Myndir þú sætta þig við tólf ára kaupmáttarstöðnun? Sigrún Ólafsdóttir skrifar 24. október 2024 07:03 Nýlega vísaði Félag prófessora við ríkisháskóla kjaradeilu sinni til Ríkissáttasemjara. Ástæðan er einföld - kaupmáttur launa hjá prófessorum hefur staðið í stað í 8 ár. Laun prófessora hafa, með öðrum orðum, ekkert hækkað umfram verðbólguna frá 2016. Þrátt fyrir þessa stöðu hyggst ríkið bjóða prófessorum áframhaldandi kaupmáttarstöðnun til ársins 2028. Kaupmáttur prófessora mun því standa í stað í 12 ár, frá 2016 til 2028, á meðan kaupmáttur launa á Íslandi eykst að meðaltali um nær 30%. Myndir þú sætta þig við 12 ára stöðnun í kaupmætti þinna launa? Laun prófessora á við meðalsérfræðing Árið 2023 voru meðalheildarlaun prófessora, sem eru með doktorsgráður aðeins um 5% hærri en meðalheildarlaun sérfræðinga á almenna markaðinum, sem alla jafna hafa lokið mun styttra námi og eru jafnvel án meistaragráðu. Meðalheildarlaun lækna, fólks með svipaða námslengd að baki, voru þá um 66% hærri en laun prófessora að meðaltali. Prófessorar og aðrir háskólakennarar hafa lokið fimm til átta ára framhaldsnámi að loknu meistaranámi, sem er yfirleitt fjármagnað með námslánum. Að doktorsnámi loknu er algengt að fólk vinni sem nýdoktorar á lágum launum áður en það fær stöðu við háskóla. Þetta þýðir að háskólakennarar koma mun seinna inn á vinnumarkað en aðrir hópar og því hefjast greiðslur í lífeyrissjóð oft 10 til 15 árum seinna en hjá öðrum. Þeir kaupa húsnæði seinna á ævinni og sum greiða af húsnæðis- og námslánum allt til æviloka. En þrátt fyrir þetta eru laun prófessora litlu hærri en hjá meðalsérfræðingi á almenna markaðnum og þegar svokallaðar ævitekjur eru reiknaðar má telja tapið, vegna námskostnaðar og annarra þátta í tugum milljóna. Háskólakennarar tugum prósenta á eftir í launaþróun Til háskólakennara teljast meðal annarra lektorar, dósentar og prófessorar. Það er staðreynd að kröfur á háskólakennara varðandi kennslu og rannsóknir hafa aukist gífurlega á síðasta áratug á sama tíma og laun þeirra hafa haldist óbreytt í kaupmætti og rýrnað í samanburði við aðrar stéttir kennara. Í krónutölum talið, hækkuðu laun leik,- grunn,- og framhaldsskólakennara um 76-91% á árunum 2014-2023 en á sama tíma hækkuðu meðalheildarlaun háskólakennara einungis um 59%. Og eru kennarar á fyrri skólastigum þó engan veginn ofaldir. Það er því augljóst að það þarf að leiðrétta laun háskólakennara til samræmis við aðra hópa á vinnumarkaði og taka tillit til menntunar við launasetningu. Stjórnvöld verða að fjárfesta í framtíðinni Störf háskólakennara leggja grunn að farsæld til framtíðar og hlutverk þeirra er að efla þekkingu, rannsóknir og nýsköpun á Íslandi — samfélaginu öllu til heilla. Ef við ætlum að tryggja að íslenskir háskólar skipi sér í fremstu röð, skapi ný verðmæti með rannsóknum og mennti ungt fólk til starfa, þá verður að tryggja samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður. Sú menntun sem starf háskólakennarans krefst er í raun orðin afleit fjárfesting fyrir það hæfileikaríka fólk sem brennur fyrir kennslu, rannsóknum og nýsköpun. Og hvar erum við þá stödd? Nú er tíminn fyrir stjórnvöld að sýna að þau vilji fjárfesta í framtíð alls menntakerfisins. Slík fjárfesting í kennslu, rannsóknum og vísindum leggur grundvöll að því samfélagi sem við viljum búa til á Íslandi. Höfundur er formaður Félags prófessora við ríkisháskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Háskólar Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega vísaði Félag prófessora við ríkisháskóla kjaradeilu sinni til Ríkissáttasemjara. Ástæðan er einföld - kaupmáttur launa hjá prófessorum hefur staðið í stað í 8 ár. Laun prófessora hafa, með öðrum orðum, ekkert hækkað umfram verðbólguna frá 2016. Þrátt fyrir þessa stöðu hyggst ríkið bjóða prófessorum áframhaldandi kaupmáttarstöðnun til ársins 2028. Kaupmáttur prófessora mun því standa í stað í 12 ár, frá 2016 til 2028, á meðan kaupmáttur launa á Íslandi eykst að meðaltali um nær 30%. Myndir þú sætta þig við 12 ára stöðnun í kaupmætti þinna launa? Laun prófessora á við meðalsérfræðing Árið 2023 voru meðalheildarlaun prófessora, sem eru með doktorsgráður aðeins um 5% hærri en meðalheildarlaun sérfræðinga á almenna markaðinum, sem alla jafna hafa lokið mun styttra námi og eru jafnvel án meistaragráðu. Meðalheildarlaun lækna, fólks með svipaða námslengd að baki, voru þá um 66% hærri en laun prófessora að meðaltali. Prófessorar og aðrir háskólakennarar hafa lokið fimm til átta ára framhaldsnámi að loknu meistaranámi, sem er yfirleitt fjármagnað með námslánum. Að doktorsnámi loknu er algengt að fólk vinni sem nýdoktorar á lágum launum áður en það fær stöðu við háskóla. Þetta þýðir að háskólakennarar koma mun seinna inn á vinnumarkað en aðrir hópar og því hefjast greiðslur í lífeyrissjóð oft 10 til 15 árum seinna en hjá öðrum. Þeir kaupa húsnæði seinna á ævinni og sum greiða af húsnæðis- og námslánum allt til æviloka. En þrátt fyrir þetta eru laun prófessora litlu hærri en hjá meðalsérfræðingi á almenna markaðnum og þegar svokallaðar ævitekjur eru reiknaðar má telja tapið, vegna námskostnaðar og annarra þátta í tugum milljóna. Háskólakennarar tugum prósenta á eftir í launaþróun Til háskólakennara teljast meðal annarra lektorar, dósentar og prófessorar. Það er staðreynd að kröfur á háskólakennara varðandi kennslu og rannsóknir hafa aukist gífurlega á síðasta áratug á sama tíma og laun þeirra hafa haldist óbreytt í kaupmætti og rýrnað í samanburði við aðrar stéttir kennara. Í krónutölum talið, hækkuðu laun leik,- grunn,- og framhaldsskólakennara um 76-91% á árunum 2014-2023 en á sama tíma hækkuðu meðalheildarlaun háskólakennara einungis um 59%. Og eru kennarar á fyrri skólastigum þó engan veginn ofaldir. Það er því augljóst að það þarf að leiðrétta laun háskólakennara til samræmis við aðra hópa á vinnumarkaði og taka tillit til menntunar við launasetningu. Stjórnvöld verða að fjárfesta í framtíðinni Störf háskólakennara leggja grunn að farsæld til framtíðar og hlutverk þeirra er að efla þekkingu, rannsóknir og nýsköpun á Íslandi — samfélaginu öllu til heilla. Ef við ætlum að tryggja að íslenskir háskólar skipi sér í fremstu röð, skapi ný verðmæti með rannsóknum og mennti ungt fólk til starfa, þá verður að tryggja samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður. Sú menntun sem starf háskólakennarans krefst er í raun orðin afleit fjárfesting fyrir það hæfileikaríka fólk sem brennur fyrir kennslu, rannsóknum og nýsköpun. Og hvar erum við þá stödd? Nú er tíminn fyrir stjórnvöld að sýna að þau vilji fjárfesta í framtíð alls menntakerfisins. Slík fjárfesting í kennslu, rannsóknum og vísindum leggur grundvöll að því samfélagi sem við viljum búa til á Íslandi. Höfundur er formaður Félags prófessora við ríkisháskóla
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun