Túfa: Búið að ganga frá því fyrir löngu síðan að ég verð áfram Ólafur Þór Jónsson skrifar 26. október 2024 19:46 Túfa verður áfram með Val. Vísir/Anton Brink Valur endaði tímabilið í Bestu deildinni með öruggum 6-1 sigri á ÍA í mikilvægum leik fyrir Hlíðarendapilta. Sigurinn þýðir að liðið náði 3. sæti sem tryggir þáttöku í evrópukeppni á næsta ári. Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals var að vonum ánægður er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Bara mjög ánægður með liðið mitt. Við skulduðum okkur sjálfum og stuðningsmönnum þessa frammistöðu. Markmiðið síðustu vikur hefur verið að klára þetta evrópusæti sem er mjög mikilvægt fyrir okkur og klúbbinn.“ sagði Túfa eftir leik. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Túfa tók ekki fullkomlega undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði. „Það er hægt að horfa á þetta frá nokkrum áttum. Valur er klúbbur sem vill alltaf vera að berjast við titla og það breytist ekki. Aftur á móti, síðasti titilinn okkar var árið 2020. Við endum í þessu þriðja sæti í ár og það er bara gott og mikilvægt miðað við hvernig tímabilið var. Við verðum að taka því þannig og þessi síðasti leikur er eitthvað sem við verðum að taka með okkur inní næsta tímabili.“ sagði Túfa en hann tók við liðinu á miðju tímabili og sagði um frammistöðu liðsins síðan hann tók við: „Þetta var upp og niður. Til að vera hreinskilin þá er ég ekki mjög ánægður með fjölda sigra og stiga. Ég vildi miklu meira. En aftur á móti miðað við ástandið á liðinu undanfarnar vikur þá var það erfitt. Vorum stundum mjög fáir á æfingum og hef ekki átt mikla möguleika á að vinna mikið með liðinu á æfingasvæðinu.“ „Í flestum leikjum hefur vantað 5-6 leikmenn og það er erfitt þegar þú ætlar að berjast um titil. Verðum að laga það og passa að gerist ekki aftur á næsta tímabili. Aftur á móti þá erum við með geggjaðan hóp, ef við leggjum mikla vinnu á okkur á undirbúningstímabilinu, vinnum í okkar málum vel þá verðum við klárir í að gefa öllum liðum leik og berjast um titla.“ Einhverjar sögusagnir hafa verið um að Túfa verði ekki áfram þjálfari Vals á næstu leiktíð. Hann sló algjörlega á þær sögusagnir og sagði: „Já ég verð áfram. Það er búið að ganga frá því fyrir löngu síðan.“ Framdunan er undirbúningstímabil hjá Val og gerir Túfa ráð fyrir einhverjum breytingum á liði sínu. „Við vitum að við missum Birki Má og það er vont. Það er mikil fyrirmynd sem hefur sýnt öll gildi Vals búin að sýna í mörg ár. Það verða einhverjar breytingar en það kemur í ljós.“ sagði hann að lokum. Besta deild karla Valur Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals var að vonum ánægður er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Bara mjög ánægður með liðið mitt. Við skulduðum okkur sjálfum og stuðningsmönnum þessa frammistöðu. Markmiðið síðustu vikur hefur verið að klára þetta evrópusæti sem er mjög mikilvægt fyrir okkur og klúbbinn.“ sagði Túfa eftir leik. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Túfa tók ekki fullkomlega undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði. „Það er hægt að horfa á þetta frá nokkrum áttum. Valur er klúbbur sem vill alltaf vera að berjast við titla og það breytist ekki. Aftur á móti, síðasti titilinn okkar var árið 2020. Við endum í þessu þriðja sæti í ár og það er bara gott og mikilvægt miðað við hvernig tímabilið var. Við verðum að taka því þannig og þessi síðasti leikur er eitthvað sem við verðum að taka með okkur inní næsta tímabili.“ sagði Túfa en hann tók við liðinu á miðju tímabili og sagði um frammistöðu liðsins síðan hann tók við: „Þetta var upp og niður. Til að vera hreinskilin þá er ég ekki mjög ánægður með fjölda sigra og stiga. Ég vildi miklu meira. En aftur á móti miðað við ástandið á liðinu undanfarnar vikur þá var það erfitt. Vorum stundum mjög fáir á æfingum og hef ekki átt mikla möguleika á að vinna mikið með liðinu á æfingasvæðinu.“ „Í flestum leikjum hefur vantað 5-6 leikmenn og það er erfitt þegar þú ætlar að berjast um titil. Verðum að laga það og passa að gerist ekki aftur á næsta tímabili. Aftur á móti þá erum við með geggjaðan hóp, ef við leggjum mikla vinnu á okkur á undirbúningstímabilinu, vinnum í okkar málum vel þá verðum við klárir í að gefa öllum liðum leik og berjast um titla.“ Einhverjar sögusagnir hafa verið um að Túfa verði ekki áfram þjálfari Vals á næstu leiktíð. Hann sló algjörlega á þær sögusagnir og sagði: „Já ég verð áfram. Það er búið að ganga frá því fyrir löngu síðan.“ Framdunan er undirbúningstímabil hjá Val og gerir Túfa ráð fyrir einhverjum breytingum á liði sínu. „Við vitum að við missum Birki Má og það er vont. Það er mikil fyrirmynd sem hefur sýnt öll gildi Vals búin að sýna í mörg ár. Það verða einhverjar breytingar en það kemur í ljós.“ sagði hann að lokum.
Besta deild karla Valur Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn