Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2024 15:02 Ómar Ingi Guðmundsson tók við þjálfun HK snemma tímabils 2022. Undir hans stjórn komst liðið upp í Bestu deild karla og hélt sér þar í fyrra. Í haust féll liðið hins vegar í annað sinn á fjórum árum. vísir/diego Ákvörðun Ómars Inga Guðmundssonar að hætta sem þjálfari karlaliðs HK í fótbolta kom forráðamönnum félagsins á óvart. Þeir kveðjast honum þakklátir fyrir langan og farsælan tíma hjá HK. Leitin að nýjum þjálfara er hafin. Í gærkvöldi var greint frá því að Ómar hefði ákveðið að hætta sem þjálfari HK, þrátt fyrir að vera með samningstilboð frá félaginu. HK féll úr Bestu deildinni eftir 7-0 tap fyrir KR um helgina. „Þetta gerði það,“ sagði Hjörtur Þór Steindórsson, formaður knattspyrnudeildar HK, aðspurður hvort ákvörðun Ómars hafi komið þeim á óvart. „Við vorum á vegferð með Ómari, engin spurning, en auðvitað virðum við hans ákvörðun og það er bara áfram gakk.“ Leitun er að meiri félagsmanni en Ómari sem hefur alið manninn í HK undanfarin þrjátíu ár eða svo. Takk HK fyrir síðustu um það bil 30 árin pic.twitter.com/IWirWWtFQP— Ómar Ingi (@OmarIngiGud) October 29, 2024 „Við erum ótrúlega ánægð með hann en þetta er bara hans ákvörðun. Honum fannst þetta rétt ákvörðun á þessum tíma og við þökkum honum fyrir ómetanlegt starf síðustu þrjátíu árin. Síðan er það bara að vinna við að finna nýjan mann í brúna,“ sagði Hjörtur. Hann segir að leitin að eftirmanni Ómars sé hafin en HK-ingar séu ekki búnir að setja sér nein tímamörk hvenær ætli að vera búnir að klára ráðningu á nýjum þjálfara. Ýmsir þjálfarar hafa verið orðaðir við HK. Meðal annars var Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Vals og Breiðabliks, á 433.is. „Ég get ekki svarað neinu um þetta,“ svaraði Hjörtur aðspurður hvort Arnar væri á blaði hjá HK-ingum. Mikil trú á leikmannahópnum HK var spáð slæmu gengi fyrir tímabilið en var á endanum bara markatölunni frá því að halda sér í Bestu deildinni. „Markmiðið var klárlega að vera áfram í Bestu deildinni. Við höfum gríðarlega mikla trú á þessu liði, þessum strákum og Ómari. En næsta verkefni er bara að koma okkur upp aftur,“ sagði Hjörtur. En er einhver eftirsjá að hafa ekki styrkt leikmannahópinn meira fyrir tímabil, í ljósi þess hversu litlu munaði að HK héldi sér uppi á endanum? „Nei, við höfðum fulla trú á hópnum og Ómari,“ sagði Hjörtur sem vildi ennfremur lítið segja um leikmannamál HK. Það kæmi allt í ljós á næstunni. Besta deild karla Lengjudeild karla HK Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Í gærkvöldi var greint frá því að Ómar hefði ákveðið að hætta sem þjálfari HK, þrátt fyrir að vera með samningstilboð frá félaginu. HK féll úr Bestu deildinni eftir 7-0 tap fyrir KR um helgina. „Þetta gerði það,“ sagði Hjörtur Þór Steindórsson, formaður knattspyrnudeildar HK, aðspurður hvort ákvörðun Ómars hafi komið þeim á óvart. „Við vorum á vegferð með Ómari, engin spurning, en auðvitað virðum við hans ákvörðun og það er bara áfram gakk.“ Leitun er að meiri félagsmanni en Ómari sem hefur alið manninn í HK undanfarin þrjátíu ár eða svo. Takk HK fyrir síðustu um það bil 30 árin pic.twitter.com/IWirWWtFQP— Ómar Ingi (@OmarIngiGud) October 29, 2024 „Við erum ótrúlega ánægð með hann en þetta er bara hans ákvörðun. Honum fannst þetta rétt ákvörðun á þessum tíma og við þökkum honum fyrir ómetanlegt starf síðustu þrjátíu árin. Síðan er það bara að vinna við að finna nýjan mann í brúna,“ sagði Hjörtur. Hann segir að leitin að eftirmanni Ómars sé hafin en HK-ingar séu ekki búnir að setja sér nein tímamörk hvenær ætli að vera búnir að klára ráðningu á nýjum þjálfara. Ýmsir þjálfarar hafa verið orðaðir við HK. Meðal annars var Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Vals og Breiðabliks, á 433.is. „Ég get ekki svarað neinu um þetta,“ svaraði Hjörtur aðspurður hvort Arnar væri á blaði hjá HK-ingum. Mikil trú á leikmannahópnum HK var spáð slæmu gengi fyrir tímabilið en var á endanum bara markatölunni frá því að halda sér í Bestu deildinni. „Markmiðið var klárlega að vera áfram í Bestu deildinni. Við höfum gríðarlega mikla trú á þessu liði, þessum strákum og Ómari. En næsta verkefni er bara að koma okkur upp aftur,“ sagði Hjörtur. En er einhver eftirsjá að hafa ekki styrkt leikmannahópinn meira fyrir tímabil, í ljósi þess hversu litlu munaði að HK héldi sér uppi á endanum? „Nei, við höfðum fulla trú á hópnum og Ómari,“ sagði Hjörtur sem vildi ennfremur lítið segja um leikmannamál HK. Það kæmi allt í ljós á næstunni.
Besta deild karla Lengjudeild karla HK Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast