Sjáðu lyfturnar: Mamma krýndi Eygló Evrópumeistara og Guðný vann brons Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 10:35 Eygló Fanndal Sturludóttir átti fullkominn dag í Póllandi í gær. Móðir hennar, Harpa Þorláksdóttir, fékk þann heiður að afhenda henni verðlaunin. @ewfsport Tvær íslenskar konur stóðu saman á verðlaunapalli á Evrópumeistaramóti ungmenna í ólympíuskum lyftingum í Póllandi í gær. Myndbönd af lyftum þeirra má nú sjá á Vísi. Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki með samanlögðum árangri sínum. Í ólympíuskum lyftingum er keppt í snörun (e. snatch) og jafnhendingu (e. clean & jerk), og samanlagðri þyngd. Eygló vann þannig þrenn gullverðlaun því hún lyfti mestu bæði í snörun og jafnhendingu. Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin sín og Guðný Björk Stefánsdóttir með silfur og brons.@ewfsport Eygló byrjaði reyndar á að missa 98 kg í fyrstu tilraun í snörun en bætti úr því og náði svo að snara upp 104 kg. Í jafnhendingu, þar sem stönginni er lyft upp í tveimur skrefum, náði hún að lyfta 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg. Hér að neðan má sjá Eygló lyfta 133 kg í jafnhendingu. Til marks um hve góður árangur Eyglóar er þá hefði hann dugað til 6. sætis á Ólympíuleikunum í París í sumar, en Eygló rétt missti af sæti á leikunum, og til silfurverðlauna á EM fullorðinna. Hún lyfti 26 kg meira en næsti keppandi í hennar flokki í Póllandi í gær. Móðir hennar, Harpa Þorláksdóttir, hlaut þann heiður að afhenda Eygló verðlaunin. Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig frábæran dag í gær og vann til bronsverðlauna, í sama þyngdar- og aldursflokki og Eygló. Guðný vann silfur í snörun með 96 kg lyftu, og í jafnhendingu lyfti hún 114 kg, svo samanlagt lyfti hún 210 kg. Hér að neðan má sjá Guðnýju í snöruninni. Lyftingar Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Sjá meira
Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki með samanlögðum árangri sínum. Í ólympíuskum lyftingum er keppt í snörun (e. snatch) og jafnhendingu (e. clean & jerk), og samanlagðri þyngd. Eygló vann þannig þrenn gullverðlaun því hún lyfti mestu bæði í snörun og jafnhendingu. Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin sín og Guðný Björk Stefánsdóttir með silfur og brons.@ewfsport Eygló byrjaði reyndar á að missa 98 kg í fyrstu tilraun í snörun en bætti úr því og náði svo að snara upp 104 kg. Í jafnhendingu, þar sem stönginni er lyft upp í tveimur skrefum, náði hún að lyfta 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg. Hér að neðan má sjá Eygló lyfta 133 kg í jafnhendingu. Til marks um hve góður árangur Eyglóar er þá hefði hann dugað til 6. sætis á Ólympíuleikunum í París í sumar, en Eygló rétt missti af sæti á leikunum, og til silfurverðlauna á EM fullorðinna. Hún lyfti 26 kg meira en næsti keppandi í hennar flokki í Póllandi í gær. Móðir hennar, Harpa Þorláksdóttir, hlaut þann heiður að afhenda Eygló verðlaunin. Guðný Björk Stefánsdóttir átti einnig frábæran dag í gær og vann til bronsverðlauna, í sama þyngdar- og aldursflokki og Eygló. Guðný vann silfur í snörun með 96 kg lyftu, og í jafnhendingu lyfti hún 114 kg, svo samanlagt lyfti hún 210 kg. Hér að neðan má sjá Guðnýju í snöruninni.
Lyftingar Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Sjá meira