Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Bjarki Sigurðsson skrifar 29. október 2024 21:01 Bryndís Ýr Pétursdóttir er formaður foreldrafélags Laugalækjarskóla. Vísir/Einar Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. Stefnt var að því að hafa leikskólann Ársali á Sauðárkróki opinn í dag þrátt fyrir verkfallsboð og átti að taka á móti þriðjungi barnahópsins. Kennarasambandið stóð að verkfallsvörslu við leikskólann og varð því ekkert af opnun, þó Samband íslenskra sveitarfélaga telji hana löglega. „Þeir ætluðu bara að vinna sín störf. Það var búið að skipuleggja starfið í leikskólanum þannig að það var búið að fækka börnum og aðlaga starfsemina að því að það væri hægt að hafa einhverja starfsemi í gangi,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Ívar Fannar Í viðmiðunarreglum KÍ segir að ekki sé heimilt að taka börn inn á deildir þar sem deildarstjórinn er í verkfalli. Á Ársölum eru tíu af ellefu deildarstjórum í verkfalli en að mati sveitarfélaganna eru fordæmi fyrir því að almennir starfsmenn vinni þó deildarstjóri sé ekki á svæðinu. „Leikskólastjórarnir eru allir við störf. Og þeir hafa heimild til að ganga í störf sinna undirmanna. Þannig já, það er hægt að halda uppi ákveðinni starfsemi sem miðast við þann mannskap sem ekki er í verkfalli,“ segir Inga. Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og engin kennsla þar í dag. Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir barns í tíunda bekk, hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað er þetta ósanngjarnt fyrir þau. Þegar þar að kemur munu framhaldsskólar ekkert taka tillit til þessa hóps sem lenti í þessu verkfalli,“ segir Bryndís. Krakkar á þessum aldri séu ólíklegir til þess að reyna að fylgja námskrá og halda sig við efnið á meðan verkföllin standa yfir. „Mér þykir ekkert ólíklegt að þetta verði svolítið litað af þessu, hanga og horfa á einhverja þætti. Vaka frameftir og sofa lengur inn í daginn,“ segir Bryndís. Deiluaðilar funda næst hjá Ríkissáttasemjara á morgun en þeir eiga langt í land. Viðræður mjakast afar hægt áfram. Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Skagafjörður Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Stefnt var að því að hafa leikskólann Ársali á Sauðárkróki opinn í dag þrátt fyrir verkfallsboð og átti að taka á móti þriðjungi barnahópsins. Kennarasambandið stóð að verkfallsvörslu við leikskólann og varð því ekkert af opnun, þó Samband íslenskra sveitarfélaga telji hana löglega. „Þeir ætluðu bara að vinna sín störf. Það var búið að skipuleggja starfið í leikskólanum þannig að það var búið að fækka börnum og aðlaga starfsemina að því að það væri hægt að hafa einhverja starfsemi í gangi,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Ívar Fannar Í viðmiðunarreglum KÍ segir að ekki sé heimilt að taka börn inn á deildir þar sem deildarstjórinn er í verkfalli. Á Ársölum eru tíu af ellefu deildarstjórum í verkfalli en að mati sveitarfélaganna eru fordæmi fyrir því að almennir starfsmenn vinni þó deildarstjóri sé ekki á svæðinu. „Leikskólastjórarnir eru allir við störf. Og þeir hafa heimild til að ganga í störf sinna undirmanna. Þannig já, það er hægt að halda uppi ákveðinni starfsemi sem miðast við þann mannskap sem ekki er í verkfalli,“ segir Inga. Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og engin kennsla þar í dag. Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir barns í tíunda bekk, hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað er þetta ósanngjarnt fyrir þau. Þegar þar að kemur munu framhaldsskólar ekkert taka tillit til þessa hóps sem lenti í þessu verkfalli,“ segir Bryndís. Krakkar á þessum aldri séu ólíklegir til þess að reyna að fylgja námskrá og halda sig við efnið á meðan verkföllin standa yfir. „Mér þykir ekkert ólíklegt að þetta verði svolítið litað af þessu, hanga og horfa á einhverja þætti. Vaka frameftir og sofa lengur inn í daginn,“ segir Bryndís. Deiluaðilar funda næst hjá Ríkissáttasemjara á morgun en þeir eiga langt í land. Viðræður mjakast afar hægt áfram.
Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Skagafjörður Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira