Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2024 07:26 Hnífjafnt hefur verið á milli Kamölu Harris og Donald Trump í skoðanakönnunum. Kosningarnar eru næsta þriðjudag, 5. nóvember. Vísir/Getty og EPA Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. „Mér finnst þetta móðgun við alla,“ sagði Harris áður en hún hélt áfram kosningabaráttu sinni í Arizona og Nevada í gær. Ríkin eru bæði svokölluð sveifluríki [e. swing state] þar sem hvorugur flokkur getur treyst á atkvæði. Trump hélt kosningafundi víða í Nevada og Arizona í gær.Vísir/EPA Ætlar að vernda konur sama hvað Í forsetatíð sinni skipaði Trump þrjá dómara við hæstarétt Bandaríkjanna sem mynda þann íhaldssama meirihluta sem sneri við ákvörðunum dómstólsins sem snúa að þungunarrofi. Trump hefur á kosningafundum undanfarið montað sig af þessum ákvörðunum og lýst því yfir að hann muni „vernda konur“ og tryggja að þær hugsi ekki um þungunarrof. Á kosningafundi á miðvikudag lýsti Trump því yfir að aðstoðarmenn hans hefðu hvatt hann til að hætta að segja þetta því það væri ekki „viðeigandi“ og svo sagt „En ég ætla að gera það sama hvort konum líkar það betur eða verr, ég ætla að vernda þær.“ Harris segir ummælin ein af mörgum frá Trump sem valdi henni áhyggjum. „Þetta er bara það nýjasta í langri seríu uppljóstrana frá fyrrverandi forsetanum sem lýsa því hvað honum finnst um konur og þeirra umboð,“ er haft eftir Harris í frétt Guardian um málið. Harris fór um Arizona og Nevada í gær eins og Trump.Vísir/Getty Forsetakosningarnar fara fram næsta þriðjudag. Bæði Harris og Trump eru á ferð og flugi um landið og voru bæði í gær í Nevada og Arizona til að reyna að tryggja sér atkvæði fólks sem er af rómönskum uppruna [e. Latino]. Í frétt Reuters segir að Harris hafi varað kjósendur við því að Trump muni minnka fjármagn í ýmis heilbrigðismál og minnti kjósendur á að hann hafi reynt að fella úr gildi Obamacare sem er löggjöf sem snýr að því að gera heilbrigðisþjónustu viðráðanlega í verði. Trump sagðist aldrei hafa reynt að fella löggjöfina úr gildi og að hann hafi aldrei hugsað um það. Trump fór frá Las Vegas til Arizona og með honum var fyrrverandi þáttastjórnandi Fox News Tucker Carlson. Jennifer Lopez minnti fólk á að atkvæði þeirra skipti máli.Vísir/EPA Á sama tíma var poppdívan Jennifer Lopes með Kamölu Harris. Hún sagði í ræðu að Harris myndi berjast fyrir frelsi innflytjenda og fjölskyldna þeirra. Hún fordæmdi kosningafund Trump í Madison Square Garden þar sem stuðningsmenn hans kölluðu Puertó Ríkó „fljótandi eyju af rusli“. Sjá einnig: Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York „Við ættum að vera í uppnámi. Við ættum að vera hrædd og brjáluð. Okkar sársauki skiptir máli… atkvæði þitt skiptir máli,“ sagði Lopez og lauk svo á orðunum „Let‘s get loud“ eða „Höfum hátt“ sem er einnig titill eins vinsælasta lags hennar sem kom út 1999. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Jafnréttismál Þungunarrof Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15 Eyddi Youtube síðu sonarins Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian eyddi Youtube síðu elsta sonar síns hins átta ára gamla Saint West eftir að hann birti tvennar færslur um Kamölu Harris þar sem vísað var til hennar með niðrandi hætti. 31. október 2024 12:03 Trump lék ruslakarl í Wisconsin Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum. 31. október 2024 07:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
„Mér finnst þetta móðgun við alla,“ sagði Harris áður en hún hélt áfram kosningabaráttu sinni í Arizona og Nevada í gær. Ríkin eru bæði svokölluð sveifluríki [e. swing state] þar sem hvorugur flokkur getur treyst á atkvæði. Trump hélt kosningafundi víða í Nevada og Arizona í gær.Vísir/EPA Ætlar að vernda konur sama hvað Í forsetatíð sinni skipaði Trump þrjá dómara við hæstarétt Bandaríkjanna sem mynda þann íhaldssama meirihluta sem sneri við ákvörðunum dómstólsins sem snúa að þungunarrofi. Trump hefur á kosningafundum undanfarið montað sig af þessum ákvörðunum og lýst því yfir að hann muni „vernda konur“ og tryggja að þær hugsi ekki um þungunarrof. Á kosningafundi á miðvikudag lýsti Trump því yfir að aðstoðarmenn hans hefðu hvatt hann til að hætta að segja þetta því það væri ekki „viðeigandi“ og svo sagt „En ég ætla að gera það sama hvort konum líkar það betur eða verr, ég ætla að vernda þær.“ Harris segir ummælin ein af mörgum frá Trump sem valdi henni áhyggjum. „Þetta er bara það nýjasta í langri seríu uppljóstrana frá fyrrverandi forsetanum sem lýsa því hvað honum finnst um konur og þeirra umboð,“ er haft eftir Harris í frétt Guardian um málið. Harris fór um Arizona og Nevada í gær eins og Trump.Vísir/Getty Forsetakosningarnar fara fram næsta þriðjudag. Bæði Harris og Trump eru á ferð og flugi um landið og voru bæði í gær í Nevada og Arizona til að reyna að tryggja sér atkvæði fólks sem er af rómönskum uppruna [e. Latino]. Í frétt Reuters segir að Harris hafi varað kjósendur við því að Trump muni minnka fjármagn í ýmis heilbrigðismál og minnti kjósendur á að hann hafi reynt að fella úr gildi Obamacare sem er löggjöf sem snýr að því að gera heilbrigðisþjónustu viðráðanlega í verði. Trump sagðist aldrei hafa reynt að fella löggjöfina úr gildi og að hann hafi aldrei hugsað um það. Trump fór frá Las Vegas til Arizona og með honum var fyrrverandi þáttastjórnandi Fox News Tucker Carlson. Jennifer Lopez minnti fólk á að atkvæði þeirra skipti máli.Vísir/EPA Á sama tíma var poppdívan Jennifer Lopes með Kamölu Harris. Hún sagði í ræðu að Harris myndi berjast fyrir frelsi innflytjenda og fjölskyldna þeirra. Hún fordæmdi kosningafund Trump í Madison Square Garden þar sem stuðningsmenn hans kölluðu Puertó Ríkó „fljótandi eyju af rusli“. Sjá einnig: Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York „Við ættum að vera í uppnámi. Við ættum að vera hrædd og brjáluð. Okkar sársauki skiptir máli… atkvæði þitt skiptir máli,“ sagði Lopez og lauk svo á orðunum „Let‘s get loud“ eða „Höfum hátt“ sem er einnig titill eins vinsælasta lags hennar sem kom út 1999.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Jafnréttismál Þungunarrof Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15 Eyddi Youtube síðu sonarins Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian eyddi Youtube síðu elsta sonar síns hins átta ára gamla Saint West eftir að hann birti tvennar færslur um Kamölu Harris þar sem vísað var til hennar með niðrandi hætti. 31. október 2024 12:03 Trump lék ruslakarl í Wisconsin Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum. 31. október 2024 07:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15
Eyddi Youtube síðu sonarins Bandaríska athafnakonan Kim Kardashian eyddi Youtube síðu elsta sonar síns hins átta ára gamla Saint West eftir að hann birti tvennar færslur um Kamölu Harris þar sem vísað var til hennar með niðrandi hætti. 31. október 2024 12:03
Trump lék ruslakarl í Wisconsin Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum. 31. október 2024 07:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent