Rekja stuld á korti af Ísrael úr Seltjarnarneskirkju til átakanna Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2024 10:48 Kortið sem hékk í anddyri Seltjarnarneskirkju nýttist meðal annars til þess að skýra sögusvið Biblíunnar. Vísir Óþekktur einstaklingur tók upphleypt kort af Ísrael ófrjálsri hendi úr anddyri Seltjarnarneskirkju í síðustu viku. Prestur þar tengir stuldinn við umfjöllun um Ísrael og átök þess við Palestínumenn. Upphleypta kortið sem Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju, keypti á ferðalagi í Ísrael hafði hangið í anddyri við safnaðarheimili kirkjunnar frá 2018. Það sýndi meðal annars sigdalinn sem Dauðahafið situr í og nýttist við að fræða börn og fullorðna um söguslóðir Biblíunnar. „Þarna er Gasa inni á svæðinu og skiptingin kemur eins og hún er núna. Maður notar það auðvitað bara til að sýna hvar Jerúsalem og Nasaret og þessir staðir sem við erum alltaf að fjalla um eru,“ segir Bjarni við Vísi. Innrammaða kortið hvarf sporlaust úr kirkjunni í síðustu viku. Ingimar Sigurðsson, kirkjuvörður í Seltjarnarneskirkju, segist hafa orðið var við að kortið væri ekki lengur á sínum stað á miðvikudag. Því hafi væntanlega verið stolið einhvern tímann frá sunnudegskvöldinu áður. „Við tengjum þetta við þessa umfjöllun um Ísrael og þessa hryllilegu atburði sem eiga sér stað þar. En það er bara ályktun, við vitum það ekki fyrir víst,“ segir Bjarni sóknarprestur. Engar athugasemdir borist um kortið Tugir þúsunda Palestínumanna hafa fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni síðasta árið eftir að vígamenn samtakanna drápu um 1.200 Ísraela og tóku hundruð í gíslingu 7. otkóber í fyrra. Þá hafa átökin breiðst út til nágrannaríkisins Líbanon þar sem Ísraelar láta til skarar skríða gegn Hezbollah-skæruliðasveitunum sem hafa ítrekað skotið eldflaugum á Ísrael. Enginn gerði athugasemdir við kortið í Seltjarnarneskirkju en Bjarni segir skrýtið að það skuli hverfa núna þegar fréttir frá botni Miðjarðarhafs séu í hámæli. „Maður hefur á tilfinningunni að einhver þoli ekki að sjá kortið þarna uppi á vegg,“ segir presturinn. Bjarni auglýsti eftir kortinu í Facebook-hópi fyrir íbúa Seltjarnarness. Hvatti hann þann sem hefði kortið undir höndum að skila því enda hefði það ekkert með stríðsátökin að gera. Seltjarnarnes Þjóðkirkjan Trúmál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Upphleypta kortið sem Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju, keypti á ferðalagi í Ísrael hafði hangið í anddyri við safnaðarheimili kirkjunnar frá 2018. Það sýndi meðal annars sigdalinn sem Dauðahafið situr í og nýttist við að fræða börn og fullorðna um söguslóðir Biblíunnar. „Þarna er Gasa inni á svæðinu og skiptingin kemur eins og hún er núna. Maður notar það auðvitað bara til að sýna hvar Jerúsalem og Nasaret og þessir staðir sem við erum alltaf að fjalla um eru,“ segir Bjarni við Vísi. Innrammaða kortið hvarf sporlaust úr kirkjunni í síðustu viku. Ingimar Sigurðsson, kirkjuvörður í Seltjarnarneskirkju, segist hafa orðið var við að kortið væri ekki lengur á sínum stað á miðvikudag. Því hafi væntanlega verið stolið einhvern tímann frá sunnudegskvöldinu áður. „Við tengjum þetta við þessa umfjöllun um Ísrael og þessa hryllilegu atburði sem eiga sér stað þar. En það er bara ályktun, við vitum það ekki fyrir víst,“ segir Bjarni sóknarprestur. Engar athugasemdir borist um kortið Tugir þúsunda Palestínumanna hafa fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni síðasta árið eftir að vígamenn samtakanna drápu um 1.200 Ísraela og tóku hundruð í gíslingu 7. otkóber í fyrra. Þá hafa átökin breiðst út til nágrannaríkisins Líbanon þar sem Ísraelar láta til skarar skríða gegn Hezbollah-skæruliðasveitunum sem hafa ítrekað skotið eldflaugum á Ísrael. Enginn gerði athugasemdir við kortið í Seltjarnarneskirkju en Bjarni segir skrýtið að það skuli hverfa núna þegar fréttir frá botni Miðjarðarhafs séu í hámæli. „Maður hefur á tilfinningunni að einhver þoli ekki að sjá kortið þarna uppi á vegg,“ segir presturinn. Bjarni auglýsti eftir kortinu í Facebook-hópi fyrir íbúa Seltjarnarness. Hvatti hann þann sem hefði kortið undir höndum að skila því enda hefði það ekkert með stríðsátökin að gera.
Seltjarnarnes Þjóðkirkjan Trúmál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira