Rekja stuld á korti af Ísrael úr Seltjarnarneskirkju til átakanna Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2024 10:48 Kortið sem hékk í anddyri Seltjarnarneskirkju nýttist meðal annars til þess að skýra sögusvið Biblíunnar. Vísir Óþekktur einstaklingur tók upphleypt kort af Ísrael ófrjálsri hendi úr anddyri Seltjarnarneskirkju í síðustu viku. Prestur þar tengir stuldinn við umfjöllun um Ísrael og átök þess við Palestínumenn. Upphleypta kortið sem Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju, keypti á ferðalagi í Ísrael hafði hangið í anddyri við safnaðarheimili kirkjunnar frá 2018. Það sýndi meðal annars sigdalinn sem Dauðahafið situr í og nýttist við að fræða börn og fullorðna um söguslóðir Biblíunnar. „Þarna er Gasa inni á svæðinu og skiptingin kemur eins og hún er núna. Maður notar það auðvitað bara til að sýna hvar Jerúsalem og Nasaret og þessir staðir sem við erum alltaf að fjalla um eru,“ segir Bjarni við Vísi. Innrammaða kortið hvarf sporlaust úr kirkjunni í síðustu viku. Ingimar Sigurðsson, kirkjuvörður í Seltjarnarneskirkju, segist hafa orðið var við að kortið væri ekki lengur á sínum stað á miðvikudag. Því hafi væntanlega verið stolið einhvern tímann frá sunnudegskvöldinu áður. „Við tengjum þetta við þessa umfjöllun um Ísrael og þessa hryllilegu atburði sem eiga sér stað þar. En það er bara ályktun, við vitum það ekki fyrir víst,“ segir Bjarni sóknarprestur. Engar athugasemdir borist um kortið Tugir þúsunda Palestínumanna hafa fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni síðasta árið eftir að vígamenn samtakanna drápu um 1.200 Ísraela og tóku hundruð í gíslingu 7. otkóber í fyrra. Þá hafa átökin breiðst út til nágrannaríkisins Líbanon þar sem Ísraelar láta til skarar skríða gegn Hezbollah-skæruliðasveitunum sem hafa ítrekað skotið eldflaugum á Ísrael. Enginn gerði athugasemdir við kortið í Seltjarnarneskirkju en Bjarni segir skrýtið að það skuli hverfa núna þegar fréttir frá botni Miðjarðarhafs séu í hámæli. „Maður hefur á tilfinningunni að einhver þoli ekki að sjá kortið þarna uppi á vegg,“ segir presturinn. Bjarni auglýsti eftir kortinu í Facebook-hópi fyrir íbúa Seltjarnarness. Hvatti hann þann sem hefði kortið undir höndum að skila því enda hefði það ekkert með stríðsátökin að gera. Seltjarnarnes Þjóðkirkjan Trúmál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Upphleypta kortið sem Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju, keypti á ferðalagi í Ísrael hafði hangið í anddyri við safnaðarheimili kirkjunnar frá 2018. Það sýndi meðal annars sigdalinn sem Dauðahafið situr í og nýttist við að fræða börn og fullorðna um söguslóðir Biblíunnar. „Þarna er Gasa inni á svæðinu og skiptingin kemur eins og hún er núna. Maður notar það auðvitað bara til að sýna hvar Jerúsalem og Nasaret og þessir staðir sem við erum alltaf að fjalla um eru,“ segir Bjarni við Vísi. Innrammaða kortið hvarf sporlaust úr kirkjunni í síðustu viku. Ingimar Sigurðsson, kirkjuvörður í Seltjarnarneskirkju, segist hafa orðið var við að kortið væri ekki lengur á sínum stað á miðvikudag. Því hafi væntanlega verið stolið einhvern tímann frá sunnudegskvöldinu áður. „Við tengjum þetta við þessa umfjöllun um Ísrael og þessa hryllilegu atburði sem eiga sér stað þar. En það er bara ályktun, við vitum það ekki fyrir víst,“ segir Bjarni sóknarprestur. Engar athugasemdir borist um kortið Tugir þúsunda Palestínumanna hafa fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni síðasta árið eftir að vígamenn samtakanna drápu um 1.200 Ísraela og tóku hundruð í gíslingu 7. otkóber í fyrra. Þá hafa átökin breiðst út til nágrannaríkisins Líbanon þar sem Ísraelar láta til skarar skríða gegn Hezbollah-skæruliðasveitunum sem hafa ítrekað skotið eldflaugum á Ísrael. Enginn gerði athugasemdir við kortið í Seltjarnarneskirkju en Bjarni segir skrýtið að það skuli hverfa núna þegar fréttir frá botni Miðjarðarhafs séu í hámæli. „Maður hefur á tilfinningunni að einhver þoli ekki að sjá kortið þarna uppi á vegg,“ segir presturinn. Bjarni auglýsti eftir kortinu í Facebook-hópi fyrir íbúa Seltjarnarness. Hvatti hann þann sem hefði kortið undir höndum að skila því enda hefði það ekkert með stríðsátökin að gera.
Seltjarnarnes Þjóðkirkjan Trúmál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira