Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar 1. nóvember 2024 08:01 Síðustu daga hef ég verið mjög hugsi og í raun mjög uggandi yfir þeirri stöðu sem er uppi í kjaraviðræðum á milli KÍ og SÍS og ríkisins. Eftir að horfa á Kastljós á þriðjudagskvöldið þar sem Inga Rún formaður samninganefndar sveitarfélaganna og Magnús Þór formaður KÍ ræddu málin velti ég fyrir mér hvort Inga Rún sé í raun hæf til að stýra þessum viðræðum. Hún virðist ekki átta sig á því um hvað málið snýst. Hún er í viðræðum við sameiginlega nefnd allra aðildarfélaganna 7 innan KÍ (Kennarasambands Íslands) um jöfnun launa á milli markaða sem er hluti af samkomulagi frá árinu 2016 um jöfnun lífeyrisréttinda launfólks, nánar tiltekið 7. grein þess samkomulags. Hún er ekki í kjaraviðræðum við FG (félag grunnskólakennara) um algjöra endurgerð á þeirra samningum og gjörbreytingu á þeirra störfum eins og hún virðist halda. Magnús Þór setti fram mjög athyglisverða athugasemd í þeim sama Kastljósþætti þegar hann sagði að honum þætti fróðlegt að vita hvað almenni markaðurinn myndi segja ef þessu væri öfugt farið. Þ.e.a.s. ef að fyrst hefði verið farið í jöfnun launa milli markaða - og það gert á einu ári frá gerð samkomulagsins, en 8 árum seinna væru lífeyrisréttindin enn ekki orðin jöfn eins og lofað hefði verið. Ég get alveg ímyndað mér hvað þá hefði verið sagt. Þá væri samfélagið fyrir löngu farið á hliðina. En svo virðist sem ákveðnum aðilum finnist bara allt í lagi að ríki og sveitafélög efni ekki samkomulag sem þau gera við sína starfsmenn. Áttum okkur á því að réttindi opinberra starfsmanna voru skert. Tímaramminn sem settur var til að leiðrétta skerðinguna rennur út eftir tvö ár. Ríki og sveitarfélög eru ekki ennþá búin að finna út eðlilegt viðmið fyrir kennarastéttina, hvað þá að setja af stað ferli sem tryggir leiðréttingu launa í stigum til að ná því markmiði. Það eru liðin 8 ár! KÍ samþykkti aldrei stöðu sinna félagsmanna í Salek á sínum tíma því það átti eftir að efna 7. greinina í samkomulaginu um jöfnun lífeyrisréttinda launafólks.Ef tölur hagstofunnar um launaþróun í landinu eru skoðaðar hefur staða KÍ félaga versnað frá því 2016 því þeir hafa síðustu árin tekið þessum % sem er úthlutað í Salek samkomulaginu en tölurnar sýna að þeirra launaskrið hefur samt verið minna en annarra. Greinilega eru aðrar stéttir að ná einhverju umfram gerða samninga á meðan einstaklingar í KÍ eru alltaf að fá algjört lágmark. Það er ekki vænlegt til lausnar kjaradeilu þegar viðsemjandinn veit ekki við hverja hann er að semja. Hættum að ræða um störf grunnskólakennara og förum að ræða málefnið sem er á borðinu og skiptir máli. Það er vanefndir ríkis og sveitarfélaganna á samkomulaginu 2016 gagnvart opinberum starfsmönnum. Klárum samkomulagið með því að setja fram áætlun um hvernig ríki og sveitarfélög hyggjast ná fram þeim jöfnuði sem lofað var í 7. greininni. Nú er ekki tíminn til að fara að endurskilgreina starfið grunnskólakennari. Ef menn vilja fara í þá vegferð þá verður það að bíða seinni tíma. Það er mál sem verður aldrei leyst með stuttum viðræðum við kjaraborðið og því fyrr sem sveitastjórnir skilja það, því betra. Til þess að það gæti einhvern tíma orðið þyrfti þjóðarsátt um algjöra umbyltingu á skólastarfi, breytingar á lagalegu umhverfi starfsins, víðtæka samvinnu við sérfræðingana á gólfinu (kennarana) og þjóðarsátt um viðhorfsbreytingu í samfélaginu þar sem sátt væri um að upphefja menntun barna og ungmenna á þann stað sem hún, í hugum okkar sérfræðinganna, ætti réttilega að vera. Lausnin verður aldrei sú að grunnskólakennarar kenni meira til að fá meiri laun í því umhverfi sem við búum við í dag eins og Inga Rún var að reyna að stiga upp á. Á ég þá við skóla án aðgreiningar, almennan námsefnisskort og mjög veikt lagalegt og faglegt bakland þegar kemur að skólasókn nemenda, geðrænum vandamálum nemenda, stuðning við nemendur af erlendum uppruna, agaleysi samfélagsins og ofbeldi nemenda svo eitthvað sé nefnt. Í dag er ómögulegt að manna leik- og grunnskóla með eingöngu fagmenntuðu fólki (kennurum). Það eina sem getur hjálpað til við að fjölga háskólamenntuðu sérfræðingunum sem eru tilbúnir til að vinna þessi störf er að borga fyrir þau sambærileg laun og háskólamenntaðir sérfræðingar fá á almenna markaði. Fagmenntun borgar sig. Sem dæmi má nefna að ódýrasti grunnskólinn á landinu á síðasta ári á hvern nemanda var einmitt skólinn sem er með hæsta hlutfall á landinu af fagmenntuðu fólki. Þannig að ég skora á samninganefndirnar að setjast niður og klára samning sem felur í sér þrepaáætlun um hvernig jöfnun launa háskólamenntaðra sérfræðinga á opinbera markaðnum og þeim almenna skuli náð eins og kveðið var á í 7. grein margumrædds samkomulags um jöfnun lífeyrisréttinda frá 2016. Þá get ég næstum fullyrt að aðildarfélögin muni þegjandi og hljóðalaust semja í framhaldinu um hina sívinsælu „Salek %“ líkt og við höfum gert frá upphafi Salek og í raun að mestu síðustu 20 árin. Aðeins þannig næst að fá nóg af fagmenntuðu starfsfólki til að manna þessi mikilvægu störf. Ég er nefnilega nógu verðmæt eins og ég er. Ég þarf ekki að hlaupa hraðar til þess! Fjárfestum í kennurum! Höfundur er grunnskólakennari og trúnaðarmaður kennara í Garðaskóla í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Síðustu daga hef ég verið mjög hugsi og í raun mjög uggandi yfir þeirri stöðu sem er uppi í kjaraviðræðum á milli KÍ og SÍS og ríkisins. Eftir að horfa á Kastljós á þriðjudagskvöldið þar sem Inga Rún formaður samninganefndar sveitarfélaganna og Magnús Þór formaður KÍ ræddu málin velti ég fyrir mér hvort Inga Rún sé í raun hæf til að stýra þessum viðræðum. Hún virðist ekki átta sig á því um hvað málið snýst. Hún er í viðræðum við sameiginlega nefnd allra aðildarfélaganna 7 innan KÍ (Kennarasambands Íslands) um jöfnun launa á milli markaða sem er hluti af samkomulagi frá árinu 2016 um jöfnun lífeyrisréttinda launfólks, nánar tiltekið 7. grein þess samkomulags. Hún er ekki í kjaraviðræðum við FG (félag grunnskólakennara) um algjöra endurgerð á þeirra samningum og gjörbreytingu á þeirra störfum eins og hún virðist halda. Magnús Þór setti fram mjög athyglisverða athugasemd í þeim sama Kastljósþætti þegar hann sagði að honum þætti fróðlegt að vita hvað almenni markaðurinn myndi segja ef þessu væri öfugt farið. Þ.e.a.s. ef að fyrst hefði verið farið í jöfnun launa milli markaða - og það gert á einu ári frá gerð samkomulagsins, en 8 árum seinna væru lífeyrisréttindin enn ekki orðin jöfn eins og lofað hefði verið. Ég get alveg ímyndað mér hvað þá hefði verið sagt. Þá væri samfélagið fyrir löngu farið á hliðina. En svo virðist sem ákveðnum aðilum finnist bara allt í lagi að ríki og sveitafélög efni ekki samkomulag sem þau gera við sína starfsmenn. Áttum okkur á því að réttindi opinberra starfsmanna voru skert. Tímaramminn sem settur var til að leiðrétta skerðinguna rennur út eftir tvö ár. Ríki og sveitarfélög eru ekki ennþá búin að finna út eðlilegt viðmið fyrir kennarastéttina, hvað þá að setja af stað ferli sem tryggir leiðréttingu launa í stigum til að ná því markmiði. Það eru liðin 8 ár! KÍ samþykkti aldrei stöðu sinna félagsmanna í Salek á sínum tíma því það átti eftir að efna 7. greinina í samkomulaginu um jöfnun lífeyrisréttinda launafólks.Ef tölur hagstofunnar um launaþróun í landinu eru skoðaðar hefur staða KÍ félaga versnað frá því 2016 því þeir hafa síðustu árin tekið þessum % sem er úthlutað í Salek samkomulaginu en tölurnar sýna að þeirra launaskrið hefur samt verið minna en annarra. Greinilega eru aðrar stéttir að ná einhverju umfram gerða samninga á meðan einstaklingar í KÍ eru alltaf að fá algjört lágmark. Það er ekki vænlegt til lausnar kjaradeilu þegar viðsemjandinn veit ekki við hverja hann er að semja. Hættum að ræða um störf grunnskólakennara og förum að ræða málefnið sem er á borðinu og skiptir máli. Það er vanefndir ríkis og sveitarfélaganna á samkomulaginu 2016 gagnvart opinberum starfsmönnum. Klárum samkomulagið með því að setja fram áætlun um hvernig ríki og sveitarfélög hyggjast ná fram þeim jöfnuði sem lofað var í 7. greininni. Nú er ekki tíminn til að fara að endurskilgreina starfið grunnskólakennari. Ef menn vilja fara í þá vegferð þá verður það að bíða seinni tíma. Það er mál sem verður aldrei leyst með stuttum viðræðum við kjaraborðið og því fyrr sem sveitastjórnir skilja það, því betra. Til þess að það gæti einhvern tíma orðið þyrfti þjóðarsátt um algjöra umbyltingu á skólastarfi, breytingar á lagalegu umhverfi starfsins, víðtæka samvinnu við sérfræðingana á gólfinu (kennarana) og þjóðarsátt um viðhorfsbreytingu í samfélaginu þar sem sátt væri um að upphefja menntun barna og ungmenna á þann stað sem hún, í hugum okkar sérfræðinganna, ætti réttilega að vera. Lausnin verður aldrei sú að grunnskólakennarar kenni meira til að fá meiri laun í því umhverfi sem við búum við í dag eins og Inga Rún var að reyna að stiga upp á. Á ég þá við skóla án aðgreiningar, almennan námsefnisskort og mjög veikt lagalegt og faglegt bakland þegar kemur að skólasókn nemenda, geðrænum vandamálum nemenda, stuðning við nemendur af erlendum uppruna, agaleysi samfélagsins og ofbeldi nemenda svo eitthvað sé nefnt. Í dag er ómögulegt að manna leik- og grunnskóla með eingöngu fagmenntuðu fólki (kennurum). Það eina sem getur hjálpað til við að fjölga háskólamenntuðu sérfræðingunum sem eru tilbúnir til að vinna þessi störf er að borga fyrir þau sambærileg laun og háskólamenntaðir sérfræðingar fá á almenna markaði. Fagmenntun borgar sig. Sem dæmi má nefna að ódýrasti grunnskólinn á landinu á síðasta ári á hvern nemanda var einmitt skólinn sem er með hæsta hlutfall á landinu af fagmenntuðu fólki. Þannig að ég skora á samninganefndirnar að setjast niður og klára samning sem felur í sér þrepaáætlun um hvernig jöfnun launa háskólamenntaðra sérfræðinga á opinbera markaðnum og þeim almenna skuli náð eins og kveðið var á í 7. grein margumrædds samkomulags um jöfnun lífeyrisréttinda frá 2016. Þá get ég næstum fullyrt að aðildarfélögin muni þegjandi og hljóðalaust semja í framhaldinu um hina sívinsælu „Salek %“ líkt og við höfum gert frá upphafi Salek og í raun að mestu síðustu 20 árin. Aðeins þannig næst að fá nóg af fagmenntuðu starfsfólki til að manna þessi mikilvægu störf. Ég er nefnilega nógu verðmæt eins og ég er. Ég þarf ekki að hlaupa hraðar til þess! Fjárfestum í kennurum! Höfundur er grunnskólakennari og trúnaðarmaður kennara í Garðaskóla í Garðabæ.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar