Morðrannsókn hafin í dularfullu máli átta ára drengs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 22:43 Ekkert hefur spurst til hans frá því um vorið 2022 en aðeins var tilkynnt um hvarf hans í ágúst á þessu ári. Lögreglan á Írlandi Forsætisráðherra Írlands tjáir sig um dularfullt mál átta ára drengs sem gæti hafa verið týndur í allt að tvö ár þrátt fyrir að aðeins hafi verið tilkynnt um hvarf hans í lok ágúst. Hann veltir því fyrir sér hvernig slíkt geti gerst en gert er ráð fyrir því að drengurinn hafi verið myrtur. Lögreglan í Dundalk hefur tekið þá ákvörðun að hefja morðrannsókn þrátt fyrir að lík hins átta ára Kyran Durnin hafi aldrei fundist. Tilkynnt var um hvarf hans og móður hans 30. ágúst á þessu ári. Guardian hefur það eftir rannsóknarlögreglumönnum hjá lögreglunni í Dundalk að þeim hafi verið sagt að sést hafi til Kyrans og móður hans tveimur dögum áður. Móðir drengsins hefur síðan komið í leitirnar en ekkert hefur fundist af Kyrani sem gert er þó ráð fyrir að sé látinn. „Þrátt fyrir umfangsmikla eftirgrennslan hefur Garda Síochána (lögreglan á Írlandi) ekki tekist að finna Kyran, afla sér neinna upplýsinga um það hvar hann er niðurkominn eða nokkra vísbendingu um það að hann sé á lífi,“ sagði Alan McGovern, yfirlögreglustjóri í héruðunum Louth, Cavan og Monaghan, á blaðamannafundi sem embættið hélt fyrr í dag. Lögreglan telur að hann hafi horfið fyrir allt að tveimur árum síðan en það er vitað að hann var nemandi við grunnskólann á svæðinu þangað til um vorið 2022. Hún hefur engar upplýsingar um afdrif hans síðan. Á fundinum biðlaði hann til þeirra sem hefðu upplýsingar sem tengdust málinu að hafa samband við lögreglu umsvifalaust. Þar kom einnig fram að lögreglan hefði hafið húsleit á heimili Kyrans og væri að grannskoða nærliggjandi svæði í leit að einhverjum vísbendingum um örlög hans. Málið hefur vakinn mikinn ugg á Írlandi og nú síðast í dag tjáði Simon Harris forsætisráðherra landsins sig um málið. Hann sagði mál drengsins vekja sér mikinn óhug. „Að hugsa sér, sem manneskja, sem foreldri, að barn geti bara horfið sporlaust er gjörsamlega hörmulegt og það hefur greinilega eitthvað farið algjörlega úrskeiðis hérna. Barninu var brugðist og því var brugðist illa,“ segir Harris. „Hvernig getur lítill átta ára drengur horfið án þess að nokkur taki eftir honum?“ spyr hann sig þá. Á blaðamannafundinum segir Ian að núverandi íbúar hússins sem Kyran átti heima í séu ekki tengdir hvarfinu en húsið var í eigu fjölskyldu drengsins þangað til í maímánuði þessa árs. Helen McEntee dómsmálaráðherra landsins hefur einnig tjáð sig um málið. Hún sagði það fá mikið á sig. „Því miður er talið að hann sé líklega látinn en við verðum að komast til botns í því sem átti sér stað. Við þurfum að vita hvort einhvers staðar hafi eitthvað farið úrskeiðis, hvar það hafi verið en einnig hver beri ábyrgð á því.“ Írland Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Lögreglan í Dundalk hefur tekið þá ákvörðun að hefja morðrannsókn þrátt fyrir að lík hins átta ára Kyran Durnin hafi aldrei fundist. Tilkynnt var um hvarf hans og móður hans 30. ágúst á þessu ári. Guardian hefur það eftir rannsóknarlögreglumönnum hjá lögreglunni í Dundalk að þeim hafi verið sagt að sést hafi til Kyrans og móður hans tveimur dögum áður. Móðir drengsins hefur síðan komið í leitirnar en ekkert hefur fundist af Kyrani sem gert er þó ráð fyrir að sé látinn. „Þrátt fyrir umfangsmikla eftirgrennslan hefur Garda Síochána (lögreglan á Írlandi) ekki tekist að finna Kyran, afla sér neinna upplýsinga um það hvar hann er niðurkominn eða nokkra vísbendingu um það að hann sé á lífi,“ sagði Alan McGovern, yfirlögreglustjóri í héruðunum Louth, Cavan og Monaghan, á blaðamannafundi sem embættið hélt fyrr í dag. Lögreglan telur að hann hafi horfið fyrir allt að tveimur árum síðan en það er vitað að hann var nemandi við grunnskólann á svæðinu þangað til um vorið 2022. Hún hefur engar upplýsingar um afdrif hans síðan. Á fundinum biðlaði hann til þeirra sem hefðu upplýsingar sem tengdust málinu að hafa samband við lögreglu umsvifalaust. Þar kom einnig fram að lögreglan hefði hafið húsleit á heimili Kyrans og væri að grannskoða nærliggjandi svæði í leit að einhverjum vísbendingum um örlög hans. Málið hefur vakinn mikinn ugg á Írlandi og nú síðast í dag tjáði Simon Harris forsætisráðherra landsins sig um málið. Hann sagði mál drengsins vekja sér mikinn óhug. „Að hugsa sér, sem manneskja, sem foreldri, að barn geti bara horfið sporlaust er gjörsamlega hörmulegt og það hefur greinilega eitthvað farið algjörlega úrskeiðis hérna. Barninu var brugðist og því var brugðist illa,“ segir Harris. „Hvernig getur lítill átta ára drengur horfið án þess að nokkur taki eftir honum?“ spyr hann sig þá. Á blaðamannafundinum segir Ian að núverandi íbúar hússins sem Kyran átti heima í séu ekki tengdir hvarfinu en húsið var í eigu fjölskyldu drengsins þangað til í maímánuði þessa árs. Helen McEntee dómsmálaráðherra landsins hefur einnig tjáð sig um málið. Hún sagði það fá mikið á sig. „Því miður er talið að hann sé líklega látinn en við verðum að komast til botns í því sem átti sér stað. Við þurfum að vita hvort einhvers staðar hafi eitthvað farið úrskeiðis, hvar það hafi verið en einnig hver beri ábyrgð á því.“
Írland Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira