Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 18:30 Lindsey Vonn vann til fjölda verðlauna á sínum ferli og gæti verið að snúa aftur til keppni, eftir fimm og hálfs árs hlé. Getty/Christophe Pallot Bandaríska skíðastjarnan Lindsey Vonn, sem nýverið fagnaði fertugsafmæli, gæti verið að snúa aftur til keppni í heimsbikarnum eftir fimm og hálfs árs fjarveru. Þjóðverjinn Markus Wasmeier gagnrýnir þessa fyrirætlun og segir nánast um hneyksli að ræða. Vonn er sögð stefna á að snúa aftur til keppni í Beaver Creek í Colorado um miðjan desember. Á meðan margir eru eflaust spenntir fyrir þeirri hugmynd að sjá þessa mögnuðu skíðakonu snúa aftur, eftir að hún neyddist til að hætta vegna meiðsla, eru ekki allir jafnhrifnir. Þeirra á meðal er hinn 61 árs gamli Wasmeier, tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, en hann tjáði sig um málið á sjónvarpsstöðinni Sport 1. „Að mínu mati er þetta bara einhver sýning. Þetta jaðrar við að vera hneyksli,“ sagði Wasmeier sem telur hreinlega hættulegt fyrir Vonn að ætla að bruna niður brekkurnar að nýju í baráttu við þær bestu í heimi, orðin 40 ára gömul. „Hún er að gera einhverja sýningu úr þessu. Ég get ekki séð þetta fyrir mér öðruvísi,“ sagði Wasmeier. Markus Wasmeier átti farsælan feril sem skíðamaður.Getty/Sven Hoppe Vonn vann á sínum ferli meðal annars þrenn Ólympíuverðlaun, átta verðlaun á heimsmeistaramótum og 82 heimsbikarmót. Wasmeier vill að hún njóti einfaldlega þess sem hún afrekaði á sínum ferli, í stað þess að snúa aftur. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier. Skíðaíþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sjá meira
Vonn er sögð stefna á að snúa aftur til keppni í Beaver Creek í Colorado um miðjan desember. Á meðan margir eru eflaust spenntir fyrir þeirri hugmynd að sjá þessa mögnuðu skíðakonu snúa aftur, eftir að hún neyddist til að hætta vegna meiðsla, eru ekki allir jafnhrifnir. Þeirra á meðal er hinn 61 árs gamli Wasmeier, tvöfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari, en hann tjáði sig um málið á sjónvarpsstöðinni Sport 1. „Að mínu mati er þetta bara einhver sýning. Þetta jaðrar við að vera hneyksli,“ sagði Wasmeier sem telur hreinlega hættulegt fyrir Vonn að ætla að bruna niður brekkurnar að nýju í baráttu við þær bestu í heimi, orðin 40 ára gömul. „Hún er að gera einhverja sýningu úr þessu. Ég get ekki séð þetta fyrir mér öðruvísi,“ sagði Wasmeier. Markus Wasmeier átti farsælan feril sem skíðamaður.Getty/Sven Hoppe Vonn vann á sínum ferli meðal annars þrenn Ólympíuverðlaun, átta verðlaun á heimsmeistaramótum og 82 heimsbikarmót. Wasmeier vill að hún njóti einfaldlega þess sem hún afrekaði á sínum ferli, í stað þess að snúa aftur. „Hún er enn í hópi þeirra sem hafa náð lengst, svo hún ætti ekki að vera að standa í þessu. Það ætti að fagna henni fyrir það sem hún hefur afrekað. Ég myndi dauðskammast mín ef ég færi niður brekkuna og væri allt í einu tíu sekúndum á eftir fljótasta manni. Þá myndu bara allir hlæja að manni,“ sagði Wasmeier.
Skíðaíþróttir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sjá meira