Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2024 18:15 Þingflokkur Miðflokksins telur nú þrjá en Jakob Frímann var rétt í þessu að ganga til liðs við þá Sigmund Davíð og Bergþór. Jakob Frímann vill ekkert tjá sig um viðskipti sín og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Ekki nema bara óska henni og hennar fólki alls hins besta. vísir/vilhelm Miðflokknum hefur borist góður liðsauki því nú rétt í þessu var gengið frá því að Jakob Frímann Magnússon, sem áður var í Flokki fólksins, hefur gengið til liðs hann. Jakob sagði sig nýverið úr Flokki fólksins eftir að honum hafði óvænt verið vikið úr oddvitasætinu í Norðurlandi eystra, en við stöðu hans þar tók Sigurjón Þórðarson. Jakob var ekki lengi utan flokka á þingi en Miðflokkurinn hefur nú þrjá í sínu þingliði: Formanninn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingflokksformanninn Bergþór Ólason. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá allra flokkanna til hlítar og les mikla skynsemishyggju úr stefnu Miðflokksins eins og hún birtist á vefnum. Hún rímar að mörgu leyti við mín lífsviðhorf og það sem ég hef einbeitt mér að á undanförnum árum, sem er að bæta hlut viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Jakob segir að í lykilmálum sé stefna Miðflokksins skýr og hún falli sér vel að skapi. En voru fleiri flokkar sem komu til greina? „Ég fór yfir stefnu allra flokkanna og mátaði mín viðhorf við þær stefnur og ég vil segja hreint út að þetta varð niðurstaða mín.“ Það kom mönnum á óvart þegar Sigurjóni var skipt inn og þér út. Hvað geturðu sagt mér um viðskipti þín og Ingu Sæland? „Ég ætla ekki að tjá mig um þau samskipti að öðru leyti en því að ég óska henni og hennar fólki alls hins besta.“ En hvert verður framhaldið, munt þú fara fram fyrir Miðflokkinn í komandi kosningum, sem eru eftir mánuð? „Ég ætla ekki að sjá mig frekar á þessu stigi málsins.“ Í kvöld mun Miðflokkurinn kynna lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og verður spennandi að sjá hvort Jakob Frímann verði þar á meðal frambjóðenda. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Jakob sagði sig nýverið úr Flokki fólksins eftir að honum hafði óvænt verið vikið úr oddvitasætinu í Norðurlandi eystra, en við stöðu hans þar tók Sigurjón Þórðarson. Jakob var ekki lengi utan flokka á þingi en Miðflokkurinn hefur nú þrjá í sínu þingliði: Formanninn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingflokksformanninn Bergþór Ólason. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá allra flokkanna til hlítar og les mikla skynsemishyggju úr stefnu Miðflokksins eins og hún birtist á vefnum. Hún rímar að mörgu leyti við mín lífsviðhorf og það sem ég hef einbeitt mér að á undanförnum árum, sem er að bæta hlut viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Jakob segir að í lykilmálum sé stefna Miðflokksins skýr og hún falli sér vel að skapi. En voru fleiri flokkar sem komu til greina? „Ég fór yfir stefnu allra flokkanna og mátaði mín viðhorf við þær stefnur og ég vil segja hreint út að þetta varð niðurstaða mín.“ Það kom mönnum á óvart þegar Sigurjóni var skipt inn og þér út. Hvað geturðu sagt mér um viðskipti þín og Ingu Sæland? „Ég ætla ekki að tjá mig um þau samskipti að öðru leyti en því að ég óska henni og hennar fólki alls hins besta.“ En hvert verður framhaldið, munt þú fara fram fyrir Miðflokkinn í komandi kosningum, sem eru eftir mánuð? „Ég ætla ekki að sjá mig frekar á þessu stigi málsins.“ Í kvöld mun Miðflokkurinn kynna lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og verður spennandi að sjá hvort Jakob Frímann verði þar á meðal frambjóðenda.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira