Höskuldur hefur spilað stórkostlega í allt sumar og verið einn mikilvægasti leikmaður Íslandsmeistaranna. Hann skoraði níu mörk og gaf sex stoðsendingar í 27 leikjum. Blikar hafa líka notið þess vel að sjá Höskuld stíga framar og framar á völlinn, bakvörður fyrir ekki svo löngu en framliggjandi miðjumaður í dag og stórskemmtilegur leikmaður.
Anton Ari hélt hreinu alls níu sinnum í sumar. Hann var jafn Ingvari Jónssyni hjá Víkingi og Árna Snæ hjá Stjörnunni fyrir lokaumferðina með átta hrein mörk, en hélt Víkingum í skefjum í kvöld og er því óvéfengjanlegur sigurvegari.
![](https://www.visir.is/i/79E41FD213A821FF56032D88007A62A187FD8D316CAE7CC3876A1DDDDB8054D6_713x0.jpg)