„Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. október 2024 16:27 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, vill tíu liða deild með þremur umferðum frekar en tólf liða deild með úrslitakeppni. Vísir/Viktor Freyr Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, hefur þurft að horfa á sína menn tapa fjórum leikjum í röð eftir að hafa bjargað sér frá falli. 1-4 varð niðurstaðan gegn KA í lokaleik tímabilsins. „Ég á eiginlega engin orð yfir frammistöðuna í síðustu fjórum leikjum. Það sem fólk man er frammistaðan undanfarið og allt það góða sem við gerðum í sumar gleymist bara. Því miður þá er þetta ömurlegir endir fyrir okkur, ömurlegir síðustu fjórir leikir sem tapast allir. Við erum ekki líkir sjálfum okkur og manni líður bara illa yfir þessu, þetta er ótrúlega leiðinlegt og ég efast ekki um að strákunum finnist það líka en við verðum bara að gera betur. Verðum að vilja vinna fótboltaleiki þó þeir hefðu ekki mikla þýðingu fyrir okkur,“ sagði Rúnar um frammistöðu sinna manna í úrslitakeppninni. „Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt“ Fram bjargaði sér frá falli með sigri í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Eftir það spilaði liðið fjóra leiki sem skiptu í raun engu máli, og töpuðu þeim öllum. Rúnar var spurður hvað honum þætti um fyrirkomulag deildarinnar og það stóð ekki á svörum. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað. Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt en auðvitað skilur maður þegar núna í fyrsta skipti er úrslitaleikur, síðustu tvö tímabil hafa Íslandsmeistararnir verið búnir að tryggja sig eftir fyrsta leik í úrslitakeppni eða jafnvel fyrr. Við getum líka horft á það að Fylkir er fallinn og fer með fjórtán leikmenn vestur, í leik sem skiptir gríðarlegu máli fyrir HK og Vestra. Þeir eru með menn í leikbanni og meiðsli en svo er spurning hvort menn séu bara að spara með því að fara ekki með átján manna hóp. Þetta skekkir alla mynd þannig að þetta er í raun lélegt. Ég hefði viljað fá tíu liða deild og þrjár umferðir, það eru 27 leikir, jafnmargir og þetta fyrirkomulag núna. Það er bara mín skoðun og það hafa allir rétt á sínum skoðunum.“ Ætlar að vera áfram með liðið Framarar ætla nú að taka sér gott frí og nýta tímann í að líta inn á við eftir ömurlegan endi. Rúnar þvertók fyrir það að vera á förum frá félaginu, hann vill hrista upp í leikmannahópnum og reyna aftur að ári. „Nú fara menn bara í frí og sleikja sárin. Ég er búinn að læra fullt á mannskapinn, búinn að læra ofboðslega mikið á þessu tímabili. Veit hvað við þurfum að gera til að bæta okkar leik, bæta okkar lið. Það þurfa að eiga sér stað breytingar hérna, það er engin spurning.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Fram KSÍ Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
„Ég á eiginlega engin orð yfir frammistöðuna í síðustu fjórum leikjum. Það sem fólk man er frammistaðan undanfarið og allt það góða sem við gerðum í sumar gleymist bara. Því miður þá er þetta ömurlegir endir fyrir okkur, ömurlegir síðustu fjórir leikir sem tapast allir. Við erum ekki líkir sjálfum okkur og manni líður bara illa yfir þessu, þetta er ótrúlega leiðinlegt og ég efast ekki um að strákunum finnist það líka en við verðum bara að gera betur. Verðum að vilja vinna fótboltaleiki þó þeir hefðu ekki mikla þýðingu fyrir okkur,“ sagði Rúnar um frammistöðu sinna manna í úrslitakeppninni. „Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt“ Fram bjargaði sér frá falli með sigri í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Eftir það spilaði liðið fjóra leiki sem skiptu í raun engu máli, og töpuðu þeim öllum. Rúnar var spurður hvað honum þætti um fyrirkomulag deildarinnar og það stóð ekki á svörum. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað. Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt en auðvitað skilur maður þegar núna í fyrsta skipti er úrslitaleikur, síðustu tvö tímabil hafa Íslandsmeistararnir verið búnir að tryggja sig eftir fyrsta leik í úrslitakeppni eða jafnvel fyrr. Við getum líka horft á það að Fylkir er fallinn og fer með fjórtán leikmenn vestur, í leik sem skiptir gríðarlegu máli fyrir HK og Vestra. Þeir eru með menn í leikbanni og meiðsli en svo er spurning hvort menn séu bara að spara með því að fara ekki með átján manna hóp. Þetta skekkir alla mynd þannig að þetta er í raun lélegt. Ég hefði viljað fá tíu liða deild og þrjár umferðir, það eru 27 leikir, jafnmargir og þetta fyrirkomulag núna. Það er bara mín skoðun og það hafa allir rétt á sínum skoðunum.“ Ætlar að vera áfram með liðið Framarar ætla nú að taka sér gott frí og nýta tímann í að líta inn á við eftir ömurlegan endi. Rúnar þvertók fyrir það að vera á förum frá félaginu, hann vill hrista upp í leikmannahópnum og reyna aftur að ári. „Nú fara menn bara í frí og sleikja sárin. Ég er búinn að læra fullt á mannskapinn, búinn að læra ofboðslega mikið á þessu tímabili. Veit hvað við þurfum að gera til að bæta okkar leik, bæta okkar lið. Það þurfa að eiga sér stað breytingar hérna, það er engin spurning.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Fram KSÍ Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira