Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2024 18:17 Shaw snýr ekki aftur á völlinn í bráð og getur því nýtt tímann í ræktinni. Charlotte Tattersall/Getty Images Luke Shaw, vinstri bakvörður enska landsliðsins í knattspyrnu og Manchester United, hefur lent í enn einu bakslaginu og verður lengur frá keppni en spáð var til um. Upprunalega átti hann að snúa aftur í september, svo október en nú er alls óljóst hvenær þessi meiðslahrjáði leikmaður mun snúa aftur á völlinn. Hinn 29 ára gamli Shaw var meira og minna meiddur allt síðasta tímabil og spilaði aðeins 15 leiki fyrir Man United í öllum keppnum. Hans síðasti leikur var gegn Luton Town þann 18. febrúar en samt sem áður var hann valinn í enska landsliðshópinn sem fór á Evrópumótið í sumar. Þar kom hann við sögu í útsláttarkeppninni þegar England fór alla leið í úrslit en mátti svo þola tap gegn Spáni í úrslitum. Shaw meiddist síðan á kálfa á undirbúningstímabilinu og hefur ekki komið við sögu á leiktíðinni. Upphaflega var talið að hann myndi snúa aftur í september en það kom bakslag og þá var talið að hann gæti snúið aftur í október. Aftur kom bakslag og nú er alls óvíst hvenær hann snýr aftur. Þjálfarinn Erik ten Hag, sem var látinn taka poka sinn fyrr í vikunni, sagði í aðdraganda leiksins gegn West Ham United um síðustu helgi að Man United þyrfti að fara varlega með Shaw vegna meiðslasögu hans. Eftir skelfilegt fótbrot á sínu fyrsta tímabili með félaginu hefur hann glímt við ýmiskonar meiðsli. Ten Hag talaði þó um Shaw sem mikilvægan leikmann og að félagið yrði að vera þolinmótt svo leikmaðurinn gæti nú verið upp á sitt besta þegar hann loks snýr aftur. Með Shaw á meiðslalistanum eru þeir Noussair Mazraoui, Antony, Leny Yoro, Kobbie Mainoo, Mason Mount og Harry Maguire. Hvað Ten Hag varðar þá verður hann ekki á hliðarlínunni þegar Shaw loks snýr aftur, hvenær sem það verður, þar sem hann var rekinn eftir tapið gegn West Ham um liðna helgi. Ruud van Nistelrooy mun stýra Rauðu djöflunum þegar Leicester City kemur í heimsókn annað kvöld í deildarbikarnum. Það er síðan talið næsta öruggt að Rúben Amorim, núverandi þjálfari Sporting, taki við Man United á næstu dögum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Shaw var meira og minna meiddur allt síðasta tímabil og spilaði aðeins 15 leiki fyrir Man United í öllum keppnum. Hans síðasti leikur var gegn Luton Town þann 18. febrúar en samt sem áður var hann valinn í enska landsliðshópinn sem fór á Evrópumótið í sumar. Þar kom hann við sögu í útsláttarkeppninni þegar England fór alla leið í úrslit en mátti svo þola tap gegn Spáni í úrslitum. Shaw meiddist síðan á kálfa á undirbúningstímabilinu og hefur ekki komið við sögu á leiktíðinni. Upphaflega var talið að hann myndi snúa aftur í september en það kom bakslag og þá var talið að hann gæti snúið aftur í október. Aftur kom bakslag og nú er alls óvíst hvenær hann snýr aftur. Þjálfarinn Erik ten Hag, sem var látinn taka poka sinn fyrr í vikunni, sagði í aðdraganda leiksins gegn West Ham United um síðustu helgi að Man United þyrfti að fara varlega með Shaw vegna meiðslasögu hans. Eftir skelfilegt fótbrot á sínu fyrsta tímabili með félaginu hefur hann glímt við ýmiskonar meiðsli. Ten Hag talaði þó um Shaw sem mikilvægan leikmann og að félagið yrði að vera þolinmótt svo leikmaðurinn gæti nú verið upp á sitt besta þegar hann loks snýr aftur. Með Shaw á meiðslalistanum eru þeir Noussair Mazraoui, Antony, Leny Yoro, Kobbie Mainoo, Mason Mount og Harry Maguire. Hvað Ten Hag varðar þá verður hann ekki á hliðarlínunni þegar Shaw loks snýr aftur, hvenær sem það verður, þar sem hann var rekinn eftir tapið gegn West Ham um liðna helgi. Ruud van Nistelrooy mun stýra Rauðu djöflunum þegar Leicester City kemur í heimsókn annað kvöld í deildarbikarnum. Það er síðan talið næsta öruggt að Rúben Amorim, núverandi þjálfari Sporting, taki við Man United á næstu dögum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira