Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2024 22:00 Séð yfir áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Þjórsá verður stífluð á móts við Skarðsfjall, sem sést hægra megin fyrir miðju. Kirkjustaðurinn Stórinúpur lengst til vinstri. Fjær sjást Búrfell fyrir miðri mynd og Hekla til hægri. Landsvirkjun Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að virkjunin telst þó vart vera búin að fá grænt ljós. Búið er að kæra virkjunarleyfið, sem Orkustofnun gaf út í síðasta mánuði, og fleiri kærumál eru í gangi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tjáði fréttastofu síðdegis að þrátt fyrir kærur hygðist fyrirtækið setja undirbúning framkvæmda strax á fulla ferð með það að markmiði að þær hæfust fyrir árslok. Sagði hann þörfina svo brýna á meiri orku að það mætti ekki dragast lengur. Inntakslón fyrir Hvammsvirkjun myndast neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun Í myndskeiði fréttarinnar má sjá hver sýnilegustu umhverfisáhrif virkjunarinnar verða. Neðan við bæinn Haga neðst í Þjórsárdal myndast fjögurra ferkílómetra inntakslón og flúðir í ánni fara á kaf. Virkjunin mun hins vegar njóta allra þeirra miðlunarlóna sem þegar eru til staðar ofar á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár á hálendinu og telst þetta lón tiltölulega lítið miðað við svona stóra vatnsaflsvirkjun. Ef allt fer á fullt í vetur verður þessi án efa með stærstu framkvæmdum á Íslandi næstu fjögur árin, ef ekki sú stærsta, en stefnt er að gangsetningu virkjunarinnar snemma árs 2029. Í milljörðum talið má áætla að smíðin kosti á bilinu 60 til 70 milljarða króna. Uppsett afl hennar verður 95 megavött, álíka og í Búðarhálsvirkjun og Vatnsfellsvirkjun. Hvammsvirkjun er ætlað að framleiða um 740 gígavattsstundir raforku á ári. Söluverðmæti þeirrar orku má áætla að geti orðið á bilinu 5,5 til 6 milljarðar króna á ári. Þannig gæti þessi virkjun orðið mjög arðbær og hún borgað sig upp á kannski tíu til tólf árum. Teikning af fyrirhugaðri brú yfir Þjórsá. Horft er til norðurs, frá Rangárvallasýslu yfir í Árnessýslu.Vegagerðin Talsverð samgöngubót mun fylgja virkjuninni í uppsveitum Suðurlands. Á móts við þéttbýlið í Árnesi verður lagður nýr vegur vegna framkvæmdanna, Búðafossvegur, með nýrri brú yfir Þjórsá. Vegurinn og brúin munu stytta vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu og telja ráðamenn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að brúin muni ásamt öðru styrkja Árnes verulega sem þéttbýlisstað. Sunnlendinga hefur lengi dreymt um að fá brúna, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 sumarið 2009, fyrir fimmtán árum: Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Skipulag Efnahagsmál Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56 Varar við því að skerðingar á raforku geti staðið fram á vor Landsvirkjun tilkynnti í dag að grípa yrði til aukinna skerðinga á raforku til stórnotenda og varaði við því að þær gætu staðið fram á vor. Slæm vatnsstaða miðlunarlóna er sögð meginskýringin. 23. október 2024 21:26 Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands. 16. júlí 2023 22:20 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að virkjunin telst þó vart vera búin að fá grænt ljós. Búið er að kæra virkjunarleyfið, sem Orkustofnun gaf út í síðasta mánuði, og fleiri kærumál eru í gangi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tjáði fréttastofu síðdegis að þrátt fyrir kærur hygðist fyrirtækið setja undirbúning framkvæmda strax á fulla ferð með það að markmiði að þær hæfust fyrir árslok. Sagði hann þörfina svo brýna á meiri orku að það mætti ekki dragast lengur. Inntakslón fyrir Hvammsvirkjun myndast neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun Í myndskeiði fréttarinnar má sjá hver sýnilegustu umhverfisáhrif virkjunarinnar verða. Neðan við bæinn Haga neðst í Þjórsárdal myndast fjögurra ferkílómetra inntakslón og flúðir í ánni fara á kaf. Virkjunin mun hins vegar njóta allra þeirra miðlunarlóna sem þegar eru til staðar ofar á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár á hálendinu og telst þetta lón tiltölulega lítið miðað við svona stóra vatnsaflsvirkjun. Ef allt fer á fullt í vetur verður þessi án efa með stærstu framkvæmdum á Íslandi næstu fjögur árin, ef ekki sú stærsta, en stefnt er að gangsetningu virkjunarinnar snemma árs 2029. Í milljörðum talið má áætla að smíðin kosti á bilinu 60 til 70 milljarða króna. Uppsett afl hennar verður 95 megavött, álíka og í Búðarhálsvirkjun og Vatnsfellsvirkjun. Hvammsvirkjun er ætlað að framleiða um 740 gígavattsstundir raforku á ári. Söluverðmæti þeirrar orku má áætla að geti orðið á bilinu 5,5 til 6 milljarðar króna á ári. Þannig gæti þessi virkjun orðið mjög arðbær og hún borgað sig upp á kannski tíu til tólf árum. Teikning af fyrirhugaðri brú yfir Þjórsá. Horft er til norðurs, frá Rangárvallasýslu yfir í Árnessýslu.Vegagerðin Talsverð samgöngubót mun fylgja virkjuninni í uppsveitum Suðurlands. Á móts við þéttbýlið í Árnesi verður lagður nýr vegur vegna framkvæmdanna, Búðafossvegur, með nýrri brú yfir Þjórsá. Vegurinn og brúin munu stytta vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu og telja ráðamenn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að brúin muni ásamt öðru styrkja Árnes verulega sem þéttbýlisstað. Sunnlendinga hefur lengi dreymt um að fá brúna, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 sumarið 2009, fyrir fimmtán árum:
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Skipulag Efnahagsmál Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56 Varar við því að skerðingar á raforku geti staðið fram á vor Landsvirkjun tilkynnti í dag að grípa yrði til aukinna skerðinga á raforku til stórnotenda og varaði við því að þær gætu staðið fram á vor. Slæm vatnsstaða miðlunarlóna er sögð meginskýringin. 23. október 2024 21:26 Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands. 16. júlí 2023 22:20 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56
Varar við því að skerðingar á raforku geti staðið fram á vor Landsvirkjun tilkynnti í dag að grípa yrði til aukinna skerðinga á raforku til stórnotenda og varaði við því að þær gætu staðið fram á vor. Slæm vatnsstaða miðlunarlóna er sögð meginskýringin. 23. október 2024 21:26
Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands. 16. júlí 2023 22:20