflokki drúsa í Sýrlandi, sem eru hvorki kristnir né múslimar. Gandi er menntaður arkitekt, en á meðan mál hans velktist um í kerfinu var hann harðákveðinn í því að neita að þiggja ölmusu frá íslenskum yfirvöldum. Hann var aðeins búinn að vera hér í skamma stund þegar hann fékk vinnu í Te & Kaffi og var fljótlega gerður að vaktstjóra þar. Alltaf elskað að vinna „Ég hef alltaf verið duglegur og elskað að vinna og er líklega mjög ofvirkur. Ég er ekki kominn hér í þetta viðtal til þess að láta fólk vorkenna mér eða kvarta. En ég á erfitt með að skilja af hverju kerfið segir bara nei, alveg sama þó að ég vilji borga hér skatta, vinna mína vinnu og aðlagast samfélaginu. Öll fjölskyldan mín er líka hér og auðvitað finnst okkur sárt og ómannúðlegt að fá ekki að vara saman. Fjölskyldan mín er í miklu uppnámi, enda getur liðið mjög langur tími þar til við hittumst aftur og þau vita að ég er að fara í mjög ótryggar og slæmar aðstæður. Ég er sannfærður um að kraftar mínir myndu nýtast vel hér á landi. Ég er háskólamenntaður, tala góða ensku, arabísku og spænsku.Ég hef fundið fullt af störfum í veitinga- og ferðaþjónustugeiranum, þar sem er mikill skortur af starfskröftum, en mátti ekki vinna út af dvalarleyfissynjuninni,“ segir Gandi. Hann tekur því sem framundan er af æðruleysi. „Ég hef sjálfur séð og upplifað það margt í lífinu að ég tel mig þola ýmislegt og veit að maður styrkist af öllu því erfiða sem maður fer í gegnum í lífinu. En ég vona innilega að ég fái einn daginn að koma aftur til Íslands, af því að ég elska þetta land, fólkið hér og veit að ég get lagt mitt af mörkum til samfélagsins.“ Hælisleitendur Sýrland Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Gandi El Halabi var á dögunum sendur frá Íslandi til Sýrlands þrátt fyrir að öll fjölskylda hans búi hér og að hann sjálfur hafi unnið og borgað hér skatta síðustu tvö ár. Gandi er til viðtals í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann segist aldrei hafa viljað þiggja ölmusu frá íslenska ríkinu. Hann elski landið og fólkið hér og vilji ekkert frekar en að fá að búa hér og leggja sitt til samfélagsins. „Það var ákveðið áfall að fá synjun um dvalarleyfi, enda bjóst ég við því að fjölskyldan mín fengi að vera saman hér á Íslandi. Ég hafði fengið þær upplýsingar úr kerfinu að ef ég færi úr landi og kæmi svo aftur til að sækja um myndi ég fá að vera hér. En þær upplýsingar reyndust kolrangar og það er auðvitað mjög svekkjandi. Tímabilið eftir að ég fékk að vita þetta hefur tekið á, sérstaklega á mömmu mína og fjölskylduna. Mamma er búin að gráta mikið, en ég sjálfur er ýmsu vanur og hef gengið í gegnum þannig hluti að ég hef þurft að finna æðruleysi og innri frið, sama hvað gengur á. Tilhugsunin um að yfirgefa Ísland að eilífu er auðvitað mjög sár, enda er fjölskyldan mín hér, en að sama skapi verður maður að lifa lífinu af æðruleysi og alltaf gera sitt besta með stöðuna eins og hún er,“ segir Gandi. Getur átt fína daga í Sýrlandi Hann er ríkisborgari tveggja landa í mikilli upplausn, Sýrlands og Venesúela. Honum var vísað úr landi eftir að hafa reynt þær leiðir sem færar eru til að dvelja hér á landi. Foreldrar hans og eldri systir ýmist starfa hér á landi eða eru við nám. Gandi segir ekki spennandi að fara aftur til Sýrlands, enda sé ástandið þar verulega óstöðugt og slæmt eftir borgarastyrjöldina þar. „Þú getur átt fína daga í Sýrlandi, en óstöðugleikinn er gríðarlegur og átökin mikil, þannig að þú veist aldrei hvenær eitthvað hræðilegt gerist. Ég hef upplifað hluti sem er erfitt fyrir mig að tala um og hafa mótað mig fyrir lífstíð. Ég gekk í gegnum mikið þunglyndi eftir að hafa ítrekað upplifað nálægt við dauðann í heimalandinu mínu. Ég man til að mynda eftir einu skipti þegar ég var í háskólanáminu mínu og við höfðum komið okkur fyrir í almenningsgarði á fallegum degi og allt virtist í lagi. Ég og einn annar vinur minn brugðum okkur aðeins frá hinum sem voru með okkur, en sjáum svo allt í einu flugvél birtast fyrir ofan okkur. Áður en við vissum var búið að senda sprengju í almenningsgarðinn sem við vorum í þarna rétt áður af því að yfirvöld töldu að það væri einhver mótmæli í gangi. Þegar við komum til baka var allt í rúst og það sem ég sá er eitthvað sem ég hef reynt að gleyma alla daga síðan. Ég sá beinagrind vinar míns hangandi í tré og aðra hluti sem enginn ætti að sjá. Ég hef þurft að vinna mikið í því að komast yfir þetta atvik,“ segir Gandi. Samkenndin tengi fólk á þessari jörð Hann fellir í viðtalinu tár þegar hann talar um þetta atvik en segir það fyrst og fremst hafa kennt sér að við eigum að gera okkar besta til að vera góðar manneskjur alla daga. „Þegar maður hefur horft upp á svona hryllilega hluti áttar maður sig enn betur á mikilvægi þess að koma alltaf vel fram við náungann og horfa á allt mannkynið sem eina fjölskyldu. Ég reyni að gera mitt besta alla daga til að hafa það í heiðri að hjálpa fólki sem er í erfiðum aðstæðum og glímir við erfiða hluti. Samkenndin er það sem tengir okkur á þessari jörð.“ Foreldrar hans hafa komið sér fyrir á Íslandi. Móðir hans starfar á leikskóla og systir hans stundar nám í menntaskóla. Fjölskyldan tilheyrir þjóðflokki drúsa í Sýrlandi, sem eru hvorki kristnir né múslimar. Gandi er menntaður arkitekt, en á meðan mál hans velktist um í kerfinu var hann harðákveðinn í því að neita að þiggja ölmusu frá íslenskum yfirvöldum. Hann var aðeins búinn að vera hér í skamma stund þegar hann fékk vinnu í Te & Kaffi og var fljótlega gerður að vaktstjóra þar. Alltaf elskað að vinna „Ég hef alltaf verið duglegur og elskað að vinna og er líklega mjög ofvirkur. Ég er ekki kominn hér í þetta viðtal til þess að láta fólk vorkenna mér eða kvarta. En ég á erfitt með að skilja af hverju kerfið segir bara nei, alveg sama þó að ég vilji borga hér skatta, vinna mína vinnu og aðlagast samfélaginu. Öll fjölskyldan mín er líka hér og auðvitað finnst okkur sárt og ómannúðlegt að fá ekki að vara saman. Fjölskyldan mín er í miklu uppnámi, enda getur liðið mjög langur tími þar til við hittumst aftur og þau vita að ég er að fara í mjög ótryggar og slæmar aðstæður. Ég er sannfærður um að kraftar mínir myndu nýtast vel hér á landi. Ég er háskólamenntaður, tala góða ensku, arabísku og spænsku.Ég hef fundið fullt af störfum í veitinga- og ferðaþjónustugeiranum, þar sem er mikill skortur af starfskröftum, en mátti ekki vinna út af dvalarleyfissynjuninni,“ segir Gandi. Hann tekur því sem framundan er af æðruleysi. „Ég hef sjálfur séð og upplifað það margt í lífinu að ég tel mig þola ýmislegt og veit að maður styrkist af öllu því erfiða sem maður fer í gegnum í lífinu. En ég vona innilega að ég fái einn daginn að koma aftur til Íslands, af því að ég elska þetta land, fólkið hér og veit að ég get lagt mitt af mörkum til samfélagsins.“
Hælisleitendur Sýrland Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira