Snoop Dogg vill eignast hlut í Celtic Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2024 12:32 Snoop Dogg er mikill áhugamaður um íþróttir og sló meðal annars í gegn á Ólympíuleikunum í París þar sem hann lýsti hinum ýmsu viðburðum fyrir NBC. getty/Joe Sargent Bandaríski rapparinn Snoop Dogg hefur mikinn áhuga á að eignast hlut í skoska fótboltaliðinu Celtic. Hann hefur hrifist af því að sem Hollywood-stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney hafa gert hjá Wrexham. Reynolds og McElhenney keyptu Wrexham fyrir tæplega tvær milljónir punda fyrir fjórum árum. Þá var liðið í utandeildinni. Nú er það í C-deildinni og stefnir á að komast upp í B-deildina. Jón Daði Böðvarsson samdi við liðið á dögunum. Fleiri bandarískar stórstjörnur hafa fetað svipaða leið. Tom Brady á til að mynda hlut í Birmingham City og Snoop Dogg gæti orðið næstur. Og hann er búinn að finna draumaliðið sitt. „Ég dýrka það sem Ryan hefur gert með Wrexham. Þetta er frábær saga. Að fjárfesta í íþróttaliði er eitthvað sem ég hef lengi horft til,“ sagði Snopp Dogg. „Ég væri brjálaður að íhuga ekki að fjárfesta í Celtic ef tækifærið gæfist. Ég hef horft á svo mikinn fótbolta í Evrópu en hef aldrei séð stuðningsmenn eins og hjá Celtic. Það er eitthvað einstakt við þá. Það er ástæða fyrir því að stuðningsmenn þeirra eru rómaðir. Bestu leikmennirnir og þjálfararnir í heiminum segja að ekkert jafnist á við Celtic Park og ég vil vera hluti af því.“ Snoop Dogg sagði að til að toppa allt væri lukkudýr Celtic svo hundur. „Þú gætir ekki skáldað það. Snoop Dogg verður hundurinn Hoopy. Það er fullkomin blanda. Fyrirsagnirnar skrifa sig sjálfar,“ sagði Snoop Dogg. Skoski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Reynolds og McElhenney keyptu Wrexham fyrir tæplega tvær milljónir punda fyrir fjórum árum. Þá var liðið í utandeildinni. Nú er það í C-deildinni og stefnir á að komast upp í B-deildina. Jón Daði Böðvarsson samdi við liðið á dögunum. Fleiri bandarískar stórstjörnur hafa fetað svipaða leið. Tom Brady á til að mynda hlut í Birmingham City og Snoop Dogg gæti orðið næstur. Og hann er búinn að finna draumaliðið sitt. „Ég dýrka það sem Ryan hefur gert með Wrexham. Þetta er frábær saga. Að fjárfesta í íþróttaliði er eitthvað sem ég hef lengi horft til,“ sagði Snopp Dogg. „Ég væri brjálaður að íhuga ekki að fjárfesta í Celtic ef tækifærið gæfist. Ég hef horft á svo mikinn fótbolta í Evrópu en hef aldrei séð stuðningsmenn eins og hjá Celtic. Það er eitthvað einstakt við þá. Það er ástæða fyrir því að stuðningsmenn þeirra eru rómaðir. Bestu leikmennirnir og þjálfararnir í heiminum segja að ekkert jafnist á við Celtic Park og ég vil vera hluti af því.“ Snoop Dogg sagði að til að toppa allt væri lukkudýr Celtic svo hundur. „Þú gætir ekki skáldað það. Snoop Dogg verður hundurinn Hoopy. Það er fullkomin blanda. Fyrirsagnirnar skrifa sig sjálfar,“ sagði Snoop Dogg.
Skoski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira