Real Madrid á öðrum endanum: „Fótboltapólitík“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 07:33 Real Madrid skilur ekki hvernig Vinicius Junior gat ekki unnið gullhnöttinn í gær. Hér fagnar hann marki með Brahim Diaz. Getty/Antonio Villalba Óhætt að segja að leikmenn, þjálfarar og forráðamenn Real Madrid séu sótillir eftir að Vinícius Junior fékk ekki Gullhnöttinn, Ballon d'Or, í gær. Þegar Real Madrid frétti af því að Vinícius yrði ekki efstur í kjörinu þá hætti allur Real Madrid hópurinn við það að mæta á verðlaunahátíðina. Þar á meðal voru þeir Vinícius Júnior og Jude Bellingham sem voru í númer tvö og þrjú í kosningunni. Það mátti sjá sæti þeirra tóm á fremsta bekk. Sá brasilíski varð að sætta sig við annað sætið á eftir Spánverjanum Rodri en Real Madrid átti þrjá af fjórum efstu í kjörinu. Það breytti því ekki að forráðamenn félagsins töluðu um algjört virðingaleysi. Liðsfélagar Vinícius Júnior hafa sent honum stuðningskveðjur á samfélagsmiðlum. „Fótboltapólitík! Félagi, þú ert besti leikmaður í heimi og engin verðlaun geta breytt því. Elska þig bróðir,“ skrifaði Eduardo Camavinga á X. „Þú ert sá besti í heimi og enginn getur tekið það frá þér,“ skrifaði Éder Militão á X. Vinícius Júnior tjáði sig líka á sama miðli. „Ég mun gera allt tíu sinnum ef það þarf. Þau eru ekki tilbúin fyrir mig,“ skrifaði Vinícius á X. Það er helst lélegt gengi brasilíska landsliðsins og slök frammistaða Vinícius Júnior á þeim vígstöðvum sem vann gegn honum í samkeppninni við Rodri sem vann titla með bæði félagsliði og landsliði. Forráðamenn Real Madrid sendu frá sér yfirlýsingu til AFP fréttastofunnar þar sem þeir komu aðeins inn á þetta. „Ef þetta er ástæðan fyrir því að Vinicius vann ekki þá ættu þeir að nota sömu viðmið og láta Dani Carvajal frá verðlaunin,“ svaraði klúbburinn. Carvajal vann titla með bæði Real og spænska landsliðinu. Karim Benzema et Eduardo Camavinga soutiennent Vinicius Jr, deuxième du #BallonDor 2024https://t.co/W9cgEkteeV pic.twitter.com/B0re62qx71— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024 „Þar sem að það var ekki raunin þá er það augljóst að Ballon d'Or eða UEFA ber ekki virðingu fyrir Real Madrid. Real Madrid mætir ekki þangað þar sem ekki er borin virðing fyrir félaginu,“ stóð enn fremur í svari Real til AFP. Vincent Garcia, ritstjóri France Football, blaðsins sem sér um verðlaunin, sagði frá því sem gekk á bak við tjöldin. „Real Madrid setti mikla pressu á mig til að komast að því hvort Vinicius hefði unnið. Kannski lét þögnin mín þá halda að hann hefði tapað og því létu þeir ekki sjá sig. Ég er mjög hissa en vil ekki tala um Real Madrid í allt kvöld. Ég vil að kvöldið snúist um hinn stórkostlega sigurvegara Rodri,“ sagði Vincent Garcia við L'Equipe. Annoncé grand favori, Vinicius a échoué à la deuxième place du #ballondor derrière Rodri. Lui et la délégation du Real Madrid ne sont pas venus à Parishttps://t.co/JNZf1lVd0F pic.twitter.com/q0Lbil5aaq— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum Sjá meira
Þegar Real Madrid frétti af því að Vinícius yrði ekki efstur í kjörinu þá hætti allur Real Madrid hópurinn við það að mæta á verðlaunahátíðina. Þar á meðal voru þeir Vinícius Júnior og Jude Bellingham sem voru í númer tvö og þrjú í kosningunni. Það mátti sjá sæti þeirra tóm á fremsta bekk. Sá brasilíski varð að sætta sig við annað sætið á eftir Spánverjanum Rodri en Real Madrid átti þrjá af fjórum efstu í kjörinu. Það breytti því ekki að forráðamenn félagsins töluðu um algjört virðingaleysi. Liðsfélagar Vinícius Júnior hafa sent honum stuðningskveðjur á samfélagsmiðlum. „Fótboltapólitík! Félagi, þú ert besti leikmaður í heimi og engin verðlaun geta breytt því. Elska þig bróðir,“ skrifaði Eduardo Camavinga á X. „Þú ert sá besti í heimi og enginn getur tekið það frá þér,“ skrifaði Éder Militão á X. Vinícius Júnior tjáði sig líka á sama miðli. „Ég mun gera allt tíu sinnum ef það þarf. Þau eru ekki tilbúin fyrir mig,“ skrifaði Vinícius á X. Það er helst lélegt gengi brasilíska landsliðsins og slök frammistaða Vinícius Júnior á þeim vígstöðvum sem vann gegn honum í samkeppninni við Rodri sem vann titla með bæði félagsliði og landsliði. Forráðamenn Real Madrid sendu frá sér yfirlýsingu til AFP fréttastofunnar þar sem þeir komu aðeins inn á þetta. „Ef þetta er ástæðan fyrir því að Vinicius vann ekki þá ættu þeir að nota sömu viðmið og láta Dani Carvajal frá verðlaunin,“ svaraði klúbburinn. Carvajal vann titla með bæði Real og spænska landsliðinu. Karim Benzema et Eduardo Camavinga soutiennent Vinicius Jr, deuxième du #BallonDor 2024https://t.co/W9cgEkteeV pic.twitter.com/B0re62qx71— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024 „Þar sem að það var ekki raunin þá er það augljóst að Ballon d'Or eða UEFA ber ekki virðingu fyrir Real Madrid. Real Madrid mætir ekki þangað þar sem ekki er borin virðing fyrir félaginu,“ stóð enn fremur í svari Real til AFP. Vincent Garcia, ritstjóri France Football, blaðsins sem sér um verðlaunin, sagði frá því sem gekk á bak við tjöldin. „Real Madrid setti mikla pressu á mig til að komast að því hvort Vinicius hefði unnið. Kannski lét þögnin mín þá halda að hann hefði tapað og því létu þeir ekki sjá sig. Ég er mjög hissa en vil ekki tala um Real Madrid í allt kvöld. Ég vil að kvöldið snúist um hinn stórkostlega sigurvegara Rodri,“ sagði Vincent Garcia við L'Equipe. Annoncé grand favori, Vinicius a échoué à la deuxième place du #ballondor derrière Rodri. Lui et la délégation du Real Madrid ne sont pas venus à Parishttps://t.co/JNZf1lVd0F pic.twitter.com/q0Lbil5aaq— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum Sjá meira