Steinunn Ólína ekki á leið í framboð Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2024 13:25 Steinunn Ólína segist enga löngun hafa til að fara í framboð núna, hún hafi öðrum hnöppum að hneppa. vísir/arnar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lengi verið orðuð við framboð í komandi Alþingiskosningum. Helst hefur Sósíalistaflokkur Íslands verið nefndur í tengslu við það. Steinunn Ólína segir hins vegar ekkert slíkt í pípunum. „Nei,“ segir Steinunn Ólína spurð um hvort hún sé að fara fram. Var það erfið ákvörðun? „Nei. Sko, ég hef enga löngun til að fara í framboð og reyndar engin eftirspurn. Ég held ég geri best gagn utan flokka.“ Það hefur reyndar verið þrálátur orðrómur um að þeir sem buðu sig fram í síðustu forsetakosningum, sem voru nánast í gær, hefðu fullan hug á því að bjóða sig fram til Alþingis. Og reyndar hefur sú orðið raunin með nokkur þeirra svo sem Jón Gnarr fyrir Viðreisn, Höllu Hrund Logadóttur fyrir Framsókn, Viktor Traustason fyrir Pírata og Arnar Þór Jónsson sem hefur stofnað stjórnmálaflokk. Það hefur svo spurst að Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir liggi undir feldi. Í kosningabaráttunni hafði Steinunn sig ekki síst harða gagnrýni á þjóðfélagsmál? Engin eftirspurn? Er það alveg sannleikanum samkvæmt? „Njahh... Óformlegar fyrirspurnir hafa borist, úr frá nokkrum flokkum,“ segir Steinunn Ólína. En hún hefur öðrum hnöppum að hneppa. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. Hún er nú að undirbúa hlaðvarp ásamt Steinunni Ólínu. Þar verður rifið upp úr öllum skúffum en þær stöllur vekja athygli á því að podkastið verði með öllu ópólitískt.vísir/eyþór „Það sem ber hæst núna er að við vinkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og ég erum að undirbúa að setja í loftið stórkostlega skemmtilegt podpast. Og vinnum að því hörðum höndum akkúrat núna.“ Steinunn Ólína segir að þar verði rætt um allt milli himins og jarðar. Og Halldóra bætir við að það verði rifið upp úr öllum skúffum. „En þetta verður allsendis ópólitískt podkast.“ Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
„Nei,“ segir Steinunn Ólína spurð um hvort hún sé að fara fram. Var það erfið ákvörðun? „Nei. Sko, ég hef enga löngun til að fara í framboð og reyndar engin eftirspurn. Ég held ég geri best gagn utan flokka.“ Það hefur reyndar verið þrálátur orðrómur um að þeir sem buðu sig fram í síðustu forsetakosningum, sem voru nánast í gær, hefðu fullan hug á því að bjóða sig fram til Alþingis. Og reyndar hefur sú orðið raunin með nokkur þeirra svo sem Jón Gnarr fyrir Viðreisn, Höllu Hrund Logadóttur fyrir Framsókn, Viktor Traustason fyrir Pírata og Arnar Þór Jónsson sem hefur stofnað stjórnmálaflokk. Það hefur svo spurst að Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir liggi undir feldi. Í kosningabaráttunni hafði Steinunn sig ekki síst harða gagnrýni á þjóðfélagsmál? Engin eftirspurn? Er það alveg sannleikanum samkvæmt? „Njahh... Óformlegar fyrirspurnir hafa borist, úr frá nokkrum flokkum,“ segir Steinunn Ólína. En hún hefur öðrum hnöppum að hneppa. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. Hún er nú að undirbúa hlaðvarp ásamt Steinunni Ólínu. Þar verður rifið upp úr öllum skúffum en þær stöllur vekja athygli á því að podkastið verði með öllu ópólitískt.vísir/eyþór „Það sem ber hæst núna er að við vinkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og ég erum að undirbúa að setja í loftið stórkostlega skemmtilegt podpast. Og vinnum að því hörðum höndum akkúrat núna.“ Steinunn Ólína segir að þar verði rætt um allt milli himins og jarðar. Og Halldóra bætir við að það verði rifið upp úr öllum skúffum. „En þetta verður allsendis ópólitískt podkast.“
Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira