„Hættulegar“ hugmyndir og „aðskilnaðarstefna“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2024 10:12 Ásmundur Einar Daðason, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Jón Gnarr. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, eru meðal þeirra sem gagnrýna hugmyndir um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem hún segir að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar gætu skipt sköpun í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Árángur íslenskra nemenda í PISA hefði aldrei verið verri, vandinn væri margþættur og erfitt að benda á töfralausn en móttökuskólar gætu haft „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. Þessu er Ásmundur Einar ósammála en í grein sem birtist á Vísi í dag segir hann hugmyndina hreinlega hættulega. „Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. Jafnframt hefur því verið fleygt fram að skynsamlegt sé að gera slíkt varðandi fleiri hópa barna. Þetta er ekki bara gamaldags hugsunarháttur, þetta eru líka hættulegar hugmyndir sem munu ekki gera neitt annað en að ýta undir ójöfnuð í okkar samfélagi,“ segir ráðherrann. „Gamaldags hugmyndafræði“ Ásmundur segir rannsóknir sýna að börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunni nái oft bestum árangri í hverfisskólum. Bestur árangur náist fyrir börnin og samfélagið í heild þegar þau fái stuðning innan hefðbundins skólakerfis. Hann bendir á að í maí hafi verið undirritað samkomulag um þróunarverkefnið MEMM, þar sem markmiðið sé að koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn á öllum skólum á landsvísu. „Leiðin fram á við er ekki að boða gamaldags hugmyndafræði aðgreiningar sem lausn á áskoruninni. Þannig stuðlum við ekki að betri samfélagsgerð. Börnin sem hingað koma eru á okkar ábyrgð og okkar verkefni er að þau sem eru með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn verði ekki sjálfkrafa jaðarsett. Að aðgreina börn enn frekar gerir ekkert annað en að ýta þeim lengra út á jaðarinn. Um þetta snúast þær breytingar sem nú er unnið að í íslensku menntakerfi; að ná betur utan um þessi börn,“ segir Ásmundur. Á að einangra börnin enn meira, spyr Jón Jón Gnarr, sem mun líklega skipa 2. sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlista Viðreisnar fyrir komandi þingkosningar, hefur einnig tjáð sig um hugmyndir Áslaugar Örnu og segir þær „sérlega skringilegar“. Hugmyndin sé arfaslæm. „Á með þessum hætti að einangra börn af erlendum uppruna enn meira en gert er nú þegar?“ spyr Jón á Facebook en hann hefur gefið út að eitt af hans helstu baráttumálum verði það sem hann kallar „utangarðsbörn“. Jón vísar einnig til MEMM verkefnisins, sem hafi vrið kynnt sem „liður í heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum og aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu“. „Mér finnst þessi nýja hugmynd Áslaugar byggja á hugmyndafræði einhvers konar aðskilnaðarstefnu. Kann að virka sem sniðug lausn en býrs samt á endanum til fleiri vandamál en hún leysir. Við eigum ekki að fjölga óþarfa opinberum stofnunum og halda áfram að þenja þannig út kerfi, með tilheyrandi kostnaði, sem er ekki að virka fyrir fólk og stendur því einungis fyrir þrifum,“ segir Jón. Nærtækara væri að auka úrræði innan skólanna og setja á fót nýnemadeildir innan þeirra og styðja nemendur til að samlagast samfélaginu og menningu með áherslu á íslenskukennsku. „Barnið tæki þátt í íþróttastarfi og félagslífi í sínum skóla. Barnið er hluti af skólastarfinu og þarf ekki að dúsa í einangruðum móttökuskóla þar sem er mjög ólíklegt að það sé í samskiptum við íslensk börn. Í stað einangrunar leggjum við áherslu á samlögun og þegar barnið er tilbúið færist það sjálfkrafa yfir í venjulegan bekk,“ segir Jón. Þetta sé bæði heilbrigðari og manneskjulegri aðferðafræði og líklega mun ódýrari og árangursríkari. Skóla- og menntamál Grunnskólar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem hún segir að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar gætu skipt sköpun í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Árángur íslenskra nemenda í PISA hefði aldrei verið verri, vandinn væri margþættur og erfitt að benda á töfralausn en móttökuskólar gætu haft „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. Þessu er Ásmundur Einar ósammála en í grein sem birtist á Vísi í dag segir hann hugmyndina hreinlega hættulega. „Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. Jafnframt hefur því verið fleygt fram að skynsamlegt sé að gera slíkt varðandi fleiri hópa barna. Þetta er ekki bara gamaldags hugsunarháttur, þetta eru líka hættulegar hugmyndir sem munu ekki gera neitt annað en að ýta undir ójöfnuð í okkar samfélagi,“ segir ráðherrann. „Gamaldags hugmyndafræði“ Ásmundur segir rannsóknir sýna að börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunni nái oft bestum árangri í hverfisskólum. Bestur árangur náist fyrir börnin og samfélagið í heild þegar þau fái stuðning innan hefðbundins skólakerfis. Hann bendir á að í maí hafi verið undirritað samkomulag um þróunarverkefnið MEMM, þar sem markmiðið sé að koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn á öllum skólum á landsvísu. „Leiðin fram á við er ekki að boða gamaldags hugmyndafræði aðgreiningar sem lausn á áskoruninni. Þannig stuðlum við ekki að betri samfélagsgerð. Börnin sem hingað koma eru á okkar ábyrgð og okkar verkefni er að þau sem eru með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn verði ekki sjálfkrafa jaðarsett. Að aðgreina börn enn frekar gerir ekkert annað en að ýta þeim lengra út á jaðarinn. Um þetta snúast þær breytingar sem nú er unnið að í íslensku menntakerfi; að ná betur utan um þessi börn,“ segir Ásmundur. Á að einangra börnin enn meira, spyr Jón Jón Gnarr, sem mun líklega skipa 2. sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlista Viðreisnar fyrir komandi þingkosningar, hefur einnig tjáð sig um hugmyndir Áslaugar Örnu og segir þær „sérlega skringilegar“. Hugmyndin sé arfaslæm. „Á með þessum hætti að einangra börn af erlendum uppruna enn meira en gert er nú þegar?“ spyr Jón á Facebook en hann hefur gefið út að eitt af hans helstu baráttumálum verði það sem hann kallar „utangarðsbörn“. Jón vísar einnig til MEMM verkefnisins, sem hafi vrið kynnt sem „liður í heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum og aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu“. „Mér finnst þessi nýja hugmynd Áslaugar byggja á hugmyndafræði einhvers konar aðskilnaðarstefnu. Kann að virka sem sniðug lausn en býrs samt á endanum til fleiri vandamál en hún leysir. Við eigum ekki að fjölga óþarfa opinberum stofnunum og halda áfram að þenja þannig út kerfi, með tilheyrandi kostnaði, sem er ekki að virka fyrir fólk og stendur því einungis fyrir þrifum,“ segir Jón. Nærtækara væri að auka úrræði innan skólanna og setja á fót nýnemadeildir innan þeirra og styðja nemendur til að samlagast samfélaginu og menningu með áherslu á íslenskukennsku. „Barnið tæki þátt í íþróttastarfi og félagslífi í sínum skóla. Barnið er hluti af skólastarfinu og þarf ekki að dúsa í einangruðum móttökuskóla þar sem er mjög ólíklegt að það sé í samskiptum við íslensk börn. Í stað einangrunar leggjum við áherslu á samlögun og þegar barnið er tilbúið færist það sjálfkrafa yfir í venjulegan bekk,“ segir Jón. Þetta sé bæði heilbrigðari og manneskjulegri aðferðafræði og líklega mun ódýrari og árangursríkari.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira