Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2024 21:02 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Ívar Fannar Eldræða formanns Framsóknarflokksins um útlendingamál hefur vakið mikla athygli. Formaður hjálparsamtaka segir ekkert við framferði hans gefa til kynna að flokkurinn standi fyrir mannúð en stjórnmálafræðingur telur formanninn mögulega hafa fengið sig fullsaddan af andúð annarra flokka. Sléttar fjórar vikur eru til alþingiskosninga. Flokkar fengu skamman tíma til að móta áherslumál fyrir kosningarnar en helstu áherslur þeirra komu fram í fyrstu leiðtogakappræðum RÚV í gær. Það sem vakti hvað helst athygli var eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um útlendingamálin. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir!“ sagði Sigurður. „Það er fólk hérna inni sem virðist vera hræddara við lítinn strák í hjólastól, en erlendan auðkýfing sem flýgur um á einkaþotu og kaupir upp jarðir á Íslandi.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ræðuna hafa komið á óvart. „Framsóknarflokkurinn hefur verið á þeirri ferð að herða hér frekar tök á landamærum, takmarka aðstreymi fólks að utan. Raunar hefur öll umræða um aðkomufólk á Íslandi gengið út á að hér þurfi að stemma frekar við komu fólks heldur en að opna faðminn. Þarna heldur hann ræðu sem gengur þvert á þá umræðu,“ segir Eiríkur. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, birti færslu á Facebook skömmu eftir kappræðurnar þar sem hún gagnrýndi Sigurð Inga. Hún benti á að hann hafi verið i ríkisstjórn í sjö ár og vill meina að mannréttindi flóttafólks hafi verið skert til muna á þeim tíma. Eiríkur telur þó Sigurð ekki eingöngu hafa verið á atkvæðaveiðum. „Hugsanlega hefur honum bara fundist þessi umræða gengið of langt. Það er farið að þrengjast um fólk sem er af erlendu bergi brotið á Íslandi, fólk er farið að finna fyrir aukinni andúð og svo framvegis í kjölfarið á þessari umræðu. Hugsanlega hefur honum bara runnið þetta til rifja,“ segir Eiríkur. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sléttar fjórar vikur eru til alþingiskosninga. Flokkar fengu skamman tíma til að móta áherslumál fyrir kosningarnar en helstu áherslur þeirra komu fram í fyrstu leiðtogakappræðum RÚV í gær. Það sem vakti hvað helst athygli var eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um útlendingamálin. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir!“ sagði Sigurður. „Það er fólk hérna inni sem virðist vera hræddara við lítinn strák í hjólastól, en erlendan auðkýfing sem flýgur um á einkaþotu og kaupir upp jarðir á Íslandi.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ræðuna hafa komið á óvart. „Framsóknarflokkurinn hefur verið á þeirri ferð að herða hér frekar tök á landamærum, takmarka aðstreymi fólks að utan. Raunar hefur öll umræða um aðkomufólk á Íslandi gengið út á að hér þurfi að stemma frekar við komu fólks heldur en að opna faðminn. Þarna heldur hann ræðu sem gengur þvert á þá umræðu,“ segir Eiríkur. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, birti færslu á Facebook skömmu eftir kappræðurnar þar sem hún gagnrýndi Sigurð Inga. Hún benti á að hann hafi verið i ríkisstjórn í sjö ár og vill meina að mannréttindi flóttafólks hafi verið skert til muna á þeim tíma. Eiríkur telur þó Sigurð ekki eingöngu hafa verið á atkvæðaveiðum. „Hugsanlega hefur honum bara fundist þessi umræða gengið of langt. Það er farið að þrengjast um fólk sem er af erlendu bergi brotið á Íslandi, fólk er farið að finna fyrir aukinni andúð og svo framvegis í kjölfarið á þessari umræðu. Hugsanlega hefur honum bara runnið þetta til rifja,“ segir Eiríkur.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira