Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2024 22:00 Séð yfir áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Þjórsá verður stífluð á móts við Skarðsfjall, sem sést hægra megin fyrir miðju. Kirkjustaðurinn Stórinúpur lengst til vinstri. Fjær sjást Búrfell fyrir miðri mynd og Hekla til hægri. Landsvirkjun Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að virkjunin telst þó vart vera búin að fá grænt ljós. Búið er að kæra virkjunarleyfið, sem Orkustofnun gaf út í síðasta mánuði, og fleiri kærumál eru í gangi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tjáði fréttastofu síðdegis að þrátt fyrir kærur hygðist fyrirtækið setja undirbúning framkvæmda strax á fulla ferð með það að markmiði að þær hæfust fyrir árslok. Sagði hann þörfina svo brýna á meiri orku að það mætti ekki dragast lengur. Inntakslón fyrir Hvammsvirkjun myndast neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun Í myndskeiði fréttarinnar má sjá hver sýnilegustu umhverfisáhrif virkjunarinnar verða. Neðan við bæinn Haga neðst í Þjórsárdal myndast fjögurra ferkílómetra inntakslón og flúðir í ánni fara á kaf. Virkjunin mun hins vegar njóta allra þeirra miðlunarlóna sem þegar eru til staðar ofar á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár á hálendinu og telst þetta lón tiltölulega lítið miðað við svona stóra vatnsaflsvirkjun. Ef allt fer á fullt í vetur verður þessi án efa með stærstu framkvæmdum á Íslandi næstu fjögur árin, ef ekki sú stærsta, en stefnt er að gangsetningu virkjunarinnar snemma árs 2029. Í milljörðum talið má áætla að smíðin kosti á bilinu 60 til 70 milljarða króna. Uppsett afl hennar verður 95 megavött, álíka og í Búðarhálsvirkjun og Vatnsfellsvirkjun. Hvammsvirkjun er ætlað að framleiða um 740 gígavattsstundir raforku á ári. Söluverðmæti þeirrar orku má áætla að geti orðið á bilinu 5,5 til 6 milljarðar króna á ári. Þannig gæti þessi virkjun orðið mjög arðbær og hún borgað sig upp á kannski tíu til tólf árum. Teikning af fyrirhugaðri brú yfir Þjórsá. Horft er til norðurs, frá Rangárvallasýslu yfir í Árnessýslu.Vegagerðin Talsverð samgöngubót mun fylgja virkjuninni í uppsveitum Suðurlands. Á móts við þéttbýlið í Árnesi verður lagður nýr vegur vegna framkvæmdanna, Búðafossvegur, með nýrri brú yfir Þjórsá. Vegurinn og brúin munu stytta vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu og telja ráðamenn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að brúin muni ásamt öðru styrkja Árnes verulega sem þéttbýlisstað. Sunnlendinga hefur lengi dreymt um að fá brúna, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 sumarið 2009, fyrir fimmtán árum: Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Skipulag Efnahagsmál Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56 Varar við því að skerðingar á raforku geti staðið fram á vor Landsvirkjun tilkynnti í dag að grípa yrði til aukinna skerðinga á raforku til stórnotenda og varaði við því að þær gætu staðið fram á vor. Slæm vatnsstaða miðlunarlóna er sögð meginskýringin. 23. október 2024 21:26 Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands. 16. júlí 2023 22:20 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að virkjunin telst þó vart vera búin að fá grænt ljós. Búið er að kæra virkjunarleyfið, sem Orkustofnun gaf út í síðasta mánuði, og fleiri kærumál eru í gangi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tjáði fréttastofu síðdegis að þrátt fyrir kærur hygðist fyrirtækið setja undirbúning framkvæmda strax á fulla ferð með það að markmiði að þær hæfust fyrir árslok. Sagði hann þörfina svo brýna á meiri orku að það mætti ekki dragast lengur. Inntakslón fyrir Hvammsvirkjun myndast neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun Í myndskeiði fréttarinnar má sjá hver sýnilegustu umhverfisáhrif virkjunarinnar verða. Neðan við bæinn Haga neðst í Þjórsárdal myndast fjögurra ferkílómetra inntakslón og flúðir í ánni fara á kaf. Virkjunin mun hins vegar njóta allra þeirra miðlunarlóna sem þegar eru til staðar ofar á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár á hálendinu og telst þetta lón tiltölulega lítið miðað við svona stóra vatnsaflsvirkjun. Ef allt fer á fullt í vetur verður þessi án efa með stærstu framkvæmdum á Íslandi næstu fjögur árin, ef ekki sú stærsta, en stefnt er að gangsetningu virkjunarinnar snemma árs 2029. Í milljörðum talið má áætla að smíðin kosti á bilinu 60 til 70 milljarða króna. Uppsett afl hennar verður 95 megavött, álíka og í Búðarhálsvirkjun og Vatnsfellsvirkjun. Hvammsvirkjun er ætlað að framleiða um 740 gígavattsstundir raforku á ári. Söluverðmæti þeirrar orku má áætla að geti orðið á bilinu 5,5 til 6 milljarðar króna á ári. Þannig gæti þessi virkjun orðið mjög arðbær og hún borgað sig upp á kannski tíu til tólf árum. Teikning af fyrirhugaðri brú yfir Þjórsá. Horft er til norðurs, frá Rangárvallasýslu yfir í Árnessýslu.Vegagerðin Talsverð samgöngubót mun fylgja virkjuninni í uppsveitum Suðurlands. Á móts við þéttbýlið í Árnesi verður lagður nýr vegur vegna framkvæmdanna, Búðafossvegur, með nýrri brú yfir Þjórsá. Vegurinn og brúin munu stytta vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu og telja ráðamenn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að brúin muni ásamt öðru styrkja Árnes verulega sem þéttbýlisstað. Sunnlendinga hefur lengi dreymt um að fá brúna, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 sumarið 2009, fyrir fimmtán árum:
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Skipulag Efnahagsmál Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56 Varar við því að skerðingar á raforku geti staðið fram á vor Landsvirkjun tilkynnti í dag að grípa yrði til aukinna skerðinga á raforku til stórnotenda og varaði við því að þær gætu staðið fram á vor. Slæm vatnsstaða miðlunarlóna er sögð meginskýringin. 23. október 2024 21:26 Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands. 16. júlí 2023 22:20 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira
Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56
Varar við því að skerðingar á raforku geti staðið fram á vor Landsvirkjun tilkynnti í dag að grípa yrði til aukinna skerðinga á raforku til stórnotenda og varaði við því að þær gætu staðið fram á vor. Slæm vatnsstaða miðlunarlóna er sögð meginskýringin. 23. október 2024 21:26
Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands. 16. júlí 2023 22:20