Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. nóvember 2024 23:01 Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu Vísir/Stefán Sorpa segist vera tilbúin að skoða nýjar leiðir til að gera fólki kleift að taka við ónothæfum hlutum sem berast með nytjagámum sem á að farga. Þróunarstjóri segir það geta verið hættulegt þegar fólk reynir að bjarga hlutum frá förgun á endurvinnslustöðum. Góða hirðinum berast tveir til þrír nytjagámar á hverjum degi sem eru yfirfullir af munum og alls konar hlutum. Um er að ræða sjö til tíu tonn á degi hverjum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir að um 30 til 40 prósent af því sem berst sé fargað. „Hérna hjá Góða hirðinum tökum við á móti, eins og þú segir, tveimur til þremur gámum á dag og af þessu tekst okkur að selja um 60 til 70 prósent af öllu sem kemur. Það sem ekki selst er þá ýmist ekki söluhæf vara eða eitthvað sem skemmist í flutningum hjá okkur.“ Vildi eignast hlut sem átti að farga Það sem fer ekki í sölu er fargað en á dögunum myndaðist umræða inni á hópi á Facbook fyrir áhugamenn um endurvinnslu þar sem fólk deildi sögum af því þegar þau ætluðu að sækjast eftir að taka við munum sem voru á leið í förgun. Var það harðlega gagnrýnt af ýmsum að ekki mætti bjarga umræddum munum. „Ég horfði eitt sinn á starfsmann vera að taka til í nytjagámnum og henda út því sem var ekki söluvænlegt. Ég ætlaði að hirða þar hillu og hann stoppaði mig. Ég spurði hvort þetta væri ekki á leið í ruslið og hann sagði svo vera en það mætti samt ekki taka það. Ég reyndi að segja honum að þessi hilla væri í fínu lagi og hún væri nákvæmlega eins og önnur hilla sem ég ætti heima, hvort ég mætti ekki lauma henni með mér. Neibb, hann var alveg harður. Ferlega fúlt að þau vilji frekar henda einhverju en að einhver nýti það áfram,“ segir í færslunni. Hættulegt að fara inn í gáma Gunnar segir að það geti verið varhugavert að ætla taka ónothæfa hluti. „Það sem við lendum í þegar fólk er að horfa á það að taka á endurvinnslustöðinni hjá okkur eru fyrst og fremst öryggismálin. Það að fara ofan í gáma eða inn í gáma getur verið hættulegt. Sérstaklega þegar búið er að raða hlutum upp til að skorða þá inni í gámum og svoleiðis. Það er fyrst og fremst öryggi viðskiptavina sem við erum að horfa á.“ Skoða nýja útfærslu Gunnar segir það koma til greina að finna útfærslu þar sem fólk getur tekið við hlutum sem á að farga. Það komi fyrir að hlutum sé fargað einfaldlega vegna þess að þeir seljast ekki. „Sumir hlutir eru einfaldlega ónýtir. Það breytir því ekki að við heyrum þessa umræðu um að það ætti að vera meira aðgengi að hlutum sem að við dæmum ekki nothæfa fyrir þá sem eru á annari skoðun og þetta er eitthvað sem er sjálfsagt að skoða. Við erum að etja stöðugu kappi við markaðshyggjuna. Hér eru fluttir inn endalaust af hlutum til að kaupa og flestir þeirra enda á einhverjum tímapunkti hjá okkur.“ Sorpa Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Góða hirðinum berast tveir til þrír nytjagámar á hverjum degi sem eru yfirfullir af munum og alls konar hlutum. Um er að ræða sjö til tíu tonn á degi hverjum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir að um 30 til 40 prósent af því sem berst sé fargað. „Hérna hjá Góða hirðinum tökum við á móti, eins og þú segir, tveimur til þremur gámum á dag og af þessu tekst okkur að selja um 60 til 70 prósent af öllu sem kemur. Það sem ekki selst er þá ýmist ekki söluhæf vara eða eitthvað sem skemmist í flutningum hjá okkur.“ Vildi eignast hlut sem átti að farga Það sem fer ekki í sölu er fargað en á dögunum myndaðist umræða inni á hópi á Facbook fyrir áhugamenn um endurvinnslu þar sem fólk deildi sögum af því þegar þau ætluðu að sækjast eftir að taka við munum sem voru á leið í förgun. Var það harðlega gagnrýnt af ýmsum að ekki mætti bjarga umræddum munum. „Ég horfði eitt sinn á starfsmann vera að taka til í nytjagámnum og henda út því sem var ekki söluvænlegt. Ég ætlaði að hirða þar hillu og hann stoppaði mig. Ég spurði hvort þetta væri ekki á leið í ruslið og hann sagði svo vera en það mætti samt ekki taka það. Ég reyndi að segja honum að þessi hilla væri í fínu lagi og hún væri nákvæmlega eins og önnur hilla sem ég ætti heima, hvort ég mætti ekki lauma henni með mér. Neibb, hann var alveg harður. Ferlega fúlt að þau vilji frekar henda einhverju en að einhver nýti það áfram,“ segir í færslunni. Hættulegt að fara inn í gáma Gunnar segir að það geti verið varhugavert að ætla taka ónothæfa hluti. „Það sem við lendum í þegar fólk er að horfa á það að taka á endurvinnslustöðinni hjá okkur eru fyrst og fremst öryggismálin. Það að fara ofan í gáma eða inn í gáma getur verið hættulegt. Sérstaklega þegar búið er að raða hlutum upp til að skorða þá inni í gámum og svoleiðis. Það er fyrst og fremst öryggi viðskiptavina sem við erum að horfa á.“ Skoða nýja útfærslu Gunnar segir það koma til greina að finna útfærslu þar sem fólk getur tekið við hlutum sem á að farga. Það komi fyrir að hlutum sé fargað einfaldlega vegna þess að þeir seljast ekki. „Sumir hlutir eru einfaldlega ónýtir. Það breytir því ekki að við heyrum þessa umræðu um að það ætti að vera meira aðgengi að hlutum sem að við dæmum ekki nothæfa fyrir þá sem eru á annari skoðun og þetta er eitthvað sem er sjálfsagt að skoða. Við erum að etja stöðugu kappi við markaðshyggjuna. Hér eru fluttir inn endalaust af hlutum til að kaupa og flestir þeirra enda á einhverjum tímapunkti hjá okkur.“
Sorpa Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira