Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2024 07:03 Ruud van Nistelrooy sá leikmenn Man United loks nýta færin. Eitthvað sem hann gerði vel sem leikmaður. Nathan Stirk/Getty Images „Ég verð að segja að við vorum með heppnina með okkur í liði á köflum,“ sagði Ruud van Nistelrooy, tímabundinn þjálfari Manchester United eftir 5-2 sigur liðsins á Leicester City í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Rauðu djöflarnir mæta Tottenham Hotpsur í 8-liða úrslitum. Nistelrooy stýrði liðinu í fyrsta sinn eftir að samlandi hans Erik ten Hag var látinn taka poka sinn. Rúben Amorim er sagður vera hvað líklegastur til að taka við af Ten Hag en hvenær nákvæmlega er ekki vitað. Þangað til stýrir Nistelrooy skútunni. „Ég er mjög glaður fyrir hönd Casemiro, Alejandro Garnacho og Bruno Fernandes,“ bætti Nistelrooy við en þeir skoruðu mörk liðsins í gærkvöldi. „Ég gæti ekki beðið um meira. Casemiro, hvernig hann hefur verið á æfingum og hjálpað liðinu. Hann er mikil fyrirmynd og við erum ánægður með að hafa hann í okkar liði. Honum var nánast kennt um tapið gegn Liverpool, það er bæði óréttlátt og ósatt. Hann er fyrirmyndfyrir okkur, hluti af fagnaðarlátum mínum var beint til hans.“ „Ég hafði ekki áhyggjur af Bruno, ég sé hann á æfingum alla daga. Ég sé hversu tilbúinn og viljugur hann er til að hjálpa liðinu. Hann er með mikið á sínum herðum. Hann ber ábyrgð á öllu í félaginu. Í dag var hann frjáls. Ég sagði honum að spila vel og njóta þess. Vonandi fáum við meira af því sama.“ „Fimm mörk en við sköpuðum einnig færi gegn West Ham United og Fenerbahce, þar nýttum við þá einfaldlega ekki. Allt í einu var heppnin með okkur í liði og það gerði þetta að frábæru kvöldi.“ „Það er alltaf markmiðið að bregðast við og sækja. Leikmennirnir brugðust við eftir mörk Leicester og spiluðu frábærlega, þeir eiga allt hrós skilið. Ég er glaður að áhorfendur fóru glaðir heim,“ sagði Ruud að lokum. Næsti leikur Man Utd er öllu erfiðari en liðið tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur. Hér að neðan má sjá 8-liða úrslit enska deildarbikarsins: Tottenham - Man United Arsenal - Crystal Palace Newcastle United - Brentford Southampton - Liverpool Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Nistelrooy stýrði liðinu í fyrsta sinn eftir að samlandi hans Erik ten Hag var látinn taka poka sinn. Rúben Amorim er sagður vera hvað líklegastur til að taka við af Ten Hag en hvenær nákvæmlega er ekki vitað. Þangað til stýrir Nistelrooy skútunni. „Ég er mjög glaður fyrir hönd Casemiro, Alejandro Garnacho og Bruno Fernandes,“ bætti Nistelrooy við en þeir skoruðu mörk liðsins í gærkvöldi. „Ég gæti ekki beðið um meira. Casemiro, hvernig hann hefur verið á æfingum og hjálpað liðinu. Hann er mikil fyrirmynd og við erum ánægður með að hafa hann í okkar liði. Honum var nánast kennt um tapið gegn Liverpool, það er bæði óréttlátt og ósatt. Hann er fyrirmyndfyrir okkur, hluti af fagnaðarlátum mínum var beint til hans.“ „Ég hafði ekki áhyggjur af Bruno, ég sé hann á æfingum alla daga. Ég sé hversu tilbúinn og viljugur hann er til að hjálpa liðinu. Hann er með mikið á sínum herðum. Hann ber ábyrgð á öllu í félaginu. Í dag var hann frjáls. Ég sagði honum að spila vel og njóta þess. Vonandi fáum við meira af því sama.“ „Fimm mörk en við sköpuðum einnig færi gegn West Ham United og Fenerbahce, þar nýttum við þá einfaldlega ekki. Allt í einu var heppnin með okkur í liði og það gerði þetta að frábæru kvöldi.“ „Það er alltaf markmiðið að bregðast við og sækja. Leikmennirnir brugðust við eftir mörk Leicester og spiluðu frábærlega, þeir eiga allt hrós skilið. Ég er glaður að áhorfendur fóru glaðir heim,“ sagði Ruud að lokum. Næsti leikur Man Utd er öllu erfiðari en liðið tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur. Hér að neðan má sjá 8-liða úrslit enska deildarbikarsins: Tottenham - Man United Arsenal - Crystal Palace Newcastle United - Brentford Southampton - Liverpool
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira