Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar 30. október 2024 14:45 Við kunnum okkar fag og við vinnum okkar vinnu. Við erum ekki löt og ekki sjúk í löng frí. Við erum til staðar fyrir nemendur 24/7 alla daga ársins og erum alltaf tilbúin að tala, hugga og leysa vandamál sama hvað klukkan slær. Við erum í rauninni aldrei í fríi og alltaf á samfélags vaktinni. Við erum heimsmeistarar í að hlaupa langa ganga með kaffibollann í hendinni án þess að sulla og samt kunnum við að stoppa til að brosa til litla þín og segja góðan daginn. Við vitum nefnilega að þú kannt svo vel að meta brosið og þú þarft virkilega á því að halda, elsku þú. Koma svo; Styðum kennara því að við erum fólkið sem tökum utan um litla þig og pössum uppá að þurrir vettlingar mæti í skiptifatakassann á morgun. Við pössum líka uppá að þú fáir að borða í nesti, jafnvel þó að nestið hafi gleymst. Við pössum líka uppá að hlúa að þér sem manneskju og reynum eftir bestu getu að bjóða þig velkominn út í hinn stóra heim. Við pössum að fylgja þér út í frímínútur hvernig sem viðrar og fylgjumst með þér í leik. Tryggjum það að þú komist inn í vinahópinn. Við pössum líka að þú verðir umburðarlynd manneskja með því að hleypa öllum að. Við kennum þér að hlusta á hina og virða ólíkar skoðanir. Hjálpa þú okkur að kenna samfélaginu að kennsla skiptir máli. Hérna er lítil dæmisaga: Eplabóndinn sem hlúir að blóminu sínu og vaktar trén sín öllum stundum með ást og hlýju veit vel að einhver mun síðan taka þessi epli og meðhöndla þau með misjafnri virðingu. Sum eplin munu eflaust fá á sig mar og þess vegna mögulega aldrei lenda á fallegu heimili um jólin. Önnur epli munu verða heppnari og fá möguleika á því að glansa í höndunum á barni í nestistímanum. Vel pússuð og þakklát sínu hlutskipti í lífinu. Sama hvað verður þá gerir eplabóndinn dag hvern sitt besta. Stundum sefur hann ekki nætursvefn vegna þess að veðurspáin ógnar eplunum og þá þarf að grípa til aðgerða. Hann gætir þeirra öllum stundum, á of heitum dögum og líka þegar mögulega frystir að vori. Hann trúir því og sér það fyrir sér hvernig þessi epli verða einhvern daginn mikilvæg næring fyrir aðra, og hann veit þau munu líka verða gleðigjafar fyrir þá sem fá að njóta þeirra. Gerið það elsku vinir að horfa til sólar. Við eplabændurnir munum á meðan hlúa að eplunum ykkar og vonandi rata þau í ykkar hendur ómarin og glansandi rauð. Að því vinnum við á hverjum degi. Nú er klukkan 20:00. Ég (sem vil helst bara vera í fríi) ætla að vinda mér í það að undirbúa dásamlega skemmtilegan tíma fyrir listasöguna í næstu viku, þar sem ég kem til með að flétta inn í myndlistarsöguna: Tónlistarsögu, ástir og ævintýri. Því að lífið er ferðalag og mitt starf er að tryggja það að mínir nemendur haldist vel forvitnir um lífsins ævintýri. Við erum stödd í tímabili rómantíkur og ég var að fara yfir ljóðin þeirra. Eitt ljóðið var rómantískt ljóð um samband nemandans við blýantinn. Þjáningar og gleðistundir komu fram í þessu ljóði. Allt í takt við rómantíska tímann. Þakklæti er mér efst í huga. Það er ekki til neitt betra starf. En mikið væri gott að þurfa ekki að telja hrísgrjónin ofan í pottinn á hverjum degi. Vonandi eru allir hér ekki fátækari en svo að vera sammála því. Styðjum kennara! Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við kunnum okkar fag og við vinnum okkar vinnu. Við erum ekki löt og ekki sjúk í löng frí. Við erum til staðar fyrir nemendur 24/7 alla daga ársins og erum alltaf tilbúin að tala, hugga og leysa vandamál sama hvað klukkan slær. Við erum í rauninni aldrei í fríi og alltaf á samfélags vaktinni. Við erum heimsmeistarar í að hlaupa langa ganga með kaffibollann í hendinni án þess að sulla og samt kunnum við að stoppa til að brosa til litla þín og segja góðan daginn. Við vitum nefnilega að þú kannt svo vel að meta brosið og þú þarft virkilega á því að halda, elsku þú. Koma svo; Styðum kennara því að við erum fólkið sem tökum utan um litla þig og pössum uppá að þurrir vettlingar mæti í skiptifatakassann á morgun. Við pössum líka uppá að þú fáir að borða í nesti, jafnvel þó að nestið hafi gleymst. Við pössum líka uppá að hlúa að þér sem manneskju og reynum eftir bestu getu að bjóða þig velkominn út í hinn stóra heim. Við pössum að fylgja þér út í frímínútur hvernig sem viðrar og fylgjumst með þér í leik. Tryggjum það að þú komist inn í vinahópinn. Við pössum líka að þú verðir umburðarlynd manneskja með því að hleypa öllum að. Við kennum þér að hlusta á hina og virða ólíkar skoðanir. Hjálpa þú okkur að kenna samfélaginu að kennsla skiptir máli. Hérna er lítil dæmisaga: Eplabóndinn sem hlúir að blóminu sínu og vaktar trén sín öllum stundum með ást og hlýju veit vel að einhver mun síðan taka þessi epli og meðhöndla þau með misjafnri virðingu. Sum eplin munu eflaust fá á sig mar og þess vegna mögulega aldrei lenda á fallegu heimili um jólin. Önnur epli munu verða heppnari og fá möguleika á því að glansa í höndunum á barni í nestistímanum. Vel pússuð og þakklát sínu hlutskipti í lífinu. Sama hvað verður þá gerir eplabóndinn dag hvern sitt besta. Stundum sefur hann ekki nætursvefn vegna þess að veðurspáin ógnar eplunum og þá þarf að grípa til aðgerða. Hann gætir þeirra öllum stundum, á of heitum dögum og líka þegar mögulega frystir að vori. Hann trúir því og sér það fyrir sér hvernig þessi epli verða einhvern daginn mikilvæg næring fyrir aðra, og hann veit þau munu líka verða gleðigjafar fyrir þá sem fá að njóta þeirra. Gerið það elsku vinir að horfa til sólar. Við eplabændurnir munum á meðan hlúa að eplunum ykkar og vonandi rata þau í ykkar hendur ómarin og glansandi rauð. Að því vinnum við á hverjum degi. Nú er klukkan 20:00. Ég (sem vil helst bara vera í fríi) ætla að vinda mér í það að undirbúa dásamlega skemmtilegan tíma fyrir listasöguna í næstu viku, þar sem ég kem til með að flétta inn í myndlistarsöguna: Tónlistarsögu, ástir og ævintýri. Því að lífið er ferðalag og mitt starf er að tryggja það að mínir nemendur haldist vel forvitnir um lífsins ævintýri. Við erum stödd í tímabili rómantíkur og ég var að fara yfir ljóðin þeirra. Eitt ljóðið var rómantískt ljóð um samband nemandans við blýantinn. Þjáningar og gleðistundir komu fram í þessu ljóði. Allt í takt við rómantíska tímann. Þakklæti er mér efst í huga. Það er ekki til neitt betra starf. En mikið væri gott að þurfa ekki að telja hrísgrjónin ofan í pottinn á hverjum degi. Vonandi eru allir hér ekki fátækari en svo að vera sammála því. Styðjum kennara! Höfundur er kennari
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar