Björgunarsveitum tókst að losa bátinn Árni Sæberg skrifar 29. október 2024 10:16 Áhöfn Gísla Jóns dældi vatni upp úr bátnum. Landsbjörg Rétt fyrir klukkan 18 í gær tókst björgunarsveitum á Vestfjörðum að losa fiskibátinn sem strandaði í mynni Súgandafjarðar í gærmorgun. Í gær var greint frá því að smábátur hefði strandað í utanverðum Súgandafirði í gærmorgun og tveir menn um borð hefðu verið hífðir upp í þyrlu. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að um miðjan dag í gær hafi verið farið að huga að aðgerðum, slöngubátur frá Björgunarsveitinni Björg á Suðureyri hafi flutt mannskap og ýmsan búnað í fjöruna við bátinn, ljósavél, dælur og belgi til að þétta bátinn ef á þyrfti að halda. Eftir að hafa skoðað aðstæður hafi verið talið að ekki þyrfti að draga bátinn langt áður en hann flyti upp vegna hve aðdjúpt var að strandstaðnum. Dráttartaug slitnaði Um hálf fimm í gær hafi svo verið komin dráttartaug yfir í björgunarskipið Gísla Jóns sem hafi þá losað akkeri og hafi að toga í. Dráttartaugin hafi slitnað við fyrstu tilraun og sterkari taug sett á milli. Um klukkan 18 hafi báturinn verið á floti og tekinn aðeins frá landi. Þá hafi hann verið losaður úr Gísla Jóns og Kobbi Láka tekið við að draga, á meðan Gísli Jóns tók bátinn á síðuna svo hægt væri að beita öflugum dælum um borð í Gísla til að dæla úr bátnum. Talsverður leki hafi verið að bátnum og ljóst að hann hefði líklega sokkið ef ekki hefði verið hægt að dæla úr honum. Kominn í höfn rétt upp úr 19 Þannig hafi báturinn verið dreginn inn til Suðureyrar og rennt upp í sjósetningarrennu í höfninni rétt upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Auk áðurnefndra björgunarskipa og báta hafi björgunarbáturinn Stella frá Flateyri tekið þátt í aðgerðum þar sem þurft hafi að flytja mannskap og tæki milli báta. Myndskeið frá Landsbjörg af björguninni má sjá í spilaranum hér að neðan: Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Í gær var greint frá því að smábátur hefði strandað í utanverðum Súgandafirði í gærmorgun og tveir menn um borð hefðu verið hífðir upp í þyrlu. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að um miðjan dag í gær hafi verið farið að huga að aðgerðum, slöngubátur frá Björgunarsveitinni Björg á Suðureyri hafi flutt mannskap og ýmsan búnað í fjöruna við bátinn, ljósavél, dælur og belgi til að þétta bátinn ef á þyrfti að halda. Eftir að hafa skoðað aðstæður hafi verið talið að ekki þyrfti að draga bátinn langt áður en hann flyti upp vegna hve aðdjúpt var að strandstaðnum. Dráttartaug slitnaði Um hálf fimm í gær hafi svo verið komin dráttartaug yfir í björgunarskipið Gísla Jóns sem hafi þá losað akkeri og hafi að toga í. Dráttartaugin hafi slitnað við fyrstu tilraun og sterkari taug sett á milli. Um klukkan 18 hafi báturinn verið á floti og tekinn aðeins frá landi. Þá hafi hann verið losaður úr Gísla Jóns og Kobbi Láka tekið við að draga, á meðan Gísli Jóns tók bátinn á síðuna svo hægt væri að beita öflugum dælum um borð í Gísla til að dæla úr bátnum. Talsverður leki hafi verið að bátnum og ljóst að hann hefði líklega sokkið ef ekki hefði verið hægt að dæla úr honum. Kominn í höfn rétt upp úr 19 Þannig hafi báturinn verið dreginn inn til Suðureyrar og rennt upp í sjósetningarrennu í höfninni rétt upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Auk áðurnefndra björgunarskipa og báta hafi björgunarbáturinn Stella frá Flateyri tekið þátt í aðgerðum þar sem þurft hafi að flytja mannskap og tæki milli báta. Myndskeið frá Landsbjörg af björguninni má sjá í spilaranum hér að neðan:
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira