Hugsuðu út fyrir kassann og bjuggu til ókeypis stúkusæti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2024 09:01 Magnús Páll og Ómar á þaki Land Roversins. Ógleymanlegt kvöld í Fossvoginum. Vísir/KTD Þegar félagarnir Magnús Páll Gunnarsson og Ómar Maack áttuðu sig á því að þeim tækist ekki að verða sér úti um miða á úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla í knattspyrnu þurfti að hugsa út fyrir kassann. Þá kom sér vel að vera með gamlan Land Rover og tryggja sér besta bílastæðið í Víkinni. Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með sannfærandi 3-0 sigri á Víkingum í Fossvoginum í gærkvöldi. Mögnuð stund fyrir Blika sem þustu inn á völlinn í leikslok, þ.e. að segja þá 250 stuðningsmenn sem voru með miða aftan við markið Kópavogsmegin í Dalnum. Á sama tíma stóðu tveir grjótharðir Blikar á þaki Land Rovers á bílastæðinu og féllust í faðma. Magnús Páll spilaði bæði með Víkingum og Blikum á ferli sínum en Blikahjartað er stóra hjartað. Hann vann bronsskóinn í búningi Blika árið 2007. Sitjandi á bílnum í leikslok.Vísir/KTD „Við reyndum að fá miða, það var vonlaust,“ sagði Magnús Páll í samtali við blaðamann í kuldanum í Fossvoginum í leikslok. Þar sem um heimaleik Víkings var að ræða gátu þeir svörtu og rauðu ráðstafað miðunum. Massinn fór til stuðningsmanna heimaliðsins og 250 til Blika. Margir Blikar sátu eftir með sárt ennið. „Ég fékk ekki miða. Mér fannst þetta algjört leikslys hjá Víkingum að bjóða okkur bara upp á 250 miða. Þetta er algjört hneyksli. Það fauk aðeins í mig og ég hugsaði aðeins út fyrir boxið. Hér var ég í algjöru stúkusæti með Ómar minn stórmeistaravin með mér. Við munum aldrei gleyma þessu,“ sagði sigurreifur Magnús Páll. Hann segist hafa farið í hjólreiðatúr niður í Fossvog að taka út aðstæður í síðustu viku. Tveggja ára dóttir hans framan á stýrinu og níu og tólf ára guttarnir á eigin hjólum. Land Roverinn gamli reyndist vinur í raun fyrir tvo harða Blika.Vísir/KTD „Ég sá að það þýddi ekkert að koma með stiga eða eitthvað. Ég hugsaði að ég væri með gamlan Land Rover, hann er tveir metrar á hæð. Ég er sjálfur tveir metrar á hæð. Ég legg bara í besta stæðið og geymi bílinn yfir helgina.“ Á föstudagskvöldið klukkan sjö renndu félagarnir í hlað með bílinn. Tveir sólarhringar í leik. „Svo hugsuðum við hvernig við myndum nýta bílastæðið. Hugmyndin var að sitja á bílnum, horfa á leikinn og verða vitni að sögulegri stund. Þessi hugmynd reyndist vera algjört masterplan.“ Magnús Páll nýtti daginn til þess að útvega sér krossviðarplötu. Félagarnir á bílnum meðan á leik stóð.Vísir/KTD „Ég fór á Sorpu og náði mér í þessa krossviðarplötu til að dreifa álaginu svo þakið myndi ekki alveg brotna,“ segir Magnús hlæjandi. Þeir völdu bílastæðið næst leikklukkunni þar sem girðingin er lægst og því vel hægt að sjá inn á völlinn. Þeir segjast hafa verið við öllu búnir við mætingu í Fossvoginn í kvöld. Að gæslan myndi gera athugasemdir. Gæslan hafi gengið úr skugga um að þeir ættu bílinn en svo ekki gert frekari athugasemdir. „Kúdos á gæsluna,“ segir Ómar. Skítakuldi var í Fossvoginum, hiti við frostmark og félagarnir vel rauðir í framan eftir útiveruna í kuldanum. Þá kom sér vel að vera veiðimenn og eiga hlý föt, föðurland og þar fram eftir götunum. Kaffi og bjór hjálpaði líka til. „Það er bara að hugsa út fyrir boxið og hafa gaman. Þetta var ógleymanlegt kvöld,“ segja vinirnir. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með sannfærandi 3-0 sigri á Víkingum í Fossvoginum í gærkvöldi. Mögnuð stund fyrir Blika sem þustu inn á völlinn í leikslok, þ.e. að segja þá 250 stuðningsmenn sem voru með miða aftan við markið Kópavogsmegin í Dalnum. Á sama tíma stóðu tveir grjótharðir Blikar á þaki Land Rovers á bílastæðinu og féllust í faðma. Magnús Páll spilaði bæði með Víkingum og Blikum á ferli sínum en Blikahjartað er stóra hjartað. Hann vann bronsskóinn í búningi Blika árið 2007. Sitjandi á bílnum í leikslok.Vísir/KTD „Við reyndum að fá miða, það var vonlaust,“ sagði Magnús Páll í samtali við blaðamann í kuldanum í Fossvoginum í leikslok. Þar sem um heimaleik Víkings var að ræða gátu þeir svörtu og rauðu ráðstafað miðunum. Massinn fór til stuðningsmanna heimaliðsins og 250 til Blika. Margir Blikar sátu eftir með sárt ennið. „Ég fékk ekki miða. Mér fannst þetta algjört leikslys hjá Víkingum að bjóða okkur bara upp á 250 miða. Þetta er algjört hneyksli. Það fauk aðeins í mig og ég hugsaði aðeins út fyrir boxið. Hér var ég í algjöru stúkusæti með Ómar minn stórmeistaravin með mér. Við munum aldrei gleyma þessu,“ sagði sigurreifur Magnús Páll. Hann segist hafa farið í hjólreiðatúr niður í Fossvog að taka út aðstæður í síðustu viku. Tveggja ára dóttir hans framan á stýrinu og níu og tólf ára guttarnir á eigin hjólum. Land Roverinn gamli reyndist vinur í raun fyrir tvo harða Blika.Vísir/KTD „Ég sá að það þýddi ekkert að koma með stiga eða eitthvað. Ég hugsaði að ég væri með gamlan Land Rover, hann er tveir metrar á hæð. Ég er sjálfur tveir metrar á hæð. Ég legg bara í besta stæðið og geymi bílinn yfir helgina.“ Á föstudagskvöldið klukkan sjö renndu félagarnir í hlað með bílinn. Tveir sólarhringar í leik. „Svo hugsuðum við hvernig við myndum nýta bílastæðið. Hugmyndin var að sitja á bílnum, horfa á leikinn og verða vitni að sögulegri stund. Þessi hugmynd reyndist vera algjört masterplan.“ Magnús Páll nýtti daginn til þess að útvega sér krossviðarplötu. Félagarnir á bílnum meðan á leik stóð.Vísir/KTD „Ég fór á Sorpu og náði mér í þessa krossviðarplötu til að dreifa álaginu svo þakið myndi ekki alveg brotna,“ segir Magnús hlæjandi. Þeir völdu bílastæðið næst leikklukkunni þar sem girðingin er lægst og því vel hægt að sjá inn á völlinn. Þeir segjast hafa verið við öllu búnir við mætingu í Fossvoginn í kvöld. Að gæslan myndi gera athugasemdir. Gæslan hafi gengið úr skugga um að þeir ættu bílinn en svo ekki gert frekari athugasemdir. „Kúdos á gæsluna,“ segir Ómar. Skítakuldi var í Fossvoginum, hiti við frostmark og félagarnir vel rauðir í framan eftir útiveruna í kuldanum. Þá kom sér vel að vera veiðimenn og eiga hlý föt, föðurland og þar fram eftir götunum. Kaffi og bjór hjálpaði líka til. „Það er bara að hugsa út fyrir boxið og hafa gaman. Þetta var ógleymanlegt kvöld,“ segja vinirnir.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira