„Lítill Birkir Már hefði ekki getað ímyndað sér þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2024 19:41 Birkir Már Sævarsson lék sinn síðasta leik fyrir Val í kvöld. Vísir/Anton Brink Mikil tímamót urðu á N1 vellinum í dag þegar einn dáðasti Valsari sögunnar Birkir Már Sævarsson lék sinn síðasta leik á Íslandi og lauk þar með farsælum ferli sínum. Valsarar héldu mikla dagskrá honum til heiðurs og kórónuðu svo góða kveðjustund með öruggum 6-1 sigri. Birkir var hræður er Vísir ræddi við hann eftir leik um tímamótin: „Er í fyrsta lagi mjög stoltur af ferlinum mínum og gott að enda þetta svona á geggjuðum sigri. Náðum þriðja sætinu sem var lágmarkskrafa fyrir tímabilið, hefðum viljað enda með þann stóra en því miður gekk það ekki í dag.“ sagði Birkir Már. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Birkir tók undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði þrátt fyrir að liðið hafi náð evrópusæti á endanum. „Við ætluðum okkur að vera nær toppbaráttunni en því miður tókst það ekki, þá er sárabót að ná evrópusæti. Sé ekkert eftir þessu tímabili, hefði mátt vera skemmtilegra. Finn núna að ég er tilbúinn að hætta hér. Er ekki búinn að ákveða hvort skórnir fara alveg uppá hilluna. Hérna á Íslandi er ég allavega hættur.“ Birkir Már hefur lyft titlum með Val auk þess að eiga farsælan atvinnumannaferil að ógleymdum mögnuðum landsliðsferli þar sem hann lék á Heimsmeistaramóti og evrópumóti. „Sem lítill Birkir Már þá hefði ég aldrei getað ímyndað mér þennan feril sem ég hef átt. Ótrúlega stoltur og trúi því varla enþá að þetta hafi verið svona góður ferill. Búin að kynnast ótrúlega mörgu góðu fólki og það situr mest eftir kannski eftir allt.“ sagði Birkir og bætti við um þessa kveðjustund Valsara. „Þetta var geðveikt. Ekkert eðlilega glaður og hrærður yfir allri dagskránni sem var hérna í dag til heiðurs mér. Ég á eiginlega engin orð.“ Birkir viðurkenndi að hann væri mjög sáttur með daginn og sagðist aðspurður þakklátur félaginu. „Ég er með risastórt Valshjarta. Valur er klúbburinn minn. Þetta hefur verið mitt annað heimili síðan ég var fimm ára. Ég hef örugglega verið meira hér en heima hjá mér. Ég á eftir að sakna allra hérna, á eftir að koma í heimsókn í stúkuna og tuða eitthvað eins og gamlir leikmenn gera.“ Stuðningsmenn Vals sungu í stúkunni eftir leik „Eitt ár í viðbót“. Er það útilokað fyrir Birki? „Já. Það er útilokað.“ sagði Birkir og bætti við um framhaldið: „Ég er ekki búinn að leggja skóna alveg á hilluna, spila kannski einhvern neðri deildar bolta í Svíþjóð. Svo sé ég bara til hvort það verðu einhver þjálfun eða slíkt þegar fram líða stundir.“ Besta deild karla Valur Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Birkir var hræður er Vísir ræddi við hann eftir leik um tímamótin: „Er í fyrsta lagi mjög stoltur af ferlinum mínum og gott að enda þetta svona á geggjuðum sigri. Náðum þriðja sætinu sem var lágmarkskrafa fyrir tímabilið, hefðum viljað enda með þann stóra en því miður gekk það ekki í dag.“ sagði Birkir Már. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Birkir tók undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði þrátt fyrir að liðið hafi náð evrópusæti á endanum. „Við ætluðum okkur að vera nær toppbaráttunni en því miður tókst það ekki, þá er sárabót að ná evrópusæti. Sé ekkert eftir þessu tímabili, hefði mátt vera skemmtilegra. Finn núna að ég er tilbúinn að hætta hér. Er ekki búinn að ákveða hvort skórnir fara alveg uppá hilluna. Hérna á Íslandi er ég allavega hættur.“ Birkir Már hefur lyft titlum með Val auk þess að eiga farsælan atvinnumannaferil að ógleymdum mögnuðum landsliðsferli þar sem hann lék á Heimsmeistaramóti og evrópumóti. „Sem lítill Birkir Már þá hefði ég aldrei getað ímyndað mér þennan feril sem ég hef átt. Ótrúlega stoltur og trúi því varla enþá að þetta hafi verið svona góður ferill. Búin að kynnast ótrúlega mörgu góðu fólki og það situr mest eftir kannski eftir allt.“ sagði Birkir og bætti við um þessa kveðjustund Valsara. „Þetta var geðveikt. Ekkert eðlilega glaður og hrærður yfir allri dagskránni sem var hérna í dag til heiðurs mér. Ég á eiginlega engin orð.“ Birkir viðurkenndi að hann væri mjög sáttur með daginn og sagðist aðspurður þakklátur félaginu. „Ég er með risastórt Valshjarta. Valur er klúbburinn minn. Þetta hefur verið mitt annað heimili síðan ég var fimm ára. Ég hef örugglega verið meira hér en heima hjá mér. Ég á eftir að sakna allra hérna, á eftir að koma í heimsókn í stúkuna og tuða eitthvað eins og gamlir leikmenn gera.“ Stuðningsmenn Vals sungu í stúkunni eftir leik „Eitt ár í viðbót“. Er það útilokað fyrir Birki? „Já. Það er útilokað.“ sagði Birkir og bætti við um framhaldið: „Ég er ekki búinn að leggja skóna alveg á hilluna, spila kannski einhvern neðri deildar bolta í Svíþjóð. Svo sé ég bara til hvort það verðu einhver þjálfun eða slíkt þegar fram líða stundir.“
Besta deild karla Valur Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn