Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Jón Þór Stefánsson skrifar 30. október 2024 16:24 Slysið átti sér stað í rennibraut við kastala í Húsdýragarðinum í Laugardal. Vísir/Vilhelm Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni og tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómnum kemur fram að þann 28. desember hafi konan farið ásamt barnsföður sínum og dóttur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þau hafi verið við leik í leikkastala þar sem dóttir hennar vildi renna sér niður rennibraut. Konan hafi því ákveðið að renna sér á undan til að taka á móti dótturinni. Tókst á loft og skall niður Umrædd rennibraut er brött, síðan aflíðandi, svo brött aftur og að lokum aftur aflíðandi þegar hún endar. Þá hafi hún verið mjög blaut á þessum tímapunkti. Konan hafi runnið hraðar en hún ætlaði sér, tekist á loft á miðri leið og skollið harkalega niður afur. Hún fann strax fyrir verkjum frá mjóbaki og upp í hrygginn og var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans. Þar kom í ljós að hún hlaut samfallsbrot á brjósthryggjarbol. Vegna þessa er hún sögð hafa hlotið varanlegt líkamstjón vegna slyssins, og verið metin með 16 prósent varanlega örorku. Rakti slysið til saknæmrar háttsemi Að mati konunar mátti rekja slysið til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hún sagði til að mynda að merkingar hefðu verið í ólagi. Tryggingafélagið VÍS hafnaði bótaskyldu. Konan skaut því til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem komst að þeirri niðurstöðu að hún ætti ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu Reykjavíkurborgar. Hún sætti sig ekki við þá niðurstöðu og höfðaði mál. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að rekja slysið til saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi starfsmanna borgarinnar. Í dómnum segir að það sé ekki rétt að merkingum hafi verið ábótavant. Merkingar hafi verið á leiktækinu sem gáfu til kynna að það væri ætlað börnum eldri en þriggja ára. Hún hefði því getað gefið sér að það væri ætlað börnum en ekki fullorðnum. Allra veðra von á Íslandi Konan hafði einnig talað um að starfsmenn borgarinnar hefðu átt að þurrka regnvatn úr rennibrautinni, eða loka henni vegna veðuraðstæðna. Í dómnum segir að hún hefði mátt vita að „á Íslandi er allra veðra von, ekki hvað síst í desember, og því mikilvægt að fara að öllu með gát.“ Að mati dómsins verður ekki annað séð af gögnum málsins nema að fyllsta öryggis hafi verið gætt eins og kostur var að teknu tilliti til aðstæðna. Einnig hafi umrætt leiktæki uppfyllt kröfur íslenskra laga um aðbúnað og öryggi. Því var tjón konunnar rekið til óhappatilviljunar þar sem engum er kennt um. Því var Reykjavíkurborg og VÍS sýknuð í málinu. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dómsmál Tryggingar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Í dómnum kemur fram að þann 28. desember hafi konan farið ásamt barnsföður sínum og dóttur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þau hafi verið við leik í leikkastala þar sem dóttir hennar vildi renna sér niður rennibraut. Konan hafi því ákveðið að renna sér á undan til að taka á móti dótturinni. Tókst á loft og skall niður Umrædd rennibraut er brött, síðan aflíðandi, svo brött aftur og að lokum aftur aflíðandi þegar hún endar. Þá hafi hún verið mjög blaut á þessum tímapunkti. Konan hafi runnið hraðar en hún ætlaði sér, tekist á loft á miðri leið og skollið harkalega niður afur. Hún fann strax fyrir verkjum frá mjóbaki og upp í hrygginn og var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans. Þar kom í ljós að hún hlaut samfallsbrot á brjósthryggjarbol. Vegna þessa er hún sögð hafa hlotið varanlegt líkamstjón vegna slyssins, og verið metin með 16 prósent varanlega örorku. Rakti slysið til saknæmrar háttsemi Að mati konunar mátti rekja slysið til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hún sagði til að mynda að merkingar hefðu verið í ólagi. Tryggingafélagið VÍS hafnaði bótaskyldu. Konan skaut því til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem komst að þeirri niðurstöðu að hún ætti ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu Reykjavíkurborgar. Hún sætti sig ekki við þá niðurstöðu og höfðaði mál. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að rekja slysið til saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi starfsmanna borgarinnar. Í dómnum segir að það sé ekki rétt að merkingum hafi verið ábótavant. Merkingar hafi verið á leiktækinu sem gáfu til kynna að það væri ætlað börnum eldri en þriggja ára. Hún hefði því getað gefið sér að það væri ætlað börnum en ekki fullorðnum. Allra veðra von á Íslandi Konan hafði einnig talað um að starfsmenn borgarinnar hefðu átt að þurrka regnvatn úr rennibrautinni, eða loka henni vegna veðuraðstæðna. Í dómnum segir að hún hefði mátt vita að „á Íslandi er allra veðra von, ekki hvað síst í desember, og því mikilvægt að fara að öllu með gát.“ Að mati dómsins verður ekki annað séð af gögnum málsins nema að fyllsta öryggis hafi verið gætt eins og kostur var að teknu tilliti til aðstæðna. Einnig hafi umrætt leiktæki uppfyllt kröfur íslenskra laga um aðbúnað og öryggi. Því var tjón konunnar rekið til óhappatilviljunar þar sem engum er kennt um. Því var Reykjavíkurborg og VÍS sýknuð í málinu.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Dómsmál Tryggingar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent