Sjálfbær kvikmyndagerð á Íslandi Lára Portal skrifar 28. október 2024 17:32 Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn hefur tekið mikilvægum framförum í sjálfbærari framleiðslu með fyrstu Green Film vottuninni hérlendis og hlaut kvikmyndin Fjallið fyrstu vottunina. Er það fyrsti vísirinn að sjálfbærari framtíð iðnaðarins þar sem áhersla er lögð á sjálfbæra framleiðsluhætti. Helst það í hendur við leiðarljós Kvikmyndastefnu um að styrkja tengsl kvikmyndagerðar við markmið Íslands á sviði sjálfbærni. Hvað er Green Film? Green Film er leiðbeinandi handbók að vottun um sjálfbæra kvikmyndaframleiðslu. Handbókin er unnin á evrópskum vettvangi, hönnuð fyrir framleiðendur, opinbera kvikmyndasjóði og þjónustustofnanir, sjónvarpsstöðvar og streymisveitur. Kvikmyndamiðstöð Íslands, í samstarfi við Trentino Film Commission, hefur tekið handbókina í notkun og gefið út íslenska útgáfu. Handbókin inniheldur ítarlegar leiðbeiningar um hvernig hægt sé að gera framleiðslu sjálfbærari með tilliti til umhverfis og fólks. Grunnskilyrði vottunar eru í höndum framleiðanda og sjálfbærnistjóra framleiðslunnar en þau eru annars vegar að útbúa sjálfbærniáætlun og hins vegar að móta skilvirka ferðaáætlun. Þar að auki er að finna önnur viðmið sem þarf að uppfylla til að hljóta vottunina. Fjallið: Fyrsta verkefnið á Íslandi sem hlýtur Green Film vottun Kvikmyndin Fjallið, sem skrifuð er og leikstýrt af Ásthildi Kjartansdóttur, er framleidd með viðmið Green Film að leiðarljósi. KPMG á Íslandi, leiðandi þekkingarfyrirtæki á sviði endurskoðunar og ráðgjafar, veitti óháða staðfestingu á skýrslu um fylgni við leiðbeiningar Green Film við gerð kvikmyndarinnar. Fjallið er fyrsta kvikmyndin á Íslandi til að hljóta slíka vottun sem markar nýtt upphaf í sjálfbærari framleiðsluháttum og er stórt skref í kvikmyndabransanum á Íslandi. Ávinningur fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað Vænta má frekari vaxtar á sviði skapandi greina hér á landi, þ.á.m. kvikmyndagerðar. Meðal annars hefur ársvelta kvikmyndagerðar þrefaldast á síðasta áratug. Hins vegar ber að hafa í huga að slíkur vöxtur getur haft í för með sér neikvæð áhrif á umhverfið. Þá sérstaklega þar sem kvikmyndagerð felur gjarnan í sér mikla notkun raforku, álag á umhverfi og samfélag og losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutnings og ferðakostnaðar. Listgrein á tímamótum Líta má á tilkomu sjálfbærra umgjarða eins og Green Film sem ákveðin tímamót fyrir listgreinina þar sem markviss skref eru tekin til að styrkja sjálfbæra innviði kvikmyndagerðar. Með þessari jákvæðu þróun er hægt að stuðla að því að kvikmyndagerð vaxi í sátt við umhverfismarkmið KMÍ og Íslands, og um leið efla ímynd hennar sem sjálfbær atvinnugrein. Höfundur er sjálfbærniráðgjafi hjá KPMG og vottaður úttektaraðili Green Film. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn hefur tekið mikilvægum framförum í sjálfbærari framleiðslu með fyrstu Green Film vottuninni hérlendis og hlaut kvikmyndin Fjallið fyrstu vottunina. Er það fyrsti vísirinn að sjálfbærari framtíð iðnaðarins þar sem áhersla er lögð á sjálfbæra framleiðsluhætti. Helst það í hendur við leiðarljós Kvikmyndastefnu um að styrkja tengsl kvikmyndagerðar við markmið Íslands á sviði sjálfbærni. Hvað er Green Film? Green Film er leiðbeinandi handbók að vottun um sjálfbæra kvikmyndaframleiðslu. Handbókin er unnin á evrópskum vettvangi, hönnuð fyrir framleiðendur, opinbera kvikmyndasjóði og þjónustustofnanir, sjónvarpsstöðvar og streymisveitur. Kvikmyndamiðstöð Íslands, í samstarfi við Trentino Film Commission, hefur tekið handbókina í notkun og gefið út íslenska útgáfu. Handbókin inniheldur ítarlegar leiðbeiningar um hvernig hægt sé að gera framleiðslu sjálfbærari með tilliti til umhverfis og fólks. Grunnskilyrði vottunar eru í höndum framleiðanda og sjálfbærnistjóra framleiðslunnar en þau eru annars vegar að útbúa sjálfbærniáætlun og hins vegar að móta skilvirka ferðaáætlun. Þar að auki er að finna önnur viðmið sem þarf að uppfylla til að hljóta vottunina. Fjallið: Fyrsta verkefnið á Íslandi sem hlýtur Green Film vottun Kvikmyndin Fjallið, sem skrifuð er og leikstýrt af Ásthildi Kjartansdóttur, er framleidd með viðmið Green Film að leiðarljósi. KPMG á Íslandi, leiðandi þekkingarfyrirtæki á sviði endurskoðunar og ráðgjafar, veitti óháða staðfestingu á skýrslu um fylgni við leiðbeiningar Green Film við gerð kvikmyndarinnar. Fjallið er fyrsta kvikmyndin á Íslandi til að hljóta slíka vottun sem markar nýtt upphaf í sjálfbærari framleiðsluháttum og er stórt skref í kvikmyndabransanum á Íslandi. Ávinningur fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað Vænta má frekari vaxtar á sviði skapandi greina hér á landi, þ.á.m. kvikmyndagerðar. Meðal annars hefur ársvelta kvikmyndagerðar þrefaldast á síðasta áratug. Hins vegar ber að hafa í huga að slíkur vöxtur getur haft í för með sér neikvæð áhrif á umhverfið. Þá sérstaklega þar sem kvikmyndagerð felur gjarnan í sér mikla notkun raforku, álag á umhverfi og samfélag og losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutnings og ferðakostnaðar. Listgrein á tímamótum Líta má á tilkomu sjálfbærra umgjarða eins og Green Film sem ákveðin tímamót fyrir listgreinina þar sem markviss skref eru tekin til að styrkja sjálfbæra innviði kvikmyndagerðar. Með þessari jákvæðu þróun er hægt að stuðla að því að kvikmyndagerð vaxi í sátt við umhverfismarkmið KMÍ og Íslands, og um leið efla ímynd hennar sem sjálfbær atvinnugrein. Höfundur er sjálfbærniráðgjafi hjá KPMG og vottaður úttektaraðili Green Film.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar