Þórir undrandi á hve slæm staðan var og hlífir leikmönnum Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 14:17 Þórir Hergeirsson er enn landsliðsþjálfari Noregs en hættir með liðið eftir Evrópumótið í desember. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson, fráfarandi landsliðsþjálfari Noregs í handbolta kvenna, segir það hafa komið sér á óvart hve háa upphæð norska félagið Vipers þurfti að greiða til að forða sér frá gjaldþroti á síðustu stundu. Vipers, sem varð Evrópumeistari í handbolta kvenna þrjú ár í röð árin 2021-23, þurfti að útvega 25 milljónir norskra króna á þremur dögum, eða rúmlega 315 milljónir íslenskra króna, til að halda sér á lífi. Hluthafa hafa nú tekið yfir glæfralegan rekstur félagsins sem á fjórum árum tvöfaldaði til að mynda launakostnað til leikmanna. „Ég ætla ekki að fella neina dóma yfir fólkinu sem hefur staðið í þessu. Ég veit að þetta er erfitt og krefjandi. En auðvitað kom það manni í opna skjöldu að þetta væri svona mikið,“ sagði Þórir við norska ríkismiðilinn NRK. Þórir er búinn að fá norska landsliðið saman vegna fjögurra liða æfingamóts sem fram fer í Larvik í þessari viku, á sama tíma og íslenska landsliðið mætir Pólverjum hér á landi á föstudag og laugardag. Í norska landsliðshópnum eru til að mynda markverðirnir Silje Solberg-Östhassel og Katrine Lunde, leikmenn Vipers, sem Þórir er meðvitaður um að hafi haft um ýmislegt að hugsa í þeim rússíbana sem Vipers hefur verið í að undanförnu. „Ég held að á vissan hátt sé gott fyrir þær að vera komnar hingað [í landsliðsverkefni]. Við leggjum ekki of mikið á þær, svo að þær hafi tíma til að melta allt það sem þær hafa verið að ganga í gegnum og það sem þær standa í,“ sagði Þórir sem enn stýrir norska landsliðinu en hættir með það eftir EM í desember. Norski handboltinn Tengdar fréttir Þórir sáttur með eftirmanninn: „Hann er sá rétti“ Ole Gustav Gjekstad fær það erfiða verkefni að fylla skarð Þóris Hergeirssonar þegar hann hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta eftir EM í desember. Selfyssingurinn er handviss um að norska handknattleikssambandið hafi veðjað á réttan hest. 2. október 2024 12:31 Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Eftir miklar vangaveltur hefur Þórir Hergeirsson, þjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, ákveðið að hætta þjálfun liðsins eftir komandi Evrópumót í lok þessa árs. Þórir segir ákvörðunina erfiða en hann lítur stoltur yfir farinn veg. 11. september 2024 08:02 Vipers bjargað frá gjaldþroti Norska handboltafélaginu Vipers Kristiansand, sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, hefur verið bjargað frá gjaldþroti. 21. október 2024 14:20 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Vipers, sem varð Evrópumeistari í handbolta kvenna þrjú ár í röð árin 2021-23, þurfti að útvega 25 milljónir norskra króna á þremur dögum, eða rúmlega 315 milljónir íslenskra króna, til að halda sér á lífi. Hluthafa hafa nú tekið yfir glæfralegan rekstur félagsins sem á fjórum árum tvöfaldaði til að mynda launakostnað til leikmanna. „Ég ætla ekki að fella neina dóma yfir fólkinu sem hefur staðið í þessu. Ég veit að þetta er erfitt og krefjandi. En auðvitað kom það manni í opna skjöldu að þetta væri svona mikið,“ sagði Þórir við norska ríkismiðilinn NRK. Þórir er búinn að fá norska landsliðið saman vegna fjögurra liða æfingamóts sem fram fer í Larvik í þessari viku, á sama tíma og íslenska landsliðið mætir Pólverjum hér á landi á föstudag og laugardag. Í norska landsliðshópnum eru til að mynda markverðirnir Silje Solberg-Östhassel og Katrine Lunde, leikmenn Vipers, sem Þórir er meðvitaður um að hafi haft um ýmislegt að hugsa í þeim rússíbana sem Vipers hefur verið í að undanförnu. „Ég held að á vissan hátt sé gott fyrir þær að vera komnar hingað [í landsliðsverkefni]. Við leggjum ekki of mikið á þær, svo að þær hafi tíma til að melta allt það sem þær hafa verið að ganga í gegnum og það sem þær standa í,“ sagði Þórir sem enn stýrir norska landsliðinu en hættir með það eftir EM í desember.
Norski handboltinn Tengdar fréttir Þórir sáttur með eftirmanninn: „Hann er sá rétti“ Ole Gustav Gjekstad fær það erfiða verkefni að fylla skarð Þóris Hergeirssonar þegar hann hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta eftir EM í desember. Selfyssingurinn er handviss um að norska handknattleikssambandið hafi veðjað á réttan hest. 2. október 2024 12:31 Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Eftir miklar vangaveltur hefur Þórir Hergeirsson, þjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, ákveðið að hætta þjálfun liðsins eftir komandi Evrópumót í lok þessa árs. Þórir segir ákvörðunina erfiða en hann lítur stoltur yfir farinn veg. 11. september 2024 08:02 Vipers bjargað frá gjaldþroti Norska handboltafélaginu Vipers Kristiansand, sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, hefur verið bjargað frá gjaldþroti. 21. október 2024 14:20 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Þórir sáttur með eftirmanninn: „Hann er sá rétti“ Ole Gustav Gjekstad fær það erfiða verkefni að fylla skarð Þóris Hergeirssonar þegar hann hættir sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta eftir EM í desember. Selfyssingurinn er handviss um að norska handknattleikssambandið hafi veðjað á réttan hest. 2. október 2024 12:31
Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Eftir miklar vangaveltur hefur Þórir Hergeirsson, þjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, ákveðið að hætta þjálfun liðsins eftir komandi Evrópumót í lok þessa árs. Þórir segir ákvörðunina erfiða en hann lítur stoltur yfir farinn veg. 11. september 2024 08:02
Vipers bjargað frá gjaldþroti Norska handboltafélaginu Vipers Kristiansand, sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, hefur verið bjargað frá gjaldþroti. 21. október 2024 14:20