Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 22:33 Milosevic steig harkalega á Arnór Ingva sem skiljanlega engdist um af kvölum og var haltur eftir brotið. Skjáskot/Max Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason meiddist í ökkla eftir fólskulegt brot Alexanders Milosevic í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þjálfari hans segir engan annan í deildinni svo harðan af sér að halda áfram leik eins og Arnór gerði. Arnór Ingvi var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping sem mætti AIK á heimavelli. Undir lok fyrri hálfleiks haltraði hann um völlinn eftir brot Milosevic sem svo sannarlega virtist verðskulda rautt spjald, en brotið má sjá hér að neðan. "Jag tycker att det är jätterött faktiskt.""Att det ska vara rött är det ingen tvekan om." Studion om situationen mellan Milošević och Traustason.📲 Se IFK Norrköping - AIK på Max pic.twitter.com/sJbI5q9qjD— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) November 4, 2024 „Ég fór í hann en mér fannst ég líka fara í boltann,“ sagði Milosevic við Max-sjónvarpsstöðina í hálfleik en sérfræðingar stöðvarinnar voru hins vegar sammála um að hann hefði átt að fá rauða spjaldið. „Mér fannst þetta í raun vera eldrautt spjald,“ sagði Alexander Axén og Emelie Zaar Ölander tók í sama streng: „Það er enginn vafi um það að þetta átti að vera rautt spjald.“ Þrátt fyrir meiðslin hélt Arnór Ingvi áfram leik í seinni hálfleik en hann haltraði svo af velli á 64. mínútu, eftir annað högg. Þá var staðan orðin 1-0 og það urðu einnig lokatölurnar. Andreas Alm, þjálfari Norrköping, hrósaði Arnóri eftir leikinn: „Það hefði enginn annar í þessari deild spilað áfram með þessa verki sem hann var með. Þetta er algjörlega einstakt.“ Arnór gat að lokum glaðst og fagnað því að með sigrinum er öruggt að Norrköping spilar áfram í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Sigurinn kom liðinu frá fallsvæðinu og upp í 11. sæti, á öruggan stað fyrir lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. Tæklingin frá Milosevic hefur vonandi engin áhrif á landsleikina sem svo taka við, en Ísland mætir Svartfjallalandi og Wales ytra í lokaleikjum riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, 16. og 19. nóvember. Sænski boltinn Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Bournemouth | De Bruyne kveður Etihad „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjá meira
Arnór Ingvi var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping sem mætti AIK á heimavelli. Undir lok fyrri hálfleiks haltraði hann um völlinn eftir brot Milosevic sem svo sannarlega virtist verðskulda rautt spjald, en brotið má sjá hér að neðan. "Jag tycker att det är jätterött faktiskt.""Att det ska vara rött är det ingen tvekan om." Studion om situationen mellan Milošević och Traustason.📲 Se IFK Norrköping - AIK på Max pic.twitter.com/sJbI5q9qjD— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) November 4, 2024 „Ég fór í hann en mér fannst ég líka fara í boltann,“ sagði Milosevic við Max-sjónvarpsstöðina í hálfleik en sérfræðingar stöðvarinnar voru hins vegar sammála um að hann hefði átt að fá rauða spjaldið. „Mér fannst þetta í raun vera eldrautt spjald,“ sagði Alexander Axén og Emelie Zaar Ölander tók í sama streng: „Það er enginn vafi um það að þetta átti að vera rautt spjald.“ Þrátt fyrir meiðslin hélt Arnór Ingvi áfram leik í seinni hálfleik en hann haltraði svo af velli á 64. mínútu, eftir annað högg. Þá var staðan orðin 1-0 og það urðu einnig lokatölurnar. Andreas Alm, þjálfari Norrköping, hrósaði Arnóri eftir leikinn: „Það hefði enginn annar í þessari deild spilað áfram með þessa verki sem hann var með. Þetta er algjörlega einstakt.“ Arnór gat að lokum glaðst og fagnað því að með sigrinum er öruggt að Norrköping spilar áfram í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Sigurinn kom liðinu frá fallsvæðinu og upp í 11. sæti, á öruggan stað fyrir lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. Tæklingin frá Milosevic hefur vonandi engin áhrif á landsleikina sem svo taka við, en Ísland mætir Svartfjallalandi og Wales ytra í lokaleikjum riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, 16. og 19. nóvember.
Sænski boltinn Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Bournemouth | De Bruyne kveður Etihad „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn