Fyrirburinn talinn í Belgíu Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2024 09:31 Mynd af foreldrunum en þessi mynd af þeim mun hafa verið tekin nærri landamærum Belgíu. Lögreglan í Belgíu Drengurinn Santiago, átján daga gamall fyrirburi sem tekinn var af sjúkrahúsi í París í fyrrakvöld er talinn hafa verið fluttur til Belgíu. Foreldrar drengsins tóku hann af sjúkrahúsi en sökum þess að hann er fyrirburi er talið að hann geti ekki lifað lengi án aðhlynningar heilbrigðisstarfsmanna. Í gær var sagt að talið væri að Santiago gæti ekki lifað mikið lengur en tólf tíma utan sjúkrahúss en hann var tekinn af sjúkrahúsinu aðfaranótt þriðjudags. Lögreglan í París hefur fellt úr gildi sérstakt viðbragðsstig og hefur lögreglan í Belgíu tekið við rannsókn málsins, samkvæmt frétt Le Parisien. 🔴 Sur décision du parquet de Bobigny, il est mis fin à l'alerte enlèvement. L'enfant n'a pas été retrouvé. Les recherches se poursuivent.Merci à tous pour votre aide.@Interieur_Gouv @PoliceNationale— Ministère de la Justice (@justice_gouv) October 22, 2024 Foreldrarnir eru sagðir hafa smyglað Santiago af sjúkrahúsi í lítilli tösku og farið rakleiðis til Belgíu. Lögreglan í París handtók nokkra fjölskyldumeðlimi þeirra en ekkert hefur verið gefið út um af hverju þau tóku barnið af sjúkrahúsinu. Faðir Santiago er 23 ára og móðir hans er 25. Le Parisien hefur eftir frönskum saksóknara að foreldrarnir tilheyri Rómafólki og hafi áður komist í kast við lögin. Hann vildi þó ekki fara nánar út í hvernig. Frakkland Belgía Erlend sakamál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Í gær var sagt að talið væri að Santiago gæti ekki lifað mikið lengur en tólf tíma utan sjúkrahúss en hann var tekinn af sjúkrahúsinu aðfaranótt þriðjudags. Lögreglan í París hefur fellt úr gildi sérstakt viðbragðsstig og hefur lögreglan í Belgíu tekið við rannsókn málsins, samkvæmt frétt Le Parisien. 🔴 Sur décision du parquet de Bobigny, il est mis fin à l'alerte enlèvement. L'enfant n'a pas été retrouvé. Les recherches se poursuivent.Merci à tous pour votre aide.@Interieur_Gouv @PoliceNationale— Ministère de la Justice (@justice_gouv) October 22, 2024 Foreldrarnir eru sagðir hafa smyglað Santiago af sjúkrahúsi í lítilli tösku og farið rakleiðis til Belgíu. Lögreglan í París handtók nokkra fjölskyldumeðlimi þeirra en ekkert hefur verið gefið út um af hverju þau tóku barnið af sjúkrahúsinu. Faðir Santiago er 23 ára og móðir hans er 25. Le Parisien hefur eftir frönskum saksóknara að foreldrarnir tilheyri Rómafólki og hafi áður komist í kast við lögin. Hann vildi þó ekki fara nánar út í hvernig.
Frakkland Belgía Erlend sakamál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira