Stuðningslán upp á allt að 49 milljónir króna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 23:30 Markmið laganna eru að viðhalda atvinnustarfsemi í bænum eða aðstoða resktraraaðila við að byggja upp starfsemi annars staðar á landinu. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um stuðningslán við atvinnurekendur í Grindavík. Markmið laganna eru að viðhalda atvinnustarfsemi í bænum eða aðstoða resktraraaðila við að byggja upp starfsemi annars staðar á landinu. Einstaklingar og fyrirtæki myndu eiga rétt á að fá allt að 49 milljóna króna lán eða því sem nemur allt að 20 prósentum tekna rekstraraðila á árinu 2022. Ríkissjóður ábyrgist 90 prósent af fjárhæðar lánsins og er hámarkslánstími 72 mánuðir. Vextir af lánunum fylgja stýrivöxtum Seðlabankans. Frumvarpið var birt á síðu Alþingis í kvöld. „Án þessara aðgerða er líklegt að mörg fyrirtæki þurfi að hætta starfsemi með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á atvinnulíf og samfélagið í heild. Markmið lagasetningarinnar er að veita tímabundna fjárhagslega aðstoð í formi stuðningslána til rekstraraðila til að tryggja áframhaldandi starfsemi og uppbyggingu á svæðinu, sem er nauðsynlegt fyrir efnahag og atvinnulíf í bænum. Aðgerðir sem ekki fela í sér lánveitingar eða aðra fjárhagslega aðstoð myndu líklega ekki nægja til að koma til móts við þessa bráðu þörf,“ segir í greinagerð laganna. Einnig er þar bent á að lög þessi eigi sér fordæmi í stuðningslánum sem voru veitt atvinnurekendum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Umfang þessara laga sé þó talsvert minna og því gert ráð fyrir því að umsýslan verði einfaldari. Samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið aflaði frá Skattinum uppfylla 73 fyrirtæki í Grindavík skilyrðin fyrir láninu sem eru að fyrirtækið hafi haft rekstrartekjur sem námu 15 milljónum til 1500 milljóna króna á rekstarárinu 2022 og að það hafi orðið fyrir 40 prósenta tekjufalli á 60 daga samfelldu tímabili frá 10. nóvember 2023 til 10 október 2024. Gert er ráð fyrir því að meðallán muni nema tæpum 20 milljónum króna. Önnur skilyrði fyrir því að fá stuðningslán er að atvinnurekandi hafi ekki greitt út arð eða kaupauka, keypt eigin hlutabréf eða gert aðrar sambærilegar ráðstafanir frá 10. nóvember 2023 út þann tíma sem ábyrgðar ríkissjóðs nýtur við. Einnig að rekstraraðili sé ekki í vanskilum með opinber gjöld eða skatta sem komin voru á eindaga fyrir 10. nóvember 2023 Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Rekstur hins opinbera Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferðarkerfið „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Sjá meira
Einstaklingar og fyrirtæki myndu eiga rétt á að fá allt að 49 milljóna króna lán eða því sem nemur allt að 20 prósentum tekna rekstraraðila á árinu 2022. Ríkissjóður ábyrgist 90 prósent af fjárhæðar lánsins og er hámarkslánstími 72 mánuðir. Vextir af lánunum fylgja stýrivöxtum Seðlabankans. Frumvarpið var birt á síðu Alþingis í kvöld. „Án þessara aðgerða er líklegt að mörg fyrirtæki þurfi að hætta starfsemi með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á atvinnulíf og samfélagið í heild. Markmið lagasetningarinnar er að veita tímabundna fjárhagslega aðstoð í formi stuðningslána til rekstraraðila til að tryggja áframhaldandi starfsemi og uppbyggingu á svæðinu, sem er nauðsynlegt fyrir efnahag og atvinnulíf í bænum. Aðgerðir sem ekki fela í sér lánveitingar eða aðra fjárhagslega aðstoð myndu líklega ekki nægja til að koma til móts við þessa bráðu þörf,“ segir í greinagerð laganna. Einnig er þar bent á að lög þessi eigi sér fordæmi í stuðningslánum sem voru veitt atvinnurekendum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Umfang þessara laga sé þó talsvert minna og því gert ráð fyrir því að umsýslan verði einfaldari. Samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið aflaði frá Skattinum uppfylla 73 fyrirtæki í Grindavík skilyrðin fyrir láninu sem eru að fyrirtækið hafi haft rekstrartekjur sem námu 15 milljónum til 1500 milljóna króna á rekstarárinu 2022 og að það hafi orðið fyrir 40 prósenta tekjufalli á 60 daga samfelldu tímabili frá 10. nóvember 2023 til 10 október 2024. Gert er ráð fyrir því að meðallán muni nema tæpum 20 milljónum króna. Önnur skilyrði fyrir því að fá stuðningslán er að atvinnurekandi hafi ekki greitt út arð eða kaupauka, keypt eigin hlutabréf eða gert aðrar sambærilegar ráðstafanir frá 10. nóvember 2023 út þann tíma sem ábyrgðar ríkissjóðs nýtur við. Einnig að rekstraraðili sé ekki í vanskilum með opinber gjöld eða skatta sem komin voru á eindaga fyrir 10. nóvember 2023
Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Rekstur hins opinbera Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferðarkerfið „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Sjá meira