Uppgefin á stressinu um miðnætti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2024 20:03 Svanborg og Álfrún höfðu fengið nóg af stressi í aðdraganda jóla. Vinahjón segjast hafa fengið nóg af því að hafa einungis getað valið á milli sælgætis og plastsdrasl eða rándýrra leikfanga fyrir jólasveina til að gefa börnum þeirra í skóinn. Þau ákváðu því að taka málin í eigin hendur og taka á sig þriðju vaktina fyrir jólasveina. „Við ræddum þetta í haust, þessa hefð að gefa í skóinn. Okkur langaði að gefa krökkunum okkar eitthvað nytsamlegt og lærdómsríkt í skóinn en ekki bara nammi og plast drasl sem fer í ruslið á nýju ári,“ segja þær Álfrún Perla Baldursdóttir og Svanborg María Guðmundsdóttir í samtali við Vísi. Þær hafa ásamt eiginmönnum sínum Árna Frey Magnússyni og Ívari Hákonarsyni stofnað fyrirtækið Jólaálfinn sem sérhæfir sig í skógjöfum. Samverustundirnar mikilvægastar „Við eigum það auðvitað sameiginlegt að eiga tvö börn hvort parið og höfum í þokkabót þekkst mjög lengi og vorum strax farin að barma okkur yfir því að þurfa að redda öllum þessum gjöfum fyrir krakkana okkar í desember og þá fórum við að spá í því hvort það væri ekki hægt að einfalda foreldrum aðeins lífið.“ Svanborg segir þau hafa rekið sig á það að erfitt væri að finna gæða vörur á lágu verði og að flest þroskaleikföng kosti hálfan handlegg. „Við ákváðum því að reyna á að nýta fjöldan og búa til almennilegan pakka sem gæti nýst fleiri fjölskyldum í samvinnu við flott fyrirtæki.“ Álfrún og Árni ásamt dóttur sinni. Hún segir veruleikann þann að flestir foreldrar hafi í nógu að snúast fyrir jól ár hvert. Öll kannist þau við að hafa þurft að hlaupa út á bensínstöð í stresskasti rétt fyrir miðnætti til þess að redda hlutunum. „Okkur fannst mikilvægast að gefa samverustundir og smá lærdóm líka. Við vildum fara alla leið strax í upphafi og hugsuðum gjafirnar þannig að þær ættu að vera úthugsaðar, nysamlegar, ókynjaðar og flokkaðar fyrir leikskólaaldur og grunnskólaaldur,“ útskýrir Álfrún. Síðan hrundi Þannig má í pakka Jólaálfsins finna bækur eftir íslenska höfunda í boði Forlagsins, litabók, þroskaleikföng og trölladeigsblöndu frá Vilko. Þær Álfrún og Svanborg segjast vonast til þess að geta létt foreldrum lífið í aðdraganda hátíðanna. „Allt of oft gleymum við, eða gefum okkur ekki tíma til, að staldra við og njóta jólanna. Það eru einmitt börnin sem hjálpa okkur að muna að gleðjast um jólin og það eru sönn forréttindi að fá að upplifa barnslega jólagleði og tilhlökkun. Við vonum svo sannarlega að þessi samvinna hjálpi fólki að njóta jólanna í staðinn fyrir að horfa á þau þjóta hjá í stresskasti.“ Þær segja nokkuð ljóst að ýmsir foreldrar hafi leitað að slíkri lausn en á fyrsta degi þá hrundi vefsíðan, fjöldi gesta var svo mikill. „Við trúðum náttúrulega ekki eigin augum og þurftum að drífa í því að finna út úr því hvernig við gætum uppfært síðuna svo hún gæti ráðið við meiri traffík,“ segir Svanborg hlæjandi. „Þetta var hreint út sagt ótrúlegt og augljóst að það er eftirspurn eftir því að létta undir með foreldrum og ég held og vona að fólk finni að það er hjarta og hugur í gjöfunum frá Jólaálfinum.“ Ívar og Svanborg með sonum sínum tveimur. Jól Nýsköpun Börn og uppeldi Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Hneig niður í miðju lagi Tónlist Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Sjá meira
„Við ræddum þetta í haust, þessa hefð að gefa í skóinn. Okkur langaði að gefa krökkunum okkar eitthvað nytsamlegt og lærdómsríkt í skóinn en ekki bara nammi og plast drasl sem fer í ruslið á nýju ári,“ segja þær Álfrún Perla Baldursdóttir og Svanborg María Guðmundsdóttir í samtali við Vísi. Þær hafa ásamt eiginmönnum sínum Árna Frey Magnússyni og Ívari Hákonarsyni stofnað fyrirtækið Jólaálfinn sem sérhæfir sig í skógjöfum. Samverustundirnar mikilvægastar „Við eigum það auðvitað sameiginlegt að eiga tvö börn hvort parið og höfum í þokkabót þekkst mjög lengi og vorum strax farin að barma okkur yfir því að þurfa að redda öllum þessum gjöfum fyrir krakkana okkar í desember og þá fórum við að spá í því hvort það væri ekki hægt að einfalda foreldrum aðeins lífið.“ Svanborg segir þau hafa rekið sig á það að erfitt væri að finna gæða vörur á lágu verði og að flest þroskaleikföng kosti hálfan handlegg. „Við ákváðum því að reyna á að nýta fjöldan og búa til almennilegan pakka sem gæti nýst fleiri fjölskyldum í samvinnu við flott fyrirtæki.“ Álfrún og Árni ásamt dóttur sinni. Hún segir veruleikann þann að flestir foreldrar hafi í nógu að snúast fyrir jól ár hvert. Öll kannist þau við að hafa þurft að hlaupa út á bensínstöð í stresskasti rétt fyrir miðnætti til þess að redda hlutunum. „Okkur fannst mikilvægast að gefa samverustundir og smá lærdóm líka. Við vildum fara alla leið strax í upphafi og hugsuðum gjafirnar þannig að þær ættu að vera úthugsaðar, nysamlegar, ókynjaðar og flokkaðar fyrir leikskólaaldur og grunnskólaaldur,“ útskýrir Álfrún. Síðan hrundi Þannig má í pakka Jólaálfsins finna bækur eftir íslenska höfunda í boði Forlagsins, litabók, þroskaleikföng og trölladeigsblöndu frá Vilko. Þær Álfrún og Svanborg segjast vonast til þess að geta létt foreldrum lífið í aðdraganda hátíðanna. „Allt of oft gleymum við, eða gefum okkur ekki tíma til, að staldra við og njóta jólanna. Það eru einmitt börnin sem hjálpa okkur að muna að gleðjast um jólin og það eru sönn forréttindi að fá að upplifa barnslega jólagleði og tilhlökkun. Við vonum svo sannarlega að þessi samvinna hjálpi fólki að njóta jólanna í staðinn fyrir að horfa á þau þjóta hjá í stresskasti.“ Þær segja nokkuð ljóst að ýmsir foreldrar hafi leitað að slíkri lausn en á fyrsta degi þá hrundi vefsíðan, fjöldi gesta var svo mikill. „Við trúðum náttúrulega ekki eigin augum og þurftum að drífa í því að finna út úr því hvernig við gætum uppfært síðuna svo hún gæti ráðið við meiri traffík,“ segir Svanborg hlæjandi. „Þetta var hreint út sagt ótrúlegt og augljóst að það er eftirspurn eftir því að létta undir með foreldrum og ég held og vona að fólk finni að það er hjarta og hugur í gjöfunum frá Jólaálfinum.“ Ívar og Svanborg með sonum sínum tveimur.
Jól Nýsköpun Börn og uppeldi Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Hneig niður í miðju lagi Tónlist Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Sjá meira