Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. október 2024 14:03 Ólafur Egill, Vala og Laddi hafa unnið náið saman að handriti verksins. „Við ætlum að segja sögu Ladda. Þetta er ævisöguleikrit eins og Elly og Níu líf og Ásta og karakterar og persónur Ladda þær halda svolítið á því að segja söguna. Þannig við fáum að sjá Ladda á sviðinu hitta Eirík Fjalar, Dengsa, Hallgrím, Mófreð.“ Þetta segja þau Ólafur Egill Egilsson og Vala Kristín Eiríksdóttir höfundar nýrrar stórsýningar Borgarleikhússins, Þetta er Laddi. Um er að ræða fyrsta viðtalið við teymið um innblásturinn, sköpunarferlið og aðkomu Ladda að sýningunni sem og áhrif hans á íslenskan húmor en tilkynnt var í ágúst síðastliðnum að sýningin væri í bígerð. Klippa: Viðtal við handritshöfunda Þetta er Laddi „Leikhús með stóru L-i“ Í aðalhlutverkum verða Laddi og fremstu gamanleikarar Borgarleikhússins. Leikstjóri er Ólafur Egill en hann skrifaði og leikstýrði metsölusýningunni Níu líf um ævi Bubba Morthens auk þess sem hann er annar af höfundum söngleiksins Elly. „Þetta er leikhús með stóru L-i,“ segir Ólafur Egill og bætir við að öll meðöl leikhússins verði notuð til að gera gríni og tónlist Ladda skil með þeim hætti sem fólk hefur ekki séð áður. Vala Kristín tekur undir það og bætir við að sýningin verði í takt við það sem Laddi hefur verið fyrir íslensku þjóðina. „Hann er eins og flugeldasýning!“ Helstu hlutverk verða í höndum Ásthildar Úu Sigurðardóttur, Birnu Pétursdóttur, Halldórs Gylfasonar, Hákons Jóhannessonar, Kötlu Margrétar Þorgeirsdóttur, Völu Kristínar og Vilhelms Netó. „Það er eiginlega þjóðarsport að herma eftir karakterunum hans Ladda,“ segir Ólafur Egill „og nú fáum við að sjá landsins bestu leikara spreyta sig á því.“ Einnig mun stíga á stokk hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafssonar og ekki má gleyma Ladda sjálfum sem fær nú í fyrsta sinn tækifæri til að hitta þær fjölmörgu persónur sem hann hefur skapað í gegnum áratugina og eru þjóðinni svo kærar. Handritshöfundar hafa lagst í mikla heimildarvinnu og skrifað grunn að handriti sýningarinnar en jafnframt fengið Ladda sjálfan til að fylla í eyðurnar. „Laddi er alveg æðrulaus fyrir þessu,“ segir Ólafur og þau Vala Kristín lýsa hversu fallegt það er að fá að segja sögu manns sem ólst upp við erfiðar aðstæður og sneri þeim upp í gull með gleðina og grínið að leiðarljósi. Menning Leikhús Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Þetta segja þau Ólafur Egill Egilsson og Vala Kristín Eiríksdóttir höfundar nýrrar stórsýningar Borgarleikhússins, Þetta er Laddi. Um er að ræða fyrsta viðtalið við teymið um innblásturinn, sköpunarferlið og aðkomu Ladda að sýningunni sem og áhrif hans á íslenskan húmor en tilkynnt var í ágúst síðastliðnum að sýningin væri í bígerð. Klippa: Viðtal við handritshöfunda Þetta er Laddi „Leikhús með stóru L-i“ Í aðalhlutverkum verða Laddi og fremstu gamanleikarar Borgarleikhússins. Leikstjóri er Ólafur Egill en hann skrifaði og leikstýrði metsölusýningunni Níu líf um ævi Bubba Morthens auk þess sem hann er annar af höfundum söngleiksins Elly. „Þetta er leikhús með stóru L-i,“ segir Ólafur Egill og bætir við að öll meðöl leikhússins verði notuð til að gera gríni og tónlist Ladda skil með þeim hætti sem fólk hefur ekki séð áður. Vala Kristín tekur undir það og bætir við að sýningin verði í takt við það sem Laddi hefur verið fyrir íslensku þjóðina. „Hann er eins og flugeldasýning!“ Helstu hlutverk verða í höndum Ásthildar Úu Sigurðardóttur, Birnu Pétursdóttur, Halldórs Gylfasonar, Hákons Jóhannessonar, Kötlu Margrétar Þorgeirsdóttur, Völu Kristínar og Vilhelms Netó. „Það er eiginlega þjóðarsport að herma eftir karakterunum hans Ladda,“ segir Ólafur Egill „og nú fáum við að sjá landsins bestu leikara spreyta sig á því.“ Einnig mun stíga á stokk hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafssonar og ekki má gleyma Ladda sjálfum sem fær nú í fyrsta sinn tækifæri til að hitta þær fjölmörgu persónur sem hann hefur skapað í gegnum áratugina og eru þjóðinni svo kærar. Handritshöfundar hafa lagst í mikla heimildarvinnu og skrifað grunn að handriti sýningarinnar en jafnframt fengið Ladda sjálfan til að fylla í eyðurnar. „Laddi er alveg æðrulaus fyrir þessu,“ segir Ólafur og þau Vala Kristín lýsa hversu fallegt það er að fá að segja sögu manns sem ólst upp við erfiðar aðstæður og sneri þeim upp í gull með gleðina og grínið að leiðarljósi.
Menning Leikhús Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira