Stuðningslán upp á allt að 49 milljónir króna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 23:30 Markmið laganna eru að viðhalda atvinnustarfsemi í bænum eða aðstoða resktraraaðila við að byggja upp starfsemi annars staðar á landinu. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um stuðningslán við atvinnurekendur í Grindavík. Markmið laganna eru að viðhalda atvinnustarfsemi í bænum eða aðstoða resktraraaðila við að byggja upp starfsemi annars staðar á landinu. Einstaklingar og fyrirtæki myndu eiga rétt á að fá allt að 49 milljóna króna lán eða því sem nemur allt að 20 prósentum tekna rekstraraðila á árinu 2022. Ríkissjóður ábyrgist 90 prósent af fjárhæðar lánsins og er hámarkslánstími 72 mánuðir. Vextir af lánunum fylgja stýrivöxtum Seðlabankans. Frumvarpið var birt á síðu Alþingis í kvöld. „Án þessara aðgerða er líklegt að mörg fyrirtæki þurfi að hætta starfsemi með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á atvinnulíf og samfélagið í heild. Markmið lagasetningarinnar er að veita tímabundna fjárhagslega aðstoð í formi stuðningslána til rekstraraðila til að tryggja áframhaldandi starfsemi og uppbyggingu á svæðinu, sem er nauðsynlegt fyrir efnahag og atvinnulíf í bænum. Aðgerðir sem ekki fela í sér lánveitingar eða aðra fjárhagslega aðstoð myndu líklega ekki nægja til að koma til móts við þessa bráðu þörf,“ segir í greinagerð laganna. Einnig er þar bent á að lög þessi eigi sér fordæmi í stuðningslánum sem voru veitt atvinnurekendum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Umfang þessara laga sé þó talsvert minna og því gert ráð fyrir því að umsýslan verði einfaldari. Samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið aflaði frá Skattinum uppfylla 73 fyrirtæki í Grindavík skilyrðin fyrir láninu sem eru að fyrirtækið hafi haft rekstrartekjur sem námu 15 milljónum til 1500 milljóna króna á rekstarárinu 2022 og að það hafi orðið fyrir 40 prósenta tekjufalli á 60 daga samfelldu tímabili frá 10. nóvember 2023 til 10 október 2024. Gert er ráð fyrir því að meðallán muni nema tæpum 20 milljónum króna. Önnur skilyrði fyrir því að fá stuðningslán er að atvinnurekandi hafi ekki greitt út arð eða kaupauka, keypt eigin hlutabréf eða gert aðrar sambærilegar ráðstafanir frá 10. nóvember 2023 út þann tíma sem ábyrgðar ríkissjóðs nýtur við. Einnig að rekstraraðili sé ekki í vanskilum með opinber gjöld eða skatta sem komin voru á eindaga fyrir 10. nóvember 2023 Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Rekstur hins opinbera Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Einstaklingar og fyrirtæki myndu eiga rétt á að fá allt að 49 milljóna króna lán eða því sem nemur allt að 20 prósentum tekna rekstraraðila á árinu 2022. Ríkissjóður ábyrgist 90 prósent af fjárhæðar lánsins og er hámarkslánstími 72 mánuðir. Vextir af lánunum fylgja stýrivöxtum Seðlabankans. Frumvarpið var birt á síðu Alþingis í kvöld. „Án þessara aðgerða er líklegt að mörg fyrirtæki þurfi að hætta starfsemi með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á atvinnulíf og samfélagið í heild. Markmið lagasetningarinnar er að veita tímabundna fjárhagslega aðstoð í formi stuðningslána til rekstraraðila til að tryggja áframhaldandi starfsemi og uppbyggingu á svæðinu, sem er nauðsynlegt fyrir efnahag og atvinnulíf í bænum. Aðgerðir sem ekki fela í sér lánveitingar eða aðra fjárhagslega aðstoð myndu líklega ekki nægja til að koma til móts við þessa bráðu þörf,“ segir í greinagerð laganna. Einnig er þar bent á að lög þessi eigi sér fordæmi í stuðningslánum sem voru veitt atvinnurekendum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Umfang þessara laga sé þó talsvert minna og því gert ráð fyrir því að umsýslan verði einfaldari. Samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið aflaði frá Skattinum uppfylla 73 fyrirtæki í Grindavík skilyrðin fyrir láninu sem eru að fyrirtækið hafi haft rekstrartekjur sem námu 15 milljónum til 1500 milljóna króna á rekstarárinu 2022 og að það hafi orðið fyrir 40 prósenta tekjufalli á 60 daga samfelldu tímabili frá 10. nóvember 2023 til 10 október 2024. Gert er ráð fyrir því að meðallán muni nema tæpum 20 milljónum króna. Önnur skilyrði fyrir því að fá stuðningslán er að atvinnurekandi hafi ekki greitt út arð eða kaupauka, keypt eigin hlutabréf eða gert aðrar sambærilegar ráðstafanir frá 10. nóvember 2023 út þann tíma sem ábyrgðar ríkissjóðs nýtur við. Einnig að rekstraraðili sé ekki í vanskilum með opinber gjöld eða skatta sem komin voru á eindaga fyrir 10. nóvember 2023
Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Rekstur hins opinbera Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira