Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 06:33 Eygló Fanndal Sturludóttir og Guðný Björk Stefánsdóttir með verðlaun sín á Evrópumeistari ungmenna í ólympískum lyftingum. @gudnybjorkstefans Í gær var risastór dagur í sögu íslenskra lyftinga þegar tveir íslenskir keppendur stóðu í fyrsta skipti saman á verðlaunapalli á stórmóti í ólympískum lyftingum. Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær Evrópumeistari ungmenna í ólympískum lyftingum í 71 kílóa flokki U23 (21-23 ára) en mótið var haldið í Póllandi. Eygló náði ekki aðeins í gullið því hún setti um leið nýtt Norðurlandamet í fullorðinsflokki í samanlögðum árangri þegar hún lyfti 104 kílóum í snörun og 133 kílóum í jafnhendingu. Þetta gerir alls 237 kíló samanlagt sem var bæting á hennar eigin meti í samanlögðu um eitt kíló. Til að setja árangur hennar í samhengi þá má bera árangur hennar við síðustu Ólympíuleika. Eygló lyfti 26 kílóum meira en næsti keppandi og hefði árangur hennar dugað til sjötta sætis á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar. Hún hefði líka náð í silfur á Evrópumeistaramóti fullorðinna. Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig frábæran dag en hún varð í þriðja sæti í sama þyngdar- og aldursflokki. Guðný Björk lyfti næst þyngst allra keppenda í snörun eða 96 kílóum og 114 kílóum í jafnhendingu. Það gera samanlagt 210 kíló. Lyftingasamband Íslands segir frá þessu og skemmtilegri stund þegar Harpa, móður Eyglóar, hlotnaðist sá heiður að fá að afhenda verðlaunin fyrir samanlagðan árangur. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær Evrópumeistari ungmenna í ólympískum lyftingum í 71 kílóa flokki U23 (21-23 ára) en mótið var haldið í Póllandi. Eygló náði ekki aðeins í gullið því hún setti um leið nýtt Norðurlandamet í fullorðinsflokki í samanlögðum árangri þegar hún lyfti 104 kílóum í snörun og 133 kílóum í jafnhendingu. Þetta gerir alls 237 kíló samanlagt sem var bæting á hennar eigin meti í samanlögðu um eitt kíló. Til að setja árangur hennar í samhengi þá má bera árangur hennar við síðustu Ólympíuleika. Eygló lyfti 26 kílóum meira en næsti keppandi og hefði árangur hennar dugað til sjötta sætis á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar. Hún hefði líka náð í silfur á Evrópumeistaramóti fullorðinna. Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig frábæran dag en hún varð í þriðja sæti í sama þyngdar- og aldursflokki. Guðný Björk lyfti næst þyngst allra keppenda í snörun eða 96 kílóum og 114 kílóum í jafnhendingu. Það gera samanlagt 210 kíló. Lyftingasamband Íslands segir frá þessu og skemmtilegri stund þegar Harpa, móður Eyglóar, hlotnaðist sá heiður að fá að afhenda verðlaunin fyrir samanlagðan árangur. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira